Ó, þessi hverfula ást!
Ást mín á Guðbjarti efnafræðikennara og Ruberti keppanda í Survivor hefur mátt víkja fyrir annarri og máttugri ást. Sá sem hefur fangað hug minn að þessu sinni er Hróbjartur sögukennari. Hann er fyndinn, sposkur og sprækur. Það virðist sem þeir sem beri björt nöfn sbr. Guðbjartur og Hróbjartur eigi auðveldara með að heilla mig en e-r myrkraherrar eins og Hrafnar og svarthöfðar aðrir. Má ég biðja um eilífa birtu, sólstafi og lýsigull.
Harmsögur Sögu
Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)
Um mig
- Nafn: Harmsaga
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.
fimmtudagur, apríl 29, 2004
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Kvabb og kvein.
Ég er alls ekki löt þú þarna nafnlausi commentari. Letileysi er helsta orsök bloggleysis!
Annars var ég að fara í gegnum gömul tölvugögn og rakst á verkefni sem ég og Íris áttum að gera í umferðafræðslu. Verkefnið fólst í því að taka viðtal við e-n sem hafði lent í bílslysi eða e-n sem hafði haft bílpróf í meira en eitt ár. Verkefnið var sett fyrir með góðum fyrivara en eins og svo oft með svona verkefni eru þau látin sitja á hakanum. Þetta verkefni fékk að dúsa þar (á hakanum) langt úr hófi fram. Það var ekki fyrr en um kl. 11 kvöldið fyrir skiladag að ég og Íris mundum eftir verkefninu. Nú var illt í efni. Hvern var hægt að plata í viðtalstíma svona seint með allt of stuttum fyrirvara? Þá stakk ég upp á því að við myndum einfaldlega skálda e-t skemmtilegt viðtal. Íris (lengst til vinstri frá okkur séð) sem kann engan vegin að fara með ósannindi og er heldur heiðarlegri en ég var ekki jafn ánægð og ég með þessa tillögu. Frekjan í mér bar þó sigur úr bítum og úr varð þessi dramadella vægast sagt yfirdrifin og klisjuleg. Ekki bætti það hana hvað ég var dugleg að troða inn máltækjum sem eiga ekkert við:
Áfengi dregur dilk á eftir sér
Um miðjan janúar var náinn vinur minn að fara til Bandaríkjanna til að hefja lögfræðinám í einum virtasta háskóla landsins. Svona hóf viðmælandi okkar frásögn sína og hélt áfram: Við félagarnir höfðum ákveðið að halda honum veglegt kveðjuhóf og af því tilefni höfðu nokkrir af strákunum farið í Ríkið til að tryggja að stemmingin yrði sem best. ,,Lögfræðiefnið”, eins og við skulum kalla vininn, átti að fara í flug snemma morguns og var ætlunin að ég myndi skutla honum út á Keflarvíkurflugvöll í tæka tíð. Þess vegna tók ég þá ákvörðun að vera edrú þetta kvöld.
Þegar röskur klukkutími var í brottfarartíma lögðum við af stað úr Reykjavík. Úti var slæmt skyggni og hálka. Þessi góðvinur minn hafði fengið sér vel neðan í því og lét öllum illum látum. Ég lét á mig bílbeltið og náði með naumindum að fá þennan útúrdrukkna vin minn til að spenna sig.
Hann var mikið að taka utan um mig á leiðinni út á flugvöll, segja mér hvað honum þætti vænt um mig og hvað það yrði nú hræðilegt þegar hann væri farinn. Þegar við vorum vel á veg komnir byrjaði ,,Lögfræðiefnið”, að finna til ógleði sem endaði með því að hann gubbaði yfir mig. Við þetta missti ég einbeitinguna, leit af veginum, en ekki nema í örskamma stund.
Það reyndist þó nóg til þess að ég missti stjórn á bílnum sem fór minnst tvær veltur út af veginum.
Ég rankaði við mér hangandi í beltinu. Það hljóta að hafa liðið um tíu mínútur og ég gerði mér fljótt grein fyrir því að ég hafði misst meðvitund. Mér varð litið á vin minn sem lá hreyfingarlaus við hliðina á mér, alblóðugur. Ég flýtti mér að athuga hvort ég finndi eitthvert lífsmark. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var feginn þegar ég fann veikan púls. Þetta var minn vonarneisti. Ég reif mig á fætur, þrátt fyrir að mér liði eins og ég væri á heljarþröminni, dró hann út úr bílnum og dröslaðist upp á veginn.
Þar sem að farsímar voru fágæt tæki á þessum tíma gat ég ekki hringt eftir hjálp. Heppnin var með mér og eftir skamma stund sá ég bíl nálgast. Ég náði að stöðva bílinn og sagði ökumanninum frá slysinu. Hann keyrði eftir hjálp og von bráðar kom sjúkrabíll sem flutti okkur á sjúkrahúsið í Keflavík. Læknarnir töldu öruggast að við værum fluttir til Reykjavíkur þar sem hægt væri að fá álit sérfræðinga. Þar kom í ljós að þetta var ekki eins slæmt og menn héldu, einungis rifbeinsbrot og vægir höfuðáverkar.
Ég var að vonum himinlifandi þegar ég frétti að þetta yrði ekki hans banabiti. Mín meiðsl voru heldur minni, ég brákaðist á öxl og fékk aðeins nokkrar skrámur. Þannig má segja að við sluppum báðir með skrekkinn – að þessu sinni að minnsta kosti. Hann komst til Bandaríkjanna mánuði síðar, náði að ljúka náminu með pompi og prakt og er nú virtur lögfræðingur. Það er af mér að segja að ég flutti inn til kærustunnar og seinna þetta sama ár giftum við okkur og höfum nú eignast tvö yndisleg börn. Báðir lærðum við tvennt af þessu slysi. Að blanda ekki saman áfengi og akstri og að beltin geta bjargað mannslífum.
Íris Björk Símonardóttir 10.Þ
og
Saga Garðarsdóttir 10.T
mánudagur, apríl 26, 2004
sunnudagur, apríl 25, 2004
FOJ!
Tvöfalt tap í dag. Hefði átt að skora á móti HK-víking. Er með sár á olboga og á mjaðmabeini eftir e-n trukk. Semsagt allt frekar fúlt.
setning dagsins: Er það bara ég eða er loftið KLÍSTRAÐ!
(þetta sagði Íris inni í klefa en átti við að loftið væri rakt)
laugardagur, apríl 24, 2004
Eins og í Kill Bill !
Var að tala við Írisi áðan í gegnum síma. Það er kannski ekki frásögu færandi nema að í miðju samtalinu var ég orðin full af sálarangist og almennum pirringi. Sá pirringur stafaði líklegast útaf óperuferð sem farin var með Leifi og þar sem við vorum bæði þreytt þoldum við ekki 2 tveggja tíma hátíðnivæl. Stingur Íris þá upp á að ég kýli púða til að fá útrás. Þar sem enginn hentugur púði var í augnsýn ákvað ég að fótaskemill væri ágætur staðgengill púða. Bað svo Írisi um að bíða meðan ég gengi í ,,skrokk" á skemlinum. Svo kreppti ég hægri hnefann og þrykkti honum í skemilinn. Þá heyrðust brak og brestir og ég dró úr högginu. Það var þó ekki nóg því stærðarinnar sprunga hafði myndast. Hvellurinn sem kom við höggið var nægur til að pabbi kom þjótandi inn í stofu.
Pabbi: Hvað gerðist? Hvaða hvellur var þetta?
Saga: (Heldur furðulostinn á skemlinum) uhh... það kom sprunga í skemilinn.
Pabbi: Hvernig? Hvað gerðist?
úff nú voru góð ráð dýr hvað gat afsakað þetta? Eftir þó nokkur umm... ehh.... ja hvað skal segjast... Mundi ég eftir Kill Bill sem ég sá núna í vikunni og kom með lúalega afsökun:
Saga: Ég var bara að reyna að vera eins og Uma í Kill Bill!
Pabbi hugsaði sig smá um og sagði svo: ,, Ekki standa á skemlinum hann þolir það ekki!".
Saga: Ha? (reyndi að muna eftir e-u atriði þar sem Uma hafði verið að hamast upp á fótaskemli, það tókst ekki) Já einmitt þetta var óvart!
Pabbi er stundum ansi skemmtilegur. Hann náði allavegana að kæta mig og Írisi sem hlógum lengi á efir. Nú er ég orðin verulega lúin og ætla að halda í bólið. Vonandi verður eyjaleik frestað, orka ekki. Býð ég ykkur góða nótt í boði pabba: ,, Farðu að sofa áður en þú skemmir e-ð fleira"
fimmtudagur, apríl 22, 2004
Þvílíkur sumardagur!
Sé fram á góðan dag. Sól, blíðviðri, fótbolti og vonandi sund.
Í gær var ég ansi dugleg. Spilaði fótbolta, fór á handboltaæfingu, fór í sund, gekk og hjólaði. Góður dagur gærdagurinn. Um kvöldið var svo borðaður dýrindis skötuselur og farið í bíó.
Hitti líka á T-bekkjar stelpurnar þær Auði, Steinvöru, Siggu og Signýju. Hló smá með þeim og hitti á gullmolann Hildi Einarsdóttur, fyrrverandi íslenskukennarann minn.
Eigið litríkan dag.
þriðjudagur, apríl 20, 2004
Sólarorka!
Sólin skein í heiði í dag og gaf mér aukna orku. Ég verð belja á vorin! þ.e.a.s eins og þegar þeim er hleypt út eftir margra mánaða inniveru. Þvílíkur gleðigjafi sem sólin er. Ég er ekki frá því að ég sé nokkrum freknum ríkari eftir daginn.
Hefði viljað fara í sund eða bara ganga Esjuna en því miður er stærðfræðipróf á morgun. Ég var samt ansi sniðug að mér fannst og lærði úti á svölum í sólinni. Ég sló líka metið mitt í að halda á lofti. Ef það er e-ð sem gæti hafa svert þennan ljúfa dag var það þetta:
Óska ykkur litríks dags!
sunnudagur, apríl 18, 2004
Ojæjja, prýðisdagur í dag. Lungað úr honum mun ég eyða innandyra að læra enskar glósur fyrir skyndipróf. Ég mun þó fara út en þá aðeins til að gera heimaverkefnið mitt í fótbolta! Jú, þannig er mál með vexti að honum Mumma fótboltaþjálfara (sem var rekinn því við gátum orðið skotnar í honum en svo ráðinn aftur eftir að þeir sáu hvernig hann leit út. Nei, hoho plat hann var fenginn aftur því enginn annar var mögulegur.) blöskraði boltameðferð mín og brá á það ráð að kenna mér í eitt skipti fyrir öll að halda á lofti.
Á föstudaginn var gaman. Þó hræddi ég Sigrúnu, Hildi og Furu með óstöðvandi hlátri mínum. Síðar sama dag kom umræddur Mummi að sækja mig og keyra mig á æfingu. Í bílnum voru fyrir Íris (bestabarn) og Sandra. Þegar á Laugardalsvöll var komið var enn nokkur tími til stefnu þar til æfingin átti að byrja. Það varð sameiginleg ákvörðun að þessum tíma yrði eytt í svefn eða dorm undir rólegri tónlist. Eftir dágóða stund þegar ég og Íris vorum að festa svefn baular Sandra durgslega: ,,Ég þarf að HRAUNA!". Við þessa yfirlýsingu brá öllum í brún. Sandra litla var greinilega búin að smitast af þeim hræðilega og illviðráðanlega trukkavírusi. Stelpur sem iðka fótbolta, lyftingar og eða kúluvarp eru nefninlega í áhættuhópi. ,,Ha? þarftu hvað Sandra?" spurði ég forviða. ,,Ég þarf að reima." sagði hún. Ég hafði víst verið sú eina sem misheyrði svona svakalega og viðbrögð hinna voru víst bara ímyndun. Að þessu gat ég þó hlegið það sem eftir var æfingar. Íris og Mummi voru líka svo elskuleg að taka undir með mér þegar ég hafði greint þeim frá þessum skondna misskilningi.
Í gær kepptum við KR-stúlkur æfingaleik við Breiðablik. Melkorka (blika-hnáta) ætlaði að ráðast á mig. Það var reyndar nokkuð spaugilegt. Ég var nýbúin að tækla hana (löglega og mjög svo pent;) þegar hún tryllist af bræði. Hún stóð upp og ætlaði að hjóla í mig. Þó svo að ég sé a.m.k. höfðinu hærri skelfdi hún mig töluvert. Alla vega það mikið að ég tók á rás eins og mesta gunga og hún á eftir. Á hlaupunum kallaði ég: ,, Dómari! Dómari! Sjáðu hana!" þá hætti hún að elta mig og ég róaðist. Eftir þennan þrusuleik fór ég að keppa í handbolta á móti HK. Um kvöldið fór ég svo í mat til ömmu og mér til mikillar furðu var ekki boðið upp á slátur! Ha? Kunna sumir að spyrja sig. Tímdi amma þín að kaupa e-ð annað en slátur? En já, öllum til mikillar undrunar bauð hún upp á kjötsúpu og það góða. Þegar leið á kvöldið kom Sigrún stóra til mín og við héldum í teiti. Ójá, þar var stuð og þar var gaman þar var gott að vera saman. Óska ykkur litríks dags!
miðvikudagur, apríl 14, 2004
Öllum til mikillar gleði hefur Einar hætt að vera málfræðiálfur og tekið upp fyrri störf sem rassálfur!
Í dag var gaman. Ég spilaði söguleikinn og hló mikið. Mest hló ég þó af fyriráætlunum mínum um mannvonsku sem ég lét þó ekki verða af sökum manngæsku! Í gær keppti ég í fótbolta á móti ÍR og fór á handboltaæfingu. Í dag mun ég hinsvegar keppa í handbolta og halda áfram að vanrækja Ásgeir.
Ég vil leiðrétta þann leiða misskilning að ég hafi fengið súkkulaðieitrun eftir eitt páskaegg nr.4. Ég fékk téðan sjúkdóm eftir að hafa innbyrt eitt egg nr. 5. og sex stykki Nissan súkkulaði þ.e.a.s. með 5 súkkulaðibitum hvert! Mér hefur heldur ekki hrakað í pizzuáti því fer fjarri get ég lofað. Eigið litríkan dag!
sunnudagur, apríl 11, 2004
föstudagur, apríl 09, 2004
Daníel þú ert ömurlegur!
Núna í morgun var ég að fara á fótboltaæfingu eftir handboltaæfingu en hafði ágætis tíma þar á milli. Þann tíma hafði ég ákveðið að nýta í freknusöfnun á gervigrasi KR. Eftir svona eina til tvær nýfengnar freknur kom e-r pabbi með tvo syni sína þá Daníel og Sigga. Daníel var kannski svona 6-7 ára en Siggi 5-6. Pabbin sjálfur var e-ð um fertugt. Feðgarnir skoruðu á tvo stráka sem voru fyrir á vellinum og í kringum 6-7 ára. Ég var ekki mikið að hlusta né horfa til að byrja með. Lá bara þarna dormandi yfir Noru Jones en þegar köll eins og: ,,Daníel þú getur ekki rassgat" eða ,,Reyndu að verja e-ð Siggi" fóru að yfirgnæfa sönginn vaknaði áhugi minn. Já þarna stóð fertugur maður að farast úr keppnisskapi og baulandi á syni sína. Kallinn tók þátt í leiknum svo þeir voru þrír á móti tveim. Hann var ekki í marki heldur lét markið yngri syni sínum Sigga sem vildi miklu frekar fara út. Ef hann komst í færi þrykkti hann af alefli í annan af 6-7 ára strákunum sem var í marki. þegar pirringsópið ,, Reyndu að hlaupa Daníel þú ert ömurlegur" var orðið vægt miðað við margt sem kallinn lét út úr sér var Siggi litli farin að reyna róa pabba sinn; ,,Pabbi þetta er bara leikur... svona eins og skákinn í gær mannstu?". Í lokinn var ég farin að kvetja þá af þvílíku kappi. Við það efldust þeir mikið og stóðu sig eins og hetjur. Mér finnst þessir strákar alveg rosalega duglegir að geta umgengist pabba sinn aldrei hefði ég þolað svona niðurrif.
miðvikudagur, apríl 07, 2004
Ég er ekkert byrjuð að læra en hugga mér við það að ég er bara í þriðja bekk. Á fótboltaæfingu í dag vorum við látin dansa hinn klístraða sparkdans og svo spiluðum við hálfgerðan strandbolta. Svo fór ég og Ásgeir í sund og fengum okkur ís á eftir. Guðdómlegur ísinn í ísbúðinni hjá melabúðinni (of mikið af búðum í þessari setningu).
Á handboltaæfingu um daginn var fjör. Einhver Dani hafði ákveðið að sjórna... nei kjánaspítur hinn alræmdi orðhákur var ekki rekinn eins og fyrrum fótboltaþjálfarar mínir hann var bara leyfa hinum að prófa. Þegar Daninn vildi að markmaðurinn gerði e-ð hrópaði hann að mér skildist ,,boldemand þetta boldemand hitt" en afhverju að kalla markmenn boltamenn útileikmenn eru boltamenn. Þá var mér hugsað hvað Danir væru nú alltaf öfugsnúnir ég segi Danir því eins og ég best veit þá er íslenskan eldra mál. Algengt dæmi um öfuggahátt (ekki þesslags þó) Dana: dyne-rum.
Þegar ég var farin að fussa og sveia yfir þessum orðasnúningi öllum var mér fljótlega gert grein fyrir því að hann hrópaði í raun ,, målmand þetta målmand hitt" svona getur heyrnin gert skemmtilegan misskilning.......NEI
Daninn reykti líka og hann hætti ekki þó að ég kallaði að honum: ,,det er usundt at ryge" Óþekktarangi!
Vi ses!
mánudagur, apríl 05, 2004
Úff hvað lítil kríli eiga auðvelt með að gleðja mann. Er að dansa við Nökkva og hlusta á gamla góða tónlist úr safni systur minnar.
Föstudagurinn var æðislegur en á laugardaginn var ég dregin upp í bústað. Þar gerði ég harla lítið að vanda. Las aðeins í Ilminum og svaf. Sunnudagurinn var bestur þá kom ég í bæinn. Já páskafríið byrjar sannalega vel. Óska Gullu til lukku með afmælið en þangað held ég í kveld. Þar sem tónlist er búin að spila svo stórt hlutverk í dag hjá mér þá kemst ég ekki hjá því að lofa nokkur lög:
Þrek og tár (Haukur Morteins)
Denis (Blondie)
Strawberryfields Forever (Beatles)
Bigmouth strikes again (The smiths)
Pabbi minn (Björk á Gling gló disknum)
God only knows, Good vibrations, Wouldn´t it be nice (Beach Boys)
The girl from Iponema (Stan Getz og Joao Gilberto)
Summertime (Miles Davis)
Walk on by (The strangers)
Can´t help falling in love (UB40)
Baby love (Diana Ross)
Romantica (Apparat)
En fyrst og fremst When I´m 64 (Beatles). Voðalítið sem á heima á síðum netsins í bili... Óska ykkur litríks dags
föstudagur, apríl 02, 2004
Nökkvi hjartagull!
Hróbjartur er algjört yndi. Ég elska brandarana hans þeir eru svo súrir svo var hann líka sá eini sem lét mig hlaupa apríl. Ég ber virðingu fyrir fólki sem tekst að fá fólk til að hlaupa apríl.
Heyrst hefur að nýjustu coolyrðin ,,klístrað" og ,,kanaflipp" séu að tröllríða íslensku móðurmáli. Þessvegna ætla ég að nota þau óspart því eins og flestir ef ekki allir vita þá er ég kennarbókardæmi um ofur coolista!
Já Sigga rétt hjá þér. Íslensk orðatiltæki eru nokkuð furðuleg oft á tíðum sbr. hér að ofan að tröllríða e-u. Já það er misjafnt hvað kveikir í mönnum; tröllskessur eða geitur!
Söguleikurinn er ýkt öfga klísraður leikur sem gengur útá það að þrykkja bolta milli tveggja liða af öllum mætti í fósturjörðina. Þetta er að vísu soldið hættulegur leikur en klístraður er hann! Fólk er líka svo hrifið af honum að það fellur í dá eftir að hafa leikið hann og þetta eru sko ekki ýkjur Hildur getur votað upp á það!
Ég er bálskotin í litlum prinsi sem ég ætla að fara að huga að: