Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

mánudagur, apríl 05, 2004

Úff hvað lítil kríli eiga auðvelt með að gleðja mann. Er að dansa við Nökkva og hlusta á gamla góða tónlist úr safni systur minnar.

Föstudagurinn var æðislegur en á laugardaginn var ég dregin upp í bústað. Þar gerði ég harla lítið að vanda. Las aðeins í Ilminum og svaf. Sunnudagurinn var bestur þá kom ég í bæinn. Já páskafríið byrjar sannalega vel. Óska Gullu til lukku með afmælið en þangað held ég í kveld. Þar sem tónlist er búin að spila svo stórt hlutverk í dag hjá mér þá kemst ég ekki hjá því að lofa nokkur lög:

Þrek og tár (Haukur Morteins)
Denis (Blondie)
Strawberryfields Forever (Beatles)
Bigmouth strikes again (The smiths)
Pabbi minn (Björk á Gling gló disknum)
God only knows, Good vibrations, Wouldn´t it be nice (Beach Boys)
The girl from Iponema (Stan Getz og Joao Gilberto)
Summertime (Miles Davis)
Walk on by (The strangers)
Can´t help falling in love (UB40)
Baby love (Diana Ross)
Romantica (Apparat)

En fyrst og fremst When I´m 64 (Beatles). Voðalítið sem á heima á síðum netsins í bili... Óska ykkur litríks dags

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim