Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

föstudagur, apríl 21, 2006

Mig langar í jörð í Afríku
Líkaminn minn heldur að hann sé með kvef. Ég er ekki sammála. Nú ríkir því stríðsástand. Líkaminn keppist við að framleiða hor og hnerra til að sannfæra mig um að kvefið sé ekta á meðan ég geri styrktaræfingar til að sannfæra hann um hið gagnstæða.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Nauðga, nauðga, nauðga...
Ég vil vara alla við body lotion-inu frá body shop. Ekki að það sé vond lykt af þeim. Alla vega ekki öllum. Og ekki að þau séu vond fyrir húðina heldur er svo rosalega vont bragð af þeim. Þessu komst ég að þegar ég, formaður brussufélagsins í móðurættinni minni*, missti sósu á framhandlegginn og sleikti hana af til þess eins að finna eiturefnabragðið af lotion-inu. Gæti verið leiðinlegra í ástarleikjum.

* Brussufélagið er í alvöru til og hefur verið starfrækt frá fæðingu minni og það er rosaleg samkeppni um formannssætið.

mánudagur, apríl 17, 2006

Talandi um fokk blogger
Orð eins og ,,sjitt", ,,andvarp" og ,,södd" lýsa þessum páskum mjög vel. Svo er sólin búin að skína mikið. Það er alltaf gaman. Ég er líka búin að fara oft í sund. Það er oftast gaman.
Ég fór í ofklóruðu Vesturbæjarlaugina um daginn en þar safnast furðufuglar bæjarins saman. Þar tókst mér að pottast með skrýtna þjóðarbókhlöðukallinum með skallann og bumbuna, gamla skokkaranum með lokkinn snúna og kringlóttum Katelóníumanni. Það var án efa næst skrýtnasta pottaferð sem ég hef farið í og geri aðrir betur.
Annars er ég að hugsa um að minnka súkkulaðiát, sósuát og almennt ofát og fara að snúa mér að betri lifnaðarháttum eins og fasisma.

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Sumt í gær var gaman. Það var gaman að lesa leikrit, öskra í pontu með góðu fólki, kasta á körfu með góðum strákum og synda með góðri stelpu sem því miður átti það þó til að tala um sjálfa sig í þriðju persónu sem kellinguna. Svo, ótrúlegt en satt, var bara alveg hreint ágætt á Gróttukvöldi. Ég þakka þó matnum aðalega fyrir. Handboltafólk er alveg sérstök tegund útaf fyrir sig.

laugardagur, apríl 01, 2006

Við unnum morfís. Það var gaman, bezt. Mér þykir svo vænt um alla strákana. Svo ofsa vænt um þá. Mér þykir líka svo vænt um stelpuna. Svo ofsa vænt um hana.