Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

laugardagur, maí 29, 2004

Sagdís Herraga Garðfánsdóttir Herrúnardóttir
Ég og Herdís héldum í peningastofnunina í gær til að stofna reikning og leggja inn á hann ágóðann úr Blómálfunum. Við skelfdum peningastofnunargesti með látalátum. Féhirðinum fannst við bláar að biðja um buðk og enn blárri þegar við vildum ekki frú Snæfinnubuðk heldur Hagleiksálfabuðk. Frú Snæfinna varð þó að duga en þar sem okkur fannst hún bera svo húsmóðurlegt nafn ákváðum við að kalla hana Sagdísi Herrögu Garðfánsdóttur Herrúnardóttur. Já, buðkurinn okkar er kjarnakvenndisbuðkur. Við yfirgáfum peningastofnunina þegar starfsfólk hennar var farið að gefa okkur hornauga þar sem ég og Herdís höfðum misst okkur í kalló á peningastofnunargólfi!

Kepptum við Blikahnátur í gær og töpuðum 4-6 en þar sem staðan var 1-5 í hálfleik unnum við a.m.k. seinni hálfleikinn. Ólöf markkvenndi stóð sig eins og fullhugi.

Kvöldið var viðburðarríkt: Stutt stopp í heldur fátæklegu hófi hjá Guðna typpillynda, bíltúr með Gauju og talítal við falskan fransmann. Síðan hélt ég í stúdentsfagnað þar sem ég lenti í stórskemmtilegu Sunnuspjalli og eftir það í kvöldgöngu með reðurtákninu.

Fróðleiksmoli póstsins: Hjá mörgum parkinsonssjúklingum er hægðatregða vandamál. Hægt er að vinna á móti þessu vandamáli með því að: Drekka meiri vökva. Átta til tíu glös á dag hjálpa trefjunum að vinna sitt verk. Best er að drekka vatn en vökvi í öðru formi hjálpar líka svo sem kaffi, te, djús, mjólk og fl.

Orðskýringar að beiðni Herdísar:
peningastofnun = banki
féhirðir = gjaldkeri
blár = barnalegur
buðkur = baukur
Hagleiksálfur = Íþróttaálfur
typpillyndur = snakillur
reðurtáknið = Ásgeir (eða svo er hann kallaður!)

Og niðurstaða:
Natural
You are Barbidou! You love the natural world. You
enjoy getting out of the city with an armful of
kitties and/or puppies.


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, maí 27, 2004

Gemini hvað?
Ég þyki vera peningagráðug! Herdísi blöskrar þegar ég set upp verð á görðum, verður feimin og fer að prútta við mig! Nei, Herdís, það er kaupandinn sem á að prútta.

Saga: Þetta gerir X fyrir átta tíma þ.e. með hádegishléi!
Herdís: Jú og svo höldum við garðinum við í allt sumar þér að kostnaðarlausu!
Saga (snýr sér að Herdísi): NEI!
Kaupandi: Nújá, viljið þið ekki kíkja á garðinn?

(Í garðinum)
Saga (gerir sér ekki grein fyrir að kaupandinn er á svölunum fyrir aftan hana og heyrir allt): Herdís! Halda garðinum við? Ég er ekkert að fara að halda e-m fokking garði við fyrir ekki neitt!
Herdís (veit af kaupanda og fer hjá sér): Já, fokkensíurnar eru í miklum vexti!

Af hverju er ég sögð Gemini? Hvaða stjörnumerki er Gemini? Ég er ekki Gemini!

Munið þið eftir Alexander úr hagaskóla og svalyrðinu ,,chilla boila" ?

Fróðleiksmoli póstsins: Næstum því allir Pug hundar hrjóta. Þeir hrjóta þó ekki alveg jafn hátt og við mennirnir, en það er stundum erfitt að heyra muninn. Þeir gefa einnig frá sér allskonar hljóð (kölluð snörl), en gelta þó lítið sem ekkert.

mánudagur, maí 24, 2004

Esjuför
Á sunnudaginn var himnaríkisblíða og því fylltist ég tindaþrá (þrá til að klífa tindi, helst fjallatindi þó er Hagaskólatoppur ásættanlegur í neyð).
Aríel erkiengill gerðist ferðafélagi minn og héldum við hátindafarar í átt að Esju. Ferðin þangað var öllu tímafrekari en gangan sjálf því marga almenningsvagna varð að taka áður en við komum að Esjurótum. Nestið kláraðist á fyrstu stoppustöðinni og lögðum við á tindinn án vista og vatns. Gangan upp gekk vel og ákváðum við að fara klettaleiðina í stað þess að rölta rólega stíginn. Á toppnum skrifuðum við okkur í gestabókina og borðuðum heimatilbúnar brauðbollur sem annar tindafari - sjúklingur af Kleppi, en svo kynnti hann sig - gaf okkur af örlæti sínu. Síðan fórum við í kapphlaup niður eftir og vorum hraustleg og sæl á heimleiðinni í bílnum með mömmu þar sem hljómuðu ættjarðarlög í útvarpinu. Næst förum við á Hvannadalshnjúk og verðum hnjúkafarar. Eigið litríkan dag.

Fróðleiksmoli dagsins:
Nýjar smásjárannsóknir hafa sýnt fram á að baunaspírur eru bakteríunýlendur salmónellunar og kílógerla.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Grindargliðnun
Ó, þú langþráða sumar! Planið er:

Ganga Hvannadalshnjúk með mömmu.
Fara á dansnámskeið með Herdísi.
Fara á annað dansnámskeið með Aríel.
(Þessa færni þarf ég að öðlast!)
Æfa ristarskot.
Fara í fótbolta með Írisi.
Fara í göngutúra með Írisi.
Sofa undir berum himni með Herdísi.
Klára Ilminn.
Lesa ensku gelgjubækurnar sem Rútur lánaði mér.
Halda kökuboð fyrir kökuklúbbinn.
Halda mynda-kökukvöld með bekkjasystrum.
Læra að fara í handahlaup og eða standa á höndum.
Elda mikið.
Byrja á Ofvitanum.
Skora mark í fótboltaleik (helst skalla).
Fara út að borða með Leifi.
Dorga með Herdísi.
Fara út á land með Aríel.
Fara í bíó með Gunnari Steini.
Reyna að troða Ásgeiri e-r staðar að.

Ég og Aríel ætluðum að reyna að sigla til Bessastaða á gúmmíbát með brotnum árum en það virðist sem báturinn hafi rifnað í sundur svo ekkert verður úr þessu nema að Aríel nái að punga út öðrum bát. Eigið litríkan dag.

Fróðleiksmoli póstsins:Stærðartákn á hjólbarða veita mikilvægar upplýsingar. Þau upplýsa ekki aðeins um breidd hans og þvermál felguopsins heldur einnig gerð, hlutfall hæðar af breidd og þar að auki hraðaþol hans.

mánudagur, maí 17, 2004

Bolleri
Á föstudaginn var dönskupróf. Eftir prófið var mikið hlegið að orðavali mínu í Min ven Thomas ritgerðinni. En er heim kom átti ég í ágætis MSN-samtali við mömmu:

www.harmsaga.blogspot.com says:
Hæ, hæ !
Sigrún says:
Hvernig gekk i dansk - lavede du ballede???
www.harmsaga.blogspot.com says:
Så bolledi de!
www.harmsaga.blogspot.com says:
Stelpunum fannst þetta rosa gróft!
www.harmsaga.blogspot.com says:
Have samleje?
Sigrún says:
Bollede de?? - er det nu sket med den søde Asgeir??
Sigrún says:
Fik du brugt verben at bolle i den danske stil??
www.harmsaga.blogspot.com says:
Nej i en afhandling
Sigrún says:
Det synes jeg meget passende og folkenært ordbrug - skal vi have samleje siger ingen, meget heller og mere forståeligt er at spørge, þ.e. ef maður kemst í þessar aðstæður, skal vi bolle? - EKKI - skal vi have en bolle - en hvernig gekk??
www.harmsaga.blogspot.com says:
Nú? Æ, djöfull, ég sagði: at de havde fået en bolle sammen den aften ;) Nei, nei spaug. Bara frekar vel!
Sigrún says:
HVERNIG GEKKKKKKKK?????????
www.harmsaga.blogspot.com says:þetta Var sko í ritgerð sem ég skrifaði
www.harmsaga.blogspot.com says:
Róleg hryssa!
Sigrún says:
OK sjáumst á eftir. Ætlar þú ekki að kveikja á sjónvarpinu og horfa á konunglegt brúðkaup? cool down meri
www.harmsaga.blogspot.com says:
Nei, ekki smuga
Sigrún says:
bless

Sko! Man kan derfor sige at Claus og hans mors gamle skolekammerat bollede men det ville havde været værre hvis jeg havde bruget ordet kneppe. En ég er svo dönnuð að ég geri það ekki.

Fróðleiksmoli póstsins er því: Det er sundt at bolle! Gott fyrir hjartað, dregur úr líkum á þunglyndi og kvíða, styrkir ónæmiskerfið, getur komið í veg fyrir brjóstakrabba og stuðlar að langlífi.

Eigið litríkan dag!

miðvikudagur, maí 12, 2004

Hann kyndugi pabbi
Um daginn ætlaðum Herdís og ég að hafa það huggulegt fyrir framan sjónvarpið þangað til tölvan yrði laus. Hættum við þó fljótt við sjónvarpsglápið þar sem ekki skárri mynd en Mjallhvít og dvergarnir sjö var í boði (ég og Herdís erum náttúrulega allt of þroskaðar fyrir svoleiðis mynd!). Á leiðinni úr stofunni mættum við pabba í dyrunum með nýsmurt brauð:

pabbi: Sjáið brauðið mitt er það ekki flott? Getið hvað er á því.
Herdís: ojj
ég: Uhh... gorgonzolaostur og hrátt egg en ekki ertu að fara að horfa á sjónvarpið? Það er bara verið að sýna Mjallhvíti og dvergana sjö.
pabbi: Ha? Er hún byrjuð? Færið ykkur ég vil ekki missa af!

Svo skaust hann inn í stofu. Daginn eftir fullyrti hann að þetta hefði verið besta Disneymynd sem hann hefði séð og leikararnir afbragð. Einu sinni var pabbi líka að keyra mig á handboltaleik og var að fá sér smint (mynturnar):

pabbi: Viltu ESS-mint?
ég: Meinaru smint?
pabbi: nei ESS-mint
ég: Þetta heitir smint!
pabbi: Nei, það stendur ESS-mint!
ég: Það stendur líka ESS-aga en maður segir Saga.
pabbi: viltu ESS-mint eða ekki?!

Pabbi sagðist líka hafa farið að sjá Kill Billy. En nóg af pabba í bili. Ég og Herdís komumst sem sagt í tölvuna og sömdum þessa auglýsingu:

Blómálfar!

Tveir grænfingraðir, glaðlyndir dugnaðarforkar í leit að illa hirtum garði verða á sveimi í hverfinu í sumar. Ef garðinn vantar aðhald og eða félagsskap ekki hika við að hafa samband við blómálfana. Þeir koma þá að vörmu spori og fríska upp á garðinn gegn vægu gjaldi (útvegum verkfæri sjálfar).

Hægt er að ná í okkur í síma:8208897(Saga) og 8659996(Herdís)!

Við þurftum að breyta upphaflegu útgáfunni þar sem hægt var að misskilja hana sem við værum portkonur að auglýsa okkur í dulmáli og garður væri myndlíking á vissum líkamsparti. Setningahlutar eins og ,, Komum sjálfar með öll tæki og tól." eða ,, Erum við síman núna!" voru klipptir út. Þessari auglýsingu fylgdu svo tvær myndir sem ég get ekki birt en geri seinna því þær eru nokkuð skemmtilegar.

Ég var í enskuprófi í dag. Böl og beyglur ég þoli ekki ensku. Í stílnum þurfti að snúa þessari setningu yfir á ensku: Hann bjó í stóru húsi í úthverfi. Úthverfið var e-ð að vefjast fyrir mér og að lokum var þetta það besta sem ég gat kreist fram: He lived in a big house in the hood. Svo þar sem ég mundi að úthverfi byrjaði á sub... bætti ég við: He lived in a big house in the hood/subject!

Fróðleiksmoli dagsins: Það örvar heilann að skræla epli.
Eigið litríkan dag.

föstudagur, maí 07, 2004

Það var eitt sinn karlómynd að reyna við frænku mína:

Drjólinn: Hey viltu að koma að gera svolítið sem rímar á móti híða (hákarlsmagi)?
Frænka: Skíða? Nei ég er svo slæm í hnjánum!

Ég lifi skrítnu próflífi. Mín helsta skemmtun er að halda á lofti, fara í handahlaup og reyna að standa á haus úti í garði. Grannar mínir horfa á og hrista hausa (en skemmtileg setning).

Haha bróðir hennar Tinnu í fótboltanum er steiktur verslingur dagsins á þessari síðu. Eigið litríkan dag.

fimmtudagur, maí 06, 2004

söðugar framfarir
84 í upphaldi bolta. Ný en ókláruð stéttaskipting. Æ, æ, Vala og fleiri eru karlpungar en svo verður að vera í bili. Til hamingju með punginn Vala og co.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Það er gott að vera gamall þess vegna spila ég í DAS!
Kjánaleg auglýsing. Lividía keisarynja er eitursvöl. Mér tókst að standa á haus og fara í ágætis handahlaup. Eigið litríkan dag.