Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

föstudagur, febrúar 20, 2004

'Eg svaf yfir mig í fyrsta sinn ekki gott mál :S



miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Iss á morgun á ég að spjalla við bekkinn minn um hvað sem er og ég var tóm þar til áðan en þá hripaði ég þessa vittleysu inn á blað ég sé fram á að bekkjarbróðir minn Hilmar hinn heittrúaði á eftir að fyrilíta mig! Hér er ,,árangurinn":


Epli!

Ég kaus að tala um epli einfaldlega af því að ég var algjörlega tóm og þetta var það fyrsta sem handboltafélaga mínum datt í hug. Svo er ég líka alger eplaæta og hef sérstakt dálæti á þessum ávexti. Og ofan á þetta bætist að ég er nær svefni en vöku og get því ekki gert almennilega grein fyrir slæmu og góðu ræðuefni.

Eins og flestir vita eru varnarefni notuð við ræktun epla til að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af völdum meindýra og því er góð regla að hreinsa epli vel fyrir neyslu.

Epli innihalda mikið af andoxunarefnum en 54% andoxunarefnanna í eplunum eru rétt undir yfirborði hýðisins og þar sem tilraunir gefa sterkar vísbendingar um að andoxunarefni vinni gegn öldrun hlýtur vel skolað epli með hýði að vera ákaflega fegrandi. Það kemur líka fram í trú manna til forna hvað epli voru talin mikill fegurðargjafi en gyllt epli var til dæmis aðalvinningurinn í fyrstu fegurðarsamkeppninni þar sem Afródíta gyðja Grikkja atti kappi við aðrar fegurðardísir en þótti bera af og varð eplið eftir það eitt af táknum hennar þ.e.a.s. tákn um fegurð og Iðunn, ásynja viðhélt æsku og þrótti ása með gylltum eplum og þar sem eplin innihalda jú svo mikið af andoxunarefnum ætti þetta nokkurn vegina að geta gert sig. Eitthvað hafa þó kristnir menn ekki verið jafn fróðir um efnasamsetningu epla og áhrifa þeirra á manninn því í kristninni setti kirkjan epli í hönd Evu og gerði hana þannig ábyrga fyrir brottrekstrinum úr aldingarðinum Paradís og þar með allri mannlegri eymd og þjáningu. En hó og hæ afhverju í ósköpunum mátti Eva ekki gæða sér á eplum vissi guð kannski ekki að ákveðin efni í eplum veita vörn gegn myndun krabbameins og annara sjúkdóma eða var hann kannski ekki alvitur á þeim tíma bara nýtilbúinn úr gastegundum geimsins og átti eftir að læra meira? eða það sem ég held vildi hann ekki að Eva yrði ungleg og sæt laus við krabba og aðra sjúkdóma og myndi þar af leiðandi draga athygli Adams frá honum sjálfum og var hræddur um að ef Eva myndi borða of mikið af eplum þ.e.a.s. breytast í rosa skutlu án skalla þá meina ég án krabba myndi Adam kannski algjörlega missa áhugan á því að biðja á kvöldin og vildi kannski bara stunda syndsamlegar æfingar með Evu? Hver veit? Þrátt fyrir það hefur kirkjan allavegana ekkert á móti því núna að yngstu skólabörnunum í Bretlandi eru gefin ókeypis epli á hverjum degi sem liður í átaki til betri heilsu og Vatíkanið hefur heldur ekkert sett sig upp á móti því að menn borði epli á afmæli Jesús betur þekktur undir nafninu Bobby! Það er kannski vegna þess að guð hefur þroskast og séð að sér í sambandi við framkomu sína við epli og jafnvel kynnt sér efnasamsetningu þeirra að einhverju marki en allavegana var það hann sem grýtti Newton með epli svo þyngdarlögmálið uppgötvaðist en þannig hefur honum kannski fundist hann vera setja epli á hærri stall. Svona til að enda þetta á aðeins skynsamlegri nótum en hér á undan þá bendi ég á að það að skræla epli á víst að örva heilann svo skrælið epli borðið skrallið og eplið með og öðlist fegurð og líkamlegt hreysti!



föstudagur, febrúar 13, 2004

Úff í gær var æðislegt þó tókst mér ekki að syngja mig hása ;) Morgunpartíið var voða huggulegt og íþróttasamkvæmið enn betra en þar fekk ég að líta á svo föngulega stráka og sá jafnvel tvö stykki millifótarkonfekt eða ,,pabba" eins og Jói bekkjarbróðir myndi kalla það ;) En skemmtilegt var það einnig þegar Ómar var að hneykslast á því að ég rifi brauðið með matnum og sagði mér að borða það eins og ég væri að njóta ástar með því! En þá fór ég að stynja þangað til hann gafst upp. hoho ég er soddan grallari en hittumst heil.

Vesælir upp í valshöll fara
veisla skal haldin afþvíbara
fámálan og feimin gerði ég kauð (sá það heilagsta)
frekar vil ég mök við brauð






miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Rútur er með svaka rass
ríður alla daga
í ræsinu hann ræktar hass
reykir út í haga.

þessa vísu samdi ég upp á töflu er Hróbjartur sögukennari var að fara yfir söguprófið mitt og Rútur & co voru að bíða eftir mér (ætli Hróbjartur haldi nokkuð að ég sé pervisin ?). Að henni lokinni var Hildur eitthvað að kvarta undan því að stuðlarnir væru sumstaðar í lágkviðu en þá á ég að hafa sagt mér til varnar:,, Iss ég er bara eins og Einar Ben og Nópelskálidið svona kjarnorkuskáld!" þá heyrist fliss í Hróbjarti og Malena bentir mér vinsamlegast á að þau hétu víst atómskáldin og seinna áttaði ég mig á að ég meinti Einar Bragi en ekki Einar Ben. Meira var það ekki að þessu sinni við sjáumst aftur að viku liðinni.



föstudagur, febrúar 06, 2004

Úff hvað ég er örg var í söguprófi í dag og gekk svona skítsæmilega en verra er það þó að árans stærðfræðikennarinn ákvað að hafa svona óvænt skyndipróf sem var ekkert venjulegt get ég sagt ykkur meira svona rökfærslupróf þar sem við áttum aðalega að útskýra afhverju brauð væri betra en fullkomin hamingja!? og svo kom yrðing: sannleikurinn er falinn í lyginni eða lyginn hjúpaður sannleik! Og útfrá henni áttum við að sanna að sanna yrðingin: það má ekki trufla í tíma! væri ósönn og ósanna yrðingin: það verður engin árshátið! væri sönn! Þetta vakti mikla gremju hjá mér og svaraði ég einhvernvegin svona : Þetta er steypa!(svo reyndi ég að bulla einhverja stærðfræðilega útskýringu en endaði einhvernvegin svona:) en það sem máli skiptir er að það er alltaf hægt að leika sér með stærðfræðilegar röksemdir á samfélaginu en fá þær sjaldnast hljómgrunn eða njóta almennrar hylli. Arrg ekki minnkaði gremja mín svo þegar hann sagðist ætla að hafa annað skyndipróf á miðvikudaginn næsta en það er að minnsta með okkar vitund en ég verð að stjórna útvarpsþætti á þriðjudegi þannig að lítill tími gefst til lærdóms. Á allt þetta bætist að það er handboltaæfing í dag sem er byrjuð og sennilega að enda í þessum skrifuðu orðum en þjálfarinn hafði hringt í mig í gær og sagt að það yrði engin æfing svo ég fór á bæarrölt símalaus og missti af endurnýjuðum skilaboðum en heil og sæl að sinni.

Hafið þið tekið eftir að bloggið mitt fer hríðversnandi? iss og ææ



sunnudagur, febrúar 01, 2004

Drottinn minn guð!
Á fimmtudaginn í hádeigishléinu kom hún Vigga guðdómlega skólasystir mín og vinkona til að frelsa mig frá amstri dagsins og taka mig með sér í bænastund. Þangað fór ég , Hildur danska og Sigrún ofviti. Þeir sem þekkja mig vita að ég trúi ekki á guð og lét ekki ferma mig. En ég trúi á það góða í manninum. Ég vissi því tæpast við hverju ég ætti að búast í bænastundinni. En við, þetta fríða föruneyti, héldum upp í hátíðarsal til að vitja hins myrkra herra (hohoho nei nei bara spaug hins mikla herra auðvitað). Nú svo var myndaður helgihringur bænarinnar (að ég held) þar sem við héldumst í hendur. Svo voru fundin til bænarefni og hún Vigga yndislega var svo væn að bjóða mér að koma með einherja fallega bæn en þar sem ég var ekki viss um hvernig bæn var verið að biðja um stakk ég upp á að við myndum biðja fyrir góðum árangri í handboltaleik sem ég átti að fara taka þátt í það sama kvöld. Nú það var greinilega ekki á hverjum degi sem það var gert. Sumir stungu upp á að K.F.U.M. fundurinn myndi ganga skikkanlega, aðrir vildu að beðið urði fyrir bágstöddum og enn aðrir vildu blessa þá sem höfðu lent í umferðaslysi eða einhverjum öðrum hremmingum. Nú ég sem hafði nú soldið séð eftir að hafa ekki komið með betri bæn ákvað ég að reyna að bæta upp fyrir það og viðraði þá hugmynd mína að biðja fyrir stráknum sem var skotinn í misgripum fyrir villisvín! Það gerðist sem sagt í alvörunni í Frakklandi á dögunum að faðir - á villisvínsveiðum - skaut son sinn af því að hann líkist svo vil - já villisvíni. Svo fór hún Vigga að lofsama guð og þakka honum fyrir hitt og þetta og bað hann um að leggja blessun sína yfir strákinn sem hafði verið skotinn í misgripum fyrir villisvín en þó að það sé nú sorglegt þá fannst mér og Hildi það samt virkilega fyndið (já já sjúkur húmor en engin mannvonska) og gátum ekki hamið okkur og í þessari alvöruþrungnu bænarstund og sprungum úr hlátri. Hlutum við fyrir þetta hneykslanlegt augnaráð frá sumum biðjendanna en við það hljóp einhver púki í mig og kvaðst ég vera andsetinn sem mér fannst voða fyndið en þeim húmor vildi enginn þeirra deila með mér svo ég gerði mitt besta í að bæla niður flissið og halda áfram. Eftir að drottin hafði smurt tungu okkar svo við gætum talað máli hans, þökk sé Viggu, lauk þessari helgistund en þess má geta að ganni að handboltaleikurinn sem hafði hlotið blessun gekk mínu liði í hag og það er alls engin tilviljun :)

Í gær þ.e.a.s. laugardaginn var svakalegt stuð en þá fór ég með Aríel í klifurhúsið að berjast og svo í IKEA þar sem margendurteknar tilraunir voru gerðar til að ræna ráðviltum börnum í barnalandi (múhaha það var fjör). Svo fórum við heim til mín að baka en borðuðum allt deigið og urðum að búa til nýtt mikið stuð mikið gaman. En nú verður þetta ekki lengra að sinni hittumst heil !