Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

laugardagur, apríl 24, 2004

Eins og í Kill Bill !

Var að tala við Írisi áðan í gegnum síma. Það er kannski ekki frásögu færandi nema að í miðju samtalinu var ég orðin full af sálarangist og almennum pirringi. Sá pirringur stafaði líklegast útaf óperuferð sem farin var með Leifi og þar sem við vorum bæði þreytt þoldum við ekki 2 tveggja tíma hátíðnivæl. Stingur Íris þá upp á að ég kýli púða til að fá útrás. Þar sem enginn hentugur púði var í augnsýn ákvað ég að fótaskemill væri ágætur staðgengill púða. Bað svo Írisi um að bíða meðan ég gengi í ,,skrokk" á skemlinum. Svo kreppti ég hægri hnefann og þrykkti honum í skemilinn. Þá heyrðust brak og brestir og ég dró úr högginu. Það var þó ekki nóg því stærðarinnar sprunga hafði myndast. Hvellurinn sem kom við höggið var nægur til að pabbi kom þjótandi inn í stofu.

Pabbi: Hvað gerðist? Hvaða hvellur var þetta?
Saga: (Heldur furðulostinn á skemlinum) uhh... það kom sprunga í skemilinn.
Pabbi: Hvernig? Hvað gerðist?

úff nú voru góð ráð dýr hvað gat afsakað þetta? Eftir þó nokkur umm... ehh.... ja hvað skal segjast... Mundi ég eftir Kill Bill sem ég sá núna í vikunni og kom með lúalega afsökun:

Saga: Ég var bara að reyna að vera eins og Uma í Kill Bill!

Pabbi hugsaði sig smá um og sagði svo: ,, Ekki standa á skemlinum hann þolir það ekki!".

Saga: Ha? (reyndi að muna eftir e-u atriði þar sem Uma hafði verið að hamast upp á fótaskemli, það tókst ekki) Já einmitt þetta var óvart!

Pabbi er stundum ansi skemmtilegur. Hann náði allavegana að kæta mig og Írisi sem hlógum lengi á efir. Nú er ég orðin verulega lúin og ætla að halda í bólið. Vonandi verður eyjaleik frestað, orka ekki. Býð ég ykkur góða nótt í boði pabba: ,, Farðu að sofa áður en þú skemmir e-ð fleira"

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim