Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

laugardagur, september 24, 2005

Einu sinni tapaði ég í ræðukeppni og samdi um það ljóð:


Það að tapa!

Ég tapaði!
Ég var tekin í ósmurðan analinn!
Mig langaði hvort eð er ekkert að vinna þessa asnalegu keppni!
Ég er tapsár!


Í gær tapaði ég ekki í ræðukeppni, nema þá kannski innanliðsræðukeppni. Ég samdi ekki neitt ljóð um það.
Á furðumannabóinu í gær hvarf jakkinn minn og allt sem í honum (veski, penni, blað o.fl.) og á honum (fínasta næla) var. Sökum kulda fékk ég leyfi hjá aðalkonunni til að taka e-n rónajakka, sem hafði verið skilinn eftir, til að verða ekki úti á leiðinni heim. Rónajakkinn, sem er stór og svartur, undirstrikar ekki kvenlegan vöxt minn né dregur fram bláa litinn í augunum. Þetta er augljóslega hið versta mál svo ef e-r veit um svarta kvenlega jakkann minn má sá og hinn sami láta mig vita og ég skal borga honum í epli eða eplum, fer eftir skapi.

Í dag stakk ég fingrunum óvart í innstungu og fékk raflost. Það var óstuð. Svo settist geitungur á hálsinn á mér þegar ég var að fá mér sallat. Það var ósuð.

P.s. Ef e-r saknar svarta risajakkans síns er óvitlaust að spjalla við mig.

fimmtudagur, september 08, 2005

Stupid fuck

Ásgeir er á leiðinni. Ég bað hann um að færa mér kótelettu. Ég er búin að ákveða að ef hann færir mér kótelettu þá sé hann góður. Annars er honum sama um langanir mínar. Spennandi að sjá hvað setur.
Um daginn fór ég til Danmerkur með Herdísi. Það var reyndar svolítið mikið um daginn. Danmörk var góð og Herdís líka. Svo fórum við með lest til Svíþjóðar og Herdís fór með mig til Lundar, uppeldisstaðar síns. Ég varð strax hrifin af Lundi. Þar var hægt að tína eða stela, eftir því hvernig er litið á þetta, eplum beint af trjánum. Það gerði ég. Oft. Eiginlega tíu sinnum í allt. Við vorum einn dag í Svíþjóð. Góðan dag. Eða hann var góður þar til ég gróf mig á kaf í girnilegan rifsberjarunna. Þar var e-ð, já ég endurtek e-ð sem stakk mig til blóðs. Herdís sagði það lömunarkónguló en svo var ekki raunin. Dagurinn varð samt aftur góður þegar ég fékk indverskt og unaðslegt chai-te. Svo fórum við heim. Heim til mömmu og pabba sem sóttu mig ekki á flugvöllinn. Ég, heimasætan sjálf, var látin taka rútu. Mér leið mjög óelskaðri.
Svo er skólinn byrjaður. Heimavinnan líka. Og margt annað óspennandi í kjölfarið.
Á handboltaæfingu í dag sagði Sóley markmaður mér frá blog.central.is síðu sem þær stöllur mínir halda úti. Ég er með fordóma gagnvart blog.central.is-síðum og folk.is-síðum. Sama hvað er skrifað á þær finnst mér það koma gelgjulega út. Þessi sama Sóley er líka kennari og eflaust alkemisti og hún kennir eflaust í Svartaskóla og þá eflaust andsetnum börnum. Hún er sumsé alveg svakaleg. Það eru hinar stelpurnar líka. Þær tala allar dulmál þar sem lykilorðið virðist oftar en ekki vera ,,KEMUR" en það hrópa þær í tíma og ótíma. Þar á milli tala þær um að stoppa færslur á tölustöfum eða skella blokk á þá. Kannski er þetta háþróaður stærðfræðihúmor eða bara íþróttamál. Kannski er ,,finnta" reikningsaðgerð rétt eins og deiling en kannski bara e-ð trikk svona eins og 4cd* hjá brettaköppum. Sumar þeirra eru frá öðrum löndum. Tala útlensku. Ég kann líka útlensku: Javahavatrallala. Ég las allavegana um mann sem talaði útlensku. Þannig það má næstum segja að ég sé heimsborgari. Þær eru þó ekki alltaf skessulegar með trjákvoðu á höndunum. Stundum eru þær sætar og góðar. Ef þær verða sætar og góðar á morgun þá ætla ég að gefa þeim köku. Þá segja þær kannski undurblítt: ,,Fjórir hægri, vinstri bjé!" eða segja mér að ég sé ekkert svo ,,flöt". Þá verð ég glöð og segi ,,Javahavatrallala"
Ásgeir kom en gaf mér ekki kótelettu. Hann gaf mér súkkulaði. Hann veit nefninlega að ég borða ekki kótelettur. Hann er svo klár hann kærasti minn. Áðan bennti hann t.d. á kringlótta tækið sem pípir stundum og þá aðalega á morgnanna og sagði spekingslega: ,,Þetta! Þetta Saga, er klukka og þetta stóra prik þarna kallast stóri vísirinn!" Hann veit nefninlega alveg sumt. Hann sagði þetta reyndar ekki. Hann sagði: ,,Mér er illt í maganum og ég ætla heim"! Ekki það að það sé e-ð minna gáfuglegt heldur hið fyrra.
* Það hlýtur að vera e-ð brettatrikk sem heitir 4cd