Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Ég er ekkert byrjuð að læra en hugga mér við það að ég er bara í þriðja bekk. Á fótboltaæfingu í dag vorum við látin dansa hinn klístraða sparkdans og svo spiluðum við hálfgerðan strandbolta. Svo fór ég og Ásgeir í sund og fengum okkur ís á eftir. Guðdómlegur ísinn í ísbúðinni hjá melabúðinni (of mikið af búðum í þessari setningu).

Á handboltaæfingu um daginn var fjör. Einhver Dani hafði ákveðið að sjórna... nei kjánaspítur hinn alræmdi orðhákur var ekki rekinn eins og fyrrum fótboltaþjálfarar mínir hann var bara leyfa hinum að prófa. Þegar Daninn vildi að markmaðurinn gerði e-ð hrópaði hann að mér skildist ,,boldemand þetta boldemand hitt" en afhverju að kalla markmenn boltamenn útileikmenn eru boltamenn. Þá var mér hugsað hvað Danir væru nú alltaf öfugsnúnir ég segi Danir því eins og ég best veit þá er íslenskan eldra mál. Algengt dæmi um öfuggahátt (ekki þesslags þó) Dana: dyne-rum.
Þegar ég var farin að fussa og sveia yfir þessum orðasnúningi öllum var mér fljótlega gert grein fyrir því að hann hrópaði í raun ,, målmand þetta målmand hitt" svona getur heyrnin gert skemmtilegan misskilning.......NEI

Daninn reykti líka og hann hætti ekki þó að ég kallaði að honum: ,,det er usundt at ryge" Óþekktarangi!

Vi ses!


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim