Sólarorka!
Sólin skein í heiði í dag og gaf mér aukna orku. Ég verð belja á vorin! þ.e.a.s eins og þegar þeim er hleypt út eftir margra mánaða inniveru. Þvílíkur gleðigjafi sem sólin er. Ég er ekki frá því að ég sé nokkrum freknum ríkari eftir daginn.
Hefði viljað fara í sund eða bara ganga Esjuna en því miður er stærðfræðipróf á morgun. Ég var samt ansi sniðug að mér fannst og lærði úti á svölum í sólinni. Ég sló líka metið mitt í að halda á lofti. Ef það er e-ð sem gæti hafa svert þennan ljúfa dag var það þetta:
Óska ykkur litríks dags!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim