Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

föstudagur, október 31, 2003

ojæjja var að koma af handboltaæfingu þar sem markið virtist alltaf vera á einhverjum öðrum stað en þar sem boltinn minn skaust. Þetta var að sjálfsögðu ekki vegna þess að ég er léleg... nei þvílík fjarstæða það var markið sem var á vittlausum stað! Ég lét þjálfarann samstundis vita en hann aðhafðist ekkert, hristi bara höfuð.... en hann var greinilega sammála mér og saman hristum við höfuðið yfir bansettu markinu sem vildi ekki vera kyrrt.

Það var víst eitthvað rugl á þessu prófi mínu hlýtur að vera fyrst að Aldís, Soffa og önnur ómenni voru að fá ,,fullkomin kærasta" en það stemmir ekki! Þannig að ég ákvað að skella öðru inn og þar sem ég er að fara á bíó í kvöld fannst mér þetta við hæfi :

CWINDOWSDesktoplionking.jpg
Lion King!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

Jamm mér til mikillar ánægju var ég konungur ljónanna en þeir sem mig þekkja vita að það er óskarsmynd í mínum augum þannig að ég er mjög sæl.

Það er víst einhver misskilningur um ,,yndi dagsins" sem ég hef verið með í seinustu tvö skipti sem ég bloggaði sé sú manneskja sem ég fell hug til en það er rangt. Samkvæmt íslensku orðabókinni er yndi: -is 1 unaður, sæla, ánægja > lifa í yndi / festa(nema) yndi á e-m stað (e-s staðar) una sér (e-s staðar) / njóta yndis með e-m 1 eiga unaðstundir með e-m 2 hafa samfarir við e-n * í ávarpi > yndið mitt 2 yndisleiki

Nú ? allt í lagi samkvæmt henni girnist ég Jóhann og Einar á allt annan hátt en ég sjálf vissi um skv. skilgreiningu nr. 2.......... en nei ekki aldeilis ég var bara að nota þetta í seinustu mynd orðsins sem sagt í ávarpi og hana nú!

Svo hef ég eina spurningu til ykkar lesenda. Á ég að hætta að blogga mikið í einu og byrja skrifa snubbótt? Já lesendur góðir ykkar er valið eða eins og einhver myndi orða það boltinn er hjá ykkur!



þriðjudagur, október 28, 2003

Færsla dagsins er tileinkuð Skapta Norðmanni, áhanganda mínum ;)

Í dag ætla ég að gleðjast. Gleðinni valda ýmsar hindranir sem ég hef nú yfirstigið svo sem dönsku kjörbókarritgerð sem átti að skrifa á 40 mínútum og strembið sögupróf.

You're Perfect ^^
-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla

Þetta er niðurstaðan sem ég fékk úr einhverju prófi hér á dögunum sem fékk mig til að hugsa afhverju í ósköpunum ég ætti þá ekki kærasta. Þessi hugsun breyttist brátt í reiði gagnvart strákum sem hafa á einhvern hátt kosið að líta framhjá hæfileikum mínum á þessu sviði! En ég er fljót að fyrigefa þannig örvæntið ekki! Ég hef íhugað að bjóða upp á viðtalstíma í framtíðinni þar sem allir þeir strákar sem sjá að sér geta beðist fyrigefningar og möguleikar þeirra á að kynnast mér nánar verða ræddir undir kertaljósi kertið verður líklegast ekki rómantískara en spritt.... þ.e.a.s. sprittkerti (hahaha). þau verða svo líka tent alla helgina (sökum aðsóknar) þannig að ég þyrfti eiginlega að kaupa heilan lager af kertum og hvergi er ódýrari kertalager en einmitt hjá spritt-samsteypunni. En eftir að hafa hugsað þetta þyli fattaði ég að þetta myndi náttúrulega hindra alla umferð í hverfinu mínu þar sem yfir sig ástfangnir strákar myndu standa og þylja ástaróði á hverju götuhorni í nágreni mínu. Svo felldi pabbi líka tillöguna er ég bar hana fram. Honum hefur eflaust ekki litist á að heill her af strákum gengi á eftir mér. Honum finnst víst bara betra að eiga einmana óelskað dóttur...

Yndi dagsins:
Einar Bjarki: Hann er algjört yndi og og virkilega hlýr strákur þó að hann sé stundum soldið önugur við mig. Úff ég held að mér sé farið að þykja vænt um hann þó ég þekki hann sáralítið. Ég get þó ekki látið vera að nefna það að hann er stundum óþolandi gáfaður en ég held að það sé líka bara smá öfund í mér ;)

Auli dagsins:
Leikfimiskennarinn hún Ragna Lára fyrir að gera þær kröfur til mín að ég væri uppfull af samhæfingu (handahlaup)

p.s. ég biðst líka velvirðingar gagnvart öllum þeim sem finnst að íslenskum máltækjum sé misboðið hér en það vill stundum gerast að þau ruglist saman í mínum brenglaða kolli.


fimmtudagur, október 23, 2003

jæjja loksins kem ég mér til að blogga aftur af eintómri skildurækni (ég reikna með að það séu nokkrar villur í þessari setningu svo endilega commentera).
Ég er heimskt fífl! Ég er aftur orðin veik! Einfaldlega vegna þess að ég fór of snemma í skólan seinast. En í­ haustfrí­inu fór ég með handboltaliðinu til Akureyrar. Það var sko engin sæluferð get ég sagt ykkur heilir fimm tí­mar í­ rútu. Þegar þangað var komið fórum við að keppa við heimamenn og bárum sigur úr bí­tum. Svo var farið á Greifann til að borða. Þar pöntuðu allir (meira að segja meistaraflokkur) sér flatböku eða hálfmána sem er eitthvert afbrigði af flatböku nema ég sem pantaði mér tagliatelle með humarhölum sem var alveg mjög gott. Eftir það var haldið í­ Brynju, fyrir þá sem ekki vita hvað Brynja er þá hef ég bara eitt að segja við ykkur: fí­fl... nei nei en Brynja er er eitt af útibúum paradí­sar hér á jörðu þar sem í­s er dreift til dauðlegs mannfjöldans í­ tonnatali en það er reyndar ekki alveg svona gott eins og það hljómar því þessi guðdómlegi klaki kostar morðfjár en Ãþað er eitthvað sem hættir að skipta máli þegar þú hefur bragðað herlegheitunum! Þar keypti lýðurinn sér í­s þ.e.a.s. allir nema ég því­ mér var hálfóglatt. En tók það loforð af Írisi að við færum aftur næsta dag til að kaupa okkur bragðaref er mér hefði batnað í­ maganum. Svo fórum viþ ,,heim", í­ leiguíbúð í­ blokk sem var stödd svona í Kópavogi Akureyrar. þar var horft á sjónvarp fram eftir nóttu en var þá sem ég uppgötvaði að mér hefði slegið aftur því ég fékk hrikaleg kuldaköst þó ég væri hlaðin sefnpokum og fullklædd og var kominn með hljómljótan hósta. Svo sofnaði fólkið og enn og aftur var ég undantekning. Um morguninn hringdi ég svo í­ mömmu og tilkynnti henni vanlíðan mí­na sem olli mömmu verulegum áhyggjum og hún vildi helst senda mig heim með flugi en ég neitaði vitandi að það yrði rándýrt. Þegar hinir voru vaknaðir fór ég með Írisi í­ nærstætt bakarí. Þar gerði ég þá regin skisssu (commentera hvort það sé með ybsiloni eða ei) að kaupa mér peru AB mjólk þar sem ég hafði heyrt að AB mjólk væri góð við velgju en svo var ekki mér leið bara enn verr. Eftir þessa bakarísferð ákvað ég og Íris að fara í ísleiðangur. Það var byrjað að snjóa og ég var sífellt hóstandi og hrækjandi (ekki mjög dömuleg að vanda). Við rötuðum ekki en tókum sénsinn á að ramba á hana Brynju okkar. Eftir dágóða stund þegar Íris hélt að við værum komnar á þjóðveginn, sem mér fannst frekar fyndið því við vorum í raun á malarvegi lengst upp í hlíð töluvert fjarri þjóðveginum sjálfum, vildi Íris gefast upp og fara bara í­ einhverja sjoppu! ég neitaði því að sjálfsögðu og dró hana lengra með mér í óbyggðirnar þangað til að við okkur blasti frekar stór bygging. Þar var hægt að lenda þyrlu og því dró Íris þá ályktun að þetta hlyti að vera einhverskonar leyni-hús! Hún vildi að við drifum okkur í burtu en ég var full ævintýraþrá og neiddist hún því til að velja á milli mín lasarusins eða ,,þjóðvegsins". Íris er væn stúlka og skildi mig því ekki eftir eina hjá húsinu dularfulla sem reyndist í raun vera sjúkrarhús Akureyrar. Þar var okkur bent á stystu leið í Brynju. Í Brynju gæddum við okkur á ísnum gómsæta. Svo var vandinn að rata ,,heim" en það reyndist okkur nú auðveldara. Er ,,heim" var komið sofnaði ég og svaf fram eftir degi. Á meðan ég dvaldi í ­ draumalandi pakkaði Íris öðlingur dótinu mínu saman. Svo þegar við höfðum horft á meistaraflokk keppa, fengið okkur subway og hangið aðgerðalausar í rútu aðra fimm tíma komumst við til Reykjarvíkur um 24:00. Þar sótti pabbi mig og gaf Írisi far. Þegar við höfðum keyrt Írisi heim sagði pabbi mér þær gleðifregnir að brauðtertan sem hann hafði sagt mér að mamma hefði komið með heim handa mér í barnaafmæli væri í raun marsípanterta. Þetta kætti mig óneitanlega og enda var líka ráðist á ,,brauðtertuna" og eitthvert dásamlegt ví­narbrauð sem pabbi hafði keypt um morgunin og var voða gott ef það yrði hitað í örbylgju örskamma stund.

En áður en ég hélt í þessa Akureyrar ferð var árshátíð í skólanum mínum. þar var rífandi stemning þökk sé Pöpunum sem spiluðu svo skemmtilega hallærislega tónlist þannig að hver sem er gat dansað með. Þannig gat ég til dæmis hoppað og sveiflað höndunum mjög ókvennlega án þess að eftir því yrði tekið. Svo var lí­ka svo gaman því að ég var svo ólík sjálfum mér í útliti því hún yndislega yndislega frænka mí­n hún Tinna ofurgella hafði dressað mig upp svo ég var næstum óþekkjanleg. Þess vegna var ég mjög ófeimin því hver gat þekkt mig með eyrnalokka? Ég hef ekki göt í eyrunum og hvern hafði grunað að þetta væri jú samt Saga með smellu-lokka. Bekkjarbræður mínir voru líka afar vel til fara og þó báru þeir Jósi og Ómar af. Jóhannes með rautt flauelisbindi og Ómar í fagurrauðri skirtu. Allt saman afskaplega smekklegt.

Í gær hélt ég svo fyrirlestur um gríska höggmyndalist í skólanum. Fyrirlesturinn var vel skrifaður enda hafði mín velgefna móðir lesið hann duglega yfir en ekki var hann jafnvel fluttur þar sem þvoglumælska og rám rödd háði mér.

Í dag er ég svo veik heima meðan skólasystkini mí­n kanna furðuheima frumsteinda og bergtegunda.

auli dagsins: Jórunn kona sem hringdi fyrir stuttu og hélt að ég væri móðir mín.

svo er jóhann bekkjarbróðir minn uppáhaldið mitt fyrir að vera dásamlegur þegar hann er hann sjálfur.




þriðjudagur, október 14, 2003

Væl og vol! Ég er veik. Ég mátti svo sem búast við því þar sem Ég gerði þau reginmistök að umgangast Evu (sem var veik).
Á laugardagsmorgun var ég haldin þeirri undarlegu þráhyggju að vera heimilisleg og ákvað þess vegna að baka döðlubrauð. Ég sullaði saman öllu því sem í uppskriftinni stóð og skellti í ofn. Útkoman var vægast sagt hræðileg! Ohh mig klí­gjar við tilhugsunina! ,,Brauðið" var einskonar döðlu, hnetu og spelt massi sem var bæði þungt og vont í maga. þetta lét ég samt inn fyrir mí­nar varir og það í­ miklu magni til að reyna sannfæra mig og aðra sem þurftu að horfa upp á óskapnaðinn að ég væri alls ekki slæmur kokkur. Ég komst svo að því­ svona um hádegisbilið að uppskriftin sem ég hafði stutt mig við var einhver gí­ga heilsuuppskrift og því­ var ekki að furða að útkoman varð eins og hún var! Um kvöldið kom svo Eva, Tommi Gunn, Gunni, Gulla, Þorgils, Sigþór og Erik heim til mí­n á svo kallað Mel-kvöld þar sem langþráður draumur minn um að horfa á Braveheart í þriðja sinn rættist loksins.
Svo á sunnudagsmorgun fann ég að ég var orðin veik og pabbi sagði mér að mæla mig en ég brást hin versta við kvað það vera óþarfa. Ég vissi vel að ég var með hita en ég vissi einnig að ef pabbi vissi það þá myndi hann banna mér að keppa. Gulla kom og sótti mig stuttu seinna og við keyrðum upp á Leiknisvöll þar sem leikurinn átti að fara fram. Fyrir þá sem ekki muna hvernig veðrið var á sunnudaginn kemur hér örstutt veðurlýsing: Skýað (regnþykkni) og rigning eða súld með köflum, stinningskaldi og hitastig í kringum 2°. Það gæti vel verið að veðurstofa Íslands sé mér ekki alveg sammála en svona upplifði ég a.m.k. veðráttuna síðastliðinn sunnudag. Leikurinn hófst svo um eitt leytið og húkti ég því­ inn á¡ vellinum í­ rúmar 40 mín eða þar til flautað var til hálfleiks en þá var staðan 2-0 valsmönnum í­ vil. Þá skaust ég inn á klósett og og lét heitt vatn gæla við gegnumfrostna fingur mí­na þangað til seinni hálfleikur byrjaði. Dröslaðist ég þá inná aftur og var þar uns við náðum að jafna 2-2 en þá rann upp fyrir þjálfara mínum (Jónu) ljós og hún hefur eflaust hugsað sem svo ,, nei Jóna nú gengur þetta ekki lengur ég get ekki látið hana Sögu vera inná mikið lengur, nóg er komið af góðmennskunni hjá mér", og því­ var ég tekinn útaf. Hljóp ég svo inn í­ klefa og hafði fataskipti þar sem blaut og köld föt þurftu að ví­kja fyrir þurrum og hlýjum. Leiknum lauk 2-3 fyrir okkur. Íris knáa knattspyrnukona kom okkur yfir með mark beint úr hornspyrnu með sínum fræga snúningsbolta. Er heim var komið var ég mæld enda skalf ég eins og hrísla og mældist ég með 39,eitthvað stiga hita sem þýddi að ég yrði að vera heima næsta skóladag mér til mikillar gremju.
Mánudeginum eyddi ég svo að mestu hálfsofandi upp í­ rúmi og ekki dró til tíðinda fyrr en hann faðir minn kom til mí­n í­ hádeginu. Þá lá ég einmitt og var að reyna að sofna en það var erfitt þar sem ég gat ekki hætt að reikna út hliðar og horn þríhyrninga af einhverjum ástæðum. Er það hafði næstum tekist (það að sofna) kom hann inn til mí­n og tilkynnti mér að hann væri að borða dásamlega kleinu og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað mér leið miklu betur við þessar fregnir. Stuttu seinna kom hann aftur inn og spurði mig.... æ ég skrifa bara samtalið upp:

pabbi: Saga vilti kleinu ?
Ég: nei
pabbi: Þær eru mjög góðar.
Ég: já
pabbi: ef þú hitar þær í­ örbylgjuofninum í­ 20 sek eru þær ein og nýbakaðar.
Ég: já
pabbi: viltu þá ekki kleinu ?
Ég: nei
pabbi: Þú telur þá bara upp á tuttugu eftir að þú setur þær inn og tekur þær síðan út.
Ég: já
pabbi: Ég er búinn að fá mér tvær kleinur og það er ein eftir.
Ég: já
pabbi: Þú færð þér bara á eftir.
Ég: mm

Um kvöldið pöntuðum ég og pabbi svo sjávarréttapizzu sem bragðaðist ótrúlegt en satt ekki illa (mamma var samt ekki alveg sammála okkur) og horfðum á Braveheart þar sem Gunni var svo elskulegur að gleyma henni.

það var mjótt á munum er ég átti að velja aula dagsins en fyrst og frems er það Inflúensa af A-stofni fyrir að taka sér bólfestu í­ mér og einnig er það hún Heiðrún bekkjarsystir fyrir að halda uppi ýmsum ranghugmyndum um mig.




föstudagur, október 10, 2003

Ó þvílíkar hörmungar sem dundu yfir á miðvikudaginn...
Ég lá og var svona hálfsofandi þegar mamma kallar á mig í matinn svo ég stekk á fætur vitandi af girnilegum kjúkklingarétti en viti menn hvergi voru hrísgrjon á borðum! Ég var ekki lengi að krefjast svara hjá mömmu en hún sagði að hana langaði ekki í hrísgrjón! Hugsið ykkur ekki hvarflaði að henni að mig kynni að langa í hrísgrjón! Nú voru góð ráð dýr engin hrísgrjón handa heimasætunni! En ég lét ekki deigan síga heldur brá að það ráð að redda þessu í snarhasti og sjóða hrísgrjón í örbylgjuofninum. Þá var bara að finna ílát undir grjónin, þar sem ég er ekki vel að mér í örbylgjuofnafræðum þá fannst mér pottur fyrimindar ílát svo gerði ég eins og Berneys hrísgrjónakall sagði og stillti á það hæsta í fimm mínútur. Ekki leið á löngu þar til þvílíkur fnykur barst um allt hús, þá var ég farinn að halda að hann Berneys góðvinur minn væri kannski eitthvað skemmdur. En svo var ekki. Potturinn var farinn að bráðna inni í örbylgjuofninum og eitruðum gasgufum lagði um íbúðina svo við flúðum út á svalir til að fá súrefni. Þegar við höfðum staðið þarna í smá stund og pabbi var búin að spurja mig svona hundrað sinnum hvort ég mundi ekki eftir því þegar við vorum uppí sumarbústað og hann sagði að það mætti ekki setja pott né egg í örbylgjuna ( en ég mundi bara þetta með eggið ), þá datt pabba það í hug að kannski væri sniðugt að skipta við hrísgrjónarpottinn þ.e.a.s. hann færi út á svalir og við kæmumst aftur inn. Það var svo gert og svo var borðaður allslaus (hrísgrjónarlaus)kjúkklingaréttur inn í stofu þar sem þar var minni fnykur.

Auli dagsins: Herdís Stefánsdóttir (betur þekkt undir nafninu horrenglan) fyrir að láta mig ekki vita að hún var í fríi í fyrsta tíma svo ég kom næstum of seint í skólann.




miðvikudagur, október 08, 2003

jamm og jæjja hér ætla ég að skrifa allt það hörmulega og líka það sem er ekkert svo hörmulegt sem ég geng í gegnum. Ekki það að ég ætla að leggjast í einhverja sjálfsvorkun þó ég hafi nú alveg efni á því ;)
En fyrir þá sem hafa ekki haft vit á því að kynna sér mig strax þá er ég saga betur þekkt undir nafninu Saga dans une voiture en það kalla mig bara mínir bestu vinir t.d. hún Sigrún ... nei hún er reyndar ekki besta vinkona mín en hún er æði samt sem áður því hún hjálpaði til við uppsetningu þessarar síðu eða reyndar kom henni á stokk.
Og svo er annað sem þið þurfið að vita um mig en það er að ég er hræðileg í stafsetningu ( þökk sé Þorkeli íslensku kennara mínum í barnaskóla, sem var ofboðslega stór og slánalegur og gekk alltaf í sömu fötunum. Þangað til einn dag mætti hann í glænýju dressi sem vakti mikla kátínu meðal okkar krakkana og sagði okkur frá því að hann hafði einnig keypt sér glænýjan bíl meira að segja hálfgerðan sportbíl. Kennslustundin hélt svo áfram þangað til að mikill hvellur barst að utan og truflaði friðinn sem hafði ríkt fram að þessu, skömmu eftir það kom skólastjórinn að sækja Þorkel því einhver vittleysingur hafði keyrt á bílinn hans. ) þannig að ekki láta ykkur bregða ef þið rekist á eina stafsetningavillu eða svo því þær eru alveg meinlausar í hófi en þegar þær eru orðnar margar þá geta þær sko sameinað styrk sinn og er þá ekki gott að verða á vegi þeirra!
en þetta var bara svona örstutt kynning á mér og til að búa ykkur undir það sem framundan er.

Fyrst allir bloggarar eru með svona eitthvað dagsins og þar sem ég lofaði Tomma bekkjarbrósa að lítillækka Gunna með að minnast eitthvað á eitthvað sem ég man ekki þá get ég samt ekki svikist undan þannig að:

aumingi dagsins er: gunni fyrir að vera með eitthvað athugarvert nálægt vörinni. Þeir sem skilja þetta ekki heldur eru beðnir um að hafa samband við Tomma A ( betur þekktur undir nafninu næst sætasti tommi ;) eða bara pókeimon tommi)