Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

mánudagur, febrúar 28, 2005

Ha?

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Órómó
,,Órómó" er skemmtilegt orð. Það er ,,leikleysa" líka.

,,Óróma" gæti líka orðið skemmtileg sögn: ,,Nei, hún var bara e-ð að óróma, skyrpa súrmjólk upp í hann og annað jafn órómó.

,,Leikleysa" gæti líka orðið skemmtileg sögn: ,,Stelpur, leikleysiði!"

Það er gaman að segja ,,órómó" oft. Það er hinsvegar ekki gaman að segja ,,leikleysa" oft.

Órómó yrði líka gott nafn á sögupresónu. Ef ég frétti af þeim manni sem heitir Órómó þá ætla ég að senda honum eftirfarandi bréf:

Órómó

Órómó, Órómó! Ó Rómeó!

Órómó, vertu minn Rómeó!

Eða ertu kannski órómó?

Ég myndi hinsvegar ekki vera jafn spennt að senda manni að nafni Leikleysa bréf!

Svona er heimurinn skrýtinn og ég þreytt eða öfugt!


miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Annríki er mér erfitt fyrirbæri, þó aðalega þegar aðrir glíma við það!

Nú sefur Sigrún Hlín í bólinu mínu. Hún heldur fyrir vit sér. Hún er sæt. Hún svaf ekkert í nótt. Þess vegna svaf hún í skólanum og teiknaði leðurblökueyru á Frigg ásynju í fyrirlestrinum sínum. Ég ætla að vekja hana á eftir svo hún komist á kóræfingu.

Ég á marga góða vini sem gera mig heillaríka. Takk góðu vinir.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Nýtt döðlubrauð með smjöri og heitt heimatilbúið kakó er gott.

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Skjótt skipast veður í lofti!
Hah! Tíu mínútum eftir skrif seinasta pósts fann ég eina jarðhnetur í kápuvasanum mínum frá því ég fór seinast í tíu ellefu! Þessi eina illa fengna jarðhneta var allt sem þurfti til að kæta mig. Stuttu eftir það sá ég sætan strák, sæti strákurinn kyssti mig, sæti strákur! Næst hitti ég Einar með rassinn sem keypti handa mér kakó með rjóma, það var gott, góði Einar. Mér og Höllu gekk svo afskaplega vel að kynna MR að við fengum að taka tvo hópa sem þýddi að ég slapp við söguprófið með rektorsleyfi. Eftir skóla hitti ég svo littla sæta frænku sem sagðist elska mig, ég elska hana líka. Um kvöldið fékk ég epli og strák, sætan strák.
Ég er eins og kona á breytingarskeiðinu- fljótt upp og fljót niður. Í kvöld verður árshátíð!

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Angist, örvænting og fleiri stór orð!
Frumsýning á mánudaginn, fara ólærð í sögupróf, fara óundirbúin að kynna MR á eftir, foreldrarnir óðir, ég er búin að skrópa á handboltaæfingum og fótboltaæfingum. Ég hef einfaldlega ekki tíma til að lifa!
Í þokkabótið er ég svöng. Ég skil ekki afhverju verandi nýbúin að borða... mikið!
Ó mig auma!

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Nú er gamla parið sem býr fyrir neðan mig búið að missa það. Klukkan er hálf tvö og þau gaula þjóðsönginn eins og þau eigi lífið að leysa! Mér þykir samt ótrúlega vænt um þau. Þau eru blíð og góð og betri nágranna hef ég aldrei átt. Einu sinni bjó kona fyrir neðan mig - við kölluðum hana Sillu eiturpillu, hún var ekki góður granni. Ég var henni reyndar ekki góður granni heldur, ég grét hátt og frekjulega og hoppaði af bræði svo að ljósakrónan hennar hristist, því systur minni hafði tekist að skipta af cartoon network yfir á MTV. Ég og Leifur fórum síðan einu sinni í keppni um hver gæti hrækt lengst af svölunum mínum en því miður lenti allur hrákinn á hennar svölum sem við síðan þurftum að þrífa. Nanna, sem býr fyrir neðan mig núna ásamt Hirti sínum er mikil gæðakona. Hún át einu sinni stóran rauðan tjillípipar sem hún fékk sendann að utan en hélt að væri paprika!

Ekki sniðugt: Skátaferðir!
Sniðugt: Skátasímar og skátamjöður!