Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

laugardagur, mars 22, 2008

Hér er blogg sem er búið að vera á desktoppinu mínu í þrjá mánuði. Ekki af því að ég er búin að vinna svo vel að því heldur einfaldlega því ég og blogger skiptumst á því að vera fokkerar. Njótið:


Jæja pæja, í gær gekk ég í gegnum seinustu þrekraun vetrarins, 1/5 úr Ironman (700m sund, 36 km hjól og 8,4 km hlaup). Járnkallinn gekk það vel að ég lenti í fjórða sæti á eftir þeim:


Arthur, 26 ára pólskur þríþrautakappi sem vinnur við að kenna börnum á öllum aldri víkingaleiki hér í skólanum. Hann rústaði okkur öllum. Hann er með sundaxlir, hjólarass og hlaupalæri dauðans. Ansi heitt!
Pjotrek, 25 ára pólsk hjólakempa með meirapróf í sundbjörgun. Hann lítur út eins og þýskur nasistaforingi úr seinni heimstyrjöldinni og er með sérsmíðað hjól og sérsólaða járnskó sem skjóta gneistum. Við erum að tala um að ég varð bókstaflegan undir járnhæl nasistmans. Eða þúst skillurru...

Bolek, ljúflingurinn og herramaður. Hann marði mig með einni mínútu. Ég einfaldlega gat ekki haldið aftur í við hann í endasprettinum. Hann á stórt klapp á bakið skilið enda kom hann sér sjálfum og okkur öllum á óvart. Ég skal samt alveg viðurkenna að ég græt að hafa ekki gefið meira í!

Eftir mér komu svo átta strákar og á eftir þeim sjö stelpur.

Dagurinn í dag er svo búinn að vera viðburðaríkur eins og dögum í íþróttalýðháskóla sæmir: í morgun vaknaði ég eldsnemma til að leika hana heilögu Lúsíu. Saman marsereðum við svo stelpurnar um svefngangana og vöktum alla með ,,ljúflegu" tralleríi. Ég fékk vax í hárið, kunni ekki lagið og var engan vegin nægilega stelpuleg og sæt í þetta hlutverk:

Eftir það fór ég ásamt ævintýraklaninu að línuskauta á römpum. Það var sársaukafullt fjör. Þar var við mig sagt: ,,þú ert afskaplega þorin svona miðað við hæfileika þína á línuskautum". Hæfileikalaus glanni er mitt millinafn. Í kvöld syntum við svo í sameiningu hálft ólympíusundmaraþon eða um 21 km. Bújakasa! Hér er svo sundflokkurinn minn: