Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Drottinn minn guð!
Á fimmtudaginn í hádeigishléinu kom hún Vigga guðdómlega skólasystir mín og vinkona til að frelsa mig frá amstri dagsins og taka mig með sér í bænastund. Þangað fór ég , Hildur danska og Sigrún ofviti. Þeir sem þekkja mig vita að ég trúi ekki á guð og lét ekki ferma mig. En ég trúi á það góða í manninum. Ég vissi því tæpast við hverju ég ætti að búast í bænastundinni. En við, þetta fríða föruneyti, héldum upp í hátíðarsal til að vitja hins myrkra herra (hohoho nei nei bara spaug hins mikla herra auðvitað). Nú svo var myndaður helgihringur bænarinnar (að ég held) þar sem við héldumst í hendur. Svo voru fundin til bænarefni og hún Vigga yndislega var svo væn að bjóða mér að koma með einherja fallega bæn en þar sem ég var ekki viss um hvernig bæn var verið að biðja um stakk ég upp á að við myndum biðja fyrir góðum árangri í handboltaleik sem ég átti að fara taka þátt í það sama kvöld. Nú það var greinilega ekki á hverjum degi sem það var gert. Sumir stungu upp á að K.F.U.M. fundurinn myndi ganga skikkanlega, aðrir vildu að beðið urði fyrir bágstöddum og enn aðrir vildu blessa þá sem höfðu lent í umferðaslysi eða einhverjum öðrum hremmingum. Nú ég sem hafði nú soldið séð eftir að hafa ekki komið með betri bæn ákvað ég að reyna að bæta upp fyrir það og viðraði þá hugmynd mína að biðja fyrir stráknum sem var skotinn í misgripum fyrir villisvín! Það gerðist sem sagt í alvörunni í Frakklandi á dögunum að faðir - á villisvínsveiðum - skaut son sinn af því að hann líkist svo vil - já villisvíni. Svo fór hún Vigga að lofsama guð og þakka honum fyrir hitt og þetta og bað hann um að leggja blessun sína yfir strákinn sem hafði verið skotinn í misgripum fyrir villisvín en þó að það sé nú sorglegt þá fannst mér og Hildi það samt virkilega fyndið (já já sjúkur húmor en engin mannvonska) og gátum ekki hamið okkur og í þessari alvöruþrungnu bænarstund og sprungum úr hlátri. Hlutum við fyrir þetta hneykslanlegt augnaráð frá sumum biðjendanna en við það hljóp einhver púki í mig og kvaðst ég vera andsetinn sem mér fannst voða fyndið en þeim húmor vildi enginn þeirra deila með mér svo ég gerði mitt besta í að bæla niður flissið og halda áfram. Eftir að drottin hafði smurt tungu okkar svo við gætum talað máli hans, þökk sé Viggu, lauk þessari helgistund en þess má geta að ganni að handboltaleikurinn sem hafði hlotið blessun gekk mínu liði í hag og það er alls engin tilviljun :)

Í gær þ.e.a.s. laugardaginn var svakalegt stuð en þá fór ég með Aríel í klifurhúsið að berjast og svo í IKEA þar sem margendurteknar tilraunir voru gerðar til að ræna ráðviltum börnum í barnalandi (múhaha það var fjör). Svo fórum við heim til mín að baka en borðuðum allt deigið og urðum að búa til nýtt mikið stuð mikið gaman. En nú verður þetta ekki lengra að sinni hittumst heil !



0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim