Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Iss á morgun á ég að spjalla við bekkinn minn um hvað sem er og ég var tóm þar til áðan en þá hripaði ég þessa vittleysu inn á blað ég sé fram á að bekkjarbróðir minn Hilmar hinn heittrúaði á eftir að fyrilíta mig! Hér er ,,árangurinn":


Epli!

Ég kaus að tala um epli einfaldlega af því að ég var algjörlega tóm og þetta var það fyrsta sem handboltafélaga mínum datt í hug. Svo er ég líka alger eplaæta og hef sérstakt dálæti á þessum ávexti. Og ofan á þetta bætist að ég er nær svefni en vöku og get því ekki gert almennilega grein fyrir slæmu og góðu ræðuefni.

Eins og flestir vita eru varnarefni notuð við ræktun epla til að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af völdum meindýra og því er góð regla að hreinsa epli vel fyrir neyslu.

Epli innihalda mikið af andoxunarefnum en 54% andoxunarefnanna í eplunum eru rétt undir yfirborði hýðisins og þar sem tilraunir gefa sterkar vísbendingar um að andoxunarefni vinni gegn öldrun hlýtur vel skolað epli með hýði að vera ákaflega fegrandi. Það kemur líka fram í trú manna til forna hvað epli voru talin mikill fegurðargjafi en gyllt epli var til dæmis aðalvinningurinn í fyrstu fegurðarsamkeppninni þar sem Afródíta gyðja Grikkja atti kappi við aðrar fegurðardísir en þótti bera af og varð eplið eftir það eitt af táknum hennar þ.e.a.s. tákn um fegurð og Iðunn, ásynja viðhélt æsku og þrótti ása með gylltum eplum og þar sem eplin innihalda jú svo mikið af andoxunarefnum ætti þetta nokkurn vegina að geta gert sig. Eitthvað hafa þó kristnir menn ekki verið jafn fróðir um efnasamsetningu epla og áhrifa þeirra á manninn því í kristninni setti kirkjan epli í hönd Evu og gerði hana þannig ábyrga fyrir brottrekstrinum úr aldingarðinum Paradís og þar með allri mannlegri eymd og þjáningu. En hó og hæ afhverju í ósköpunum mátti Eva ekki gæða sér á eplum vissi guð kannski ekki að ákveðin efni í eplum veita vörn gegn myndun krabbameins og annara sjúkdóma eða var hann kannski ekki alvitur á þeim tíma bara nýtilbúinn úr gastegundum geimsins og átti eftir að læra meira? eða það sem ég held vildi hann ekki að Eva yrði ungleg og sæt laus við krabba og aðra sjúkdóma og myndi þar af leiðandi draga athygli Adams frá honum sjálfum og var hræddur um að ef Eva myndi borða of mikið af eplum þ.e.a.s. breytast í rosa skutlu án skalla þá meina ég án krabba myndi Adam kannski algjörlega missa áhugan á því að biðja á kvöldin og vildi kannski bara stunda syndsamlegar æfingar með Evu? Hver veit? Þrátt fyrir það hefur kirkjan allavegana ekkert á móti því núna að yngstu skólabörnunum í Bretlandi eru gefin ókeypis epli á hverjum degi sem liður í átaki til betri heilsu og Vatíkanið hefur heldur ekkert sett sig upp á móti því að menn borði epli á afmæli Jesús betur þekktur undir nafninu Bobby! Það er kannski vegna þess að guð hefur þroskast og séð að sér í sambandi við framkomu sína við epli og jafnvel kynnt sér efnasamsetningu þeirra að einhverju marki en allavegana var það hann sem grýtti Newton með epli svo þyngdarlögmálið uppgötvaðist en þannig hefur honum kannski fundist hann vera setja epli á hærri stall. Svona til að enda þetta á aðeins skynsamlegri nótum en hér á undan þá bendi ég á að það að skræla epli á víst að örva heilann svo skrælið epli borðið skrallið og eplið með og öðlist fegurð og líkamlegt hreysti!



0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim