Rútur er með svaka rass
ríður alla daga
í ræsinu hann ræktar hass
reykir út í haga.
þessa vísu samdi ég upp á töflu er Hróbjartur sögukennari var að fara yfir söguprófið mitt og Rútur & co voru að bíða eftir mér (ætli Hróbjartur haldi nokkuð að ég sé pervisin ?). Að henni lokinni var Hildur eitthvað að kvarta undan því að stuðlarnir væru sumstaðar í lágkviðu en þá á ég að hafa sagt mér til varnar:,, Iss ég er bara eins og Einar Ben og Nópelskálidið svona kjarnorkuskáld!" þá heyrist fliss í Hróbjarti og Malena bentir mér vinsamlegast á að þau hétu víst atómskáldin og seinna áttaði ég mig á að ég meinti Einar Bragi en ekki Einar Ben. Meira var það ekki að þessu sinni við sjáumst aftur að viku liðinni.
Harmsögur Sögu
Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)
Um mig
- Nafn: Harmsaga
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim