Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Nú er gamla parið sem býr fyrir neðan mig búið að missa það. Klukkan er hálf tvö og þau gaula þjóðsönginn eins og þau eigi lífið að leysa! Mér þykir samt ótrúlega vænt um þau. Þau eru blíð og góð og betri nágranna hef ég aldrei átt. Einu sinni bjó kona fyrir neðan mig - við kölluðum hana Sillu eiturpillu, hún var ekki góður granni. Ég var henni reyndar ekki góður granni heldur, ég grét hátt og frekjulega og hoppaði af bræði svo að ljósakrónan hennar hristist, því systur minni hafði tekist að skipta af cartoon network yfir á MTV. Ég og Leifur fórum síðan einu sinni í keppni um hver gæti hrækt lengst af svölunum mínum en því miður lenti allur hrákinn á hennar svölum sem við síðan þurftum að þrífa. Nanna, sem býr fyrir neðan mig núna ásamt Hirti sínum er mikil gæðakona. Hún át einu sinni stóran rauðan tjillípipar sem hún fékk sendann að utan en hélt að væri paprika!

Ekki sniðugt: Skátaferðir!
Sniðugt: Skátasímar og skátamjöður!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim