Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

mánudagur, maí 24, 2004

Esjuför
Á sunnudaginn var himnaríkisblíða og því fylltist ég tindaþrá (þrá til að klífa tindi, helst fjallatindi þó er Hagaskólatoppur ásættanlegur í neyð).
Aríel erkiengill gerðist ferðafélagi minn og héldum við hátindafarar í átt að Esju. Ferðin þangað var öllu tímafrekari en gangan sjálf því marga almenningsvagna varð að taka áður en við komum að Esjurótum. Nestið kláraðist á fyrstu stoppustöðinni og lögðum við á tindinn án vista og vatns. Gangan upp gekk vel og ákváðum við að fara klettaleiðina í stað þess að rölta rólega stíginn. Á toppnum skrifuðum við okkur í gestabókina og borðuðum heimatilbúnar brauðbollur sem annar tindafari - sjúklingur af Kleppi, en svo kynnti hann sig - gaf okkur af örlæti sínu. Síðan fórum við í kapphlaup niður eftir og vorum hraustleg og sæl á heimleiðinni í bílnum með mömmu þar sem hljómuðu ættjarðarlög í útvarpinu. Næst förum við á Hvannadalshnjúk og verðum hnjúkafarar. Eigið litríkan dag.

Fróðleiksmoli dagsins:
Nýjar smásjárannsóknir hafa sýnt fram á að baunaspírur eru bakteríunýlendur salmónellunar og kílógerla.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim