Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

miðvikudagur, október 08, 2003

jamm og jæjja hér ætla ég að skrifa allt það hörmulega og líka það sem er ekkert svo hörmulegt sem ég geng í gegnum. Ekki það að ég ætla að leggjast í einhverja sjálfsvorkun þó ég hafi nú alveg efni á því ;)
En fyrir þá sem hafa ekki haft vit á því að kynna sér mig strax þá er ég saga betur þekkt undir nafninu Saga dans une voiture en það kalla mig bara mínir bestu vinir t.d. hún Sigrún ... nei hún er reyndar ekki besta vinkona mín en hún er æði samt sem áður því hún hjálpaði til við uppsetningu þessarar síðu eða reyndar kom henni á stokk.
Og svo er annað sem þið þurfið að vita um mig en það er að ég er hræðileg í stafsetningu ( þökk sé Þorkeli íslensku kennara mínum í barnaskóla, sem var ofboðslega stór og slánalegur og gekk alltaf í sömu fötunum. Þangað til einn dag mætti hann í glænýju dressi sem vakti mikla kátínu meðal okkar krakkana og sagði okkur frá því að hann hafði einnig keypt sér glænýjan bíl meira að segja hálfgerðan sportbíl. Kennslustundin hélt svo áfram þangað til að mikill hvellur barst að utan og truflaði friðinn sem hafði ríkt fram að þessu, skömmu eftir það kom skólastjórinn að sækja Þorkel því einhver vittleysingur hafði keyrt á bílinn hans. ) þannig að ekki láta ykkur bregða ef þið rekist á eina stafsetningavillu eða svo því þær eru alveg meinlausar í hófi en þegar þær eru orðnar margar þá geta þær sko sameinað styrk sinn og er þá ekki gott að verða á vegi þeirra!
en þetta var bara svona örstutt kynning á mér og til að búa ykkur undir það sem framundan er.

Fyrst allir bloggarar eru með svona eitthvað dagsins og þar sem ég lofaði Tomma bekkjarbrósa að lítillækka Gunna með að minnast eitthvað á eitthvað sem ég man ekki þá get ég samt ekki svikist undan þannig að:

aumingi dagsins er: gunni fyrir að vera með eitthvað athugarvert nálægt vörinni. Þeir sem skilja þetta ekki heldur eru beðnir um að hafa samband við Tomma A ( betur þekktur undir nafninu næst sætasti tommi ;) eða bara pókeimon tommi)


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim