Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

föstudagur, október 10, 2003

Ó þvílíkar hörmungar sem dundu yfir á miðvikudaginn...
Ég lá og var svona hálfsofandi þegar mamma kallar á mig í matinn svo ég stekk á fætur vitandi af girnilegum kjúkklingarétti en viti menn hvergi voru hrísgrjon á borðum! Ég var ekki lengi að krefjast svara hjá mömmu en hún sagði að hana langaði ekki í hrísgrjón! Hugsið ykkur ekki hvarflaði að henni að mig kynni að langa í hrísgrjón! Nú voru góð ráð dýr engin hrísgrjón handa heimasætunni! En ég lét ekki deigan síga heldur brá að það ráð að redda þessu í snarhasti og sjóða hrísgrjón í örbylgjuofninum. Þá var bara að finna ílát undir grjónin, þar sem ég er ekki vel að mér í örbylgjuofnafræðum þá fannst mér pottur fyrimindar ílát svo gerði ég eins og Berneys hrísgrjónakall sagði og stillti á það hæsta í fimm mínútur. Ekki leið á löngu þar til þvílíkur fnykur barst um allt hús, þá var ég farinn að halda að hann Berneys góðvinur minn væri kannski eitthvað skemmdur. En svo var ekki. Potturinn var farinn að bráðna inni í örbylgjuofninum og eitruðum gasgufum lagði um íbúðina svo við flúðum út á svalir til að fá súrefni. Þegar við höfðum staðið þarna í smá stund og pabbi var búin að spurja mig svona hundrað sinnum hvort ég mundi ekki eftir því þegar við vorum uppí sumarbústað og hann sagði að það mætti ekki setja pott né egg í örbylgjuna ( en ég mundi bara þetta með eggið ), þá datt pabba það í hug að kannski væri sniðugt að skipta við hrísgrjónarpottinn þ.e.a.s. hann færi út á svalir og við kæmumst aftur inn. Það var svo gert og svo var borðaður allslaus (hrísgrjónarlaus)kjúkklingaréttur inn í stofu þar sem þar var minni fnykur.

Auli dagsins: Herdís Stefánsdóttir (betur þekkt undir nafninu horrenglan) fyrir að láta mig ekki vita að hún var í fríi í fyrsta tíma svo ég kom næstum of seint í skólann.




0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim