Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

föstudagur, október 31, 2003

ojæjja var að koma af handboltaæfingu þar sem markið virtist alltaf vera á einhverjum öðrum stað en þar sem boltinn minn skaust. Þetta var að sjálfsögðu ekki vegna þess að ég er léleg... nei þvílík fjarstæða það var markið sem var á vittlausum stað! Ég lét þjálfarann samstundis vita en hann aðhafðist ekkert, hristi bara höfuð.... en hann var greinilega sammála mér og saman hristum við höfuðið yfir bansettu markinu sem vildi ekki vera kyrrt.

Það var víst eitthvað rugl á þessu prófi mínu hlýtur að vera fyrst að Aldís, Soffa og önnur ómenni voru að fá ,,fullkomin kærasta" en það stemmir ekki! Þannig að ég ákvað að skella öðru inn og þar sem ég er að fara á bíó í kvöld fannst mér þetta við hæfi :

CWINDOWSDesktoplionking.jpg
Lion King!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

Jamm mér til mikillar ánægju var ég konungur ljónanna en þeir sem mig þekkja vita að það er óskarsmynd í mínum augum þannig að ég er mjög sæl.

Það er víst einhver misskilningur um ,,yndi dagsins" sem ég hef verið með í seinustu tvö skipti sem ég bloggaði sé sú manneskja sem ég fell hug til en það er rangt. Samkvæmt íslensku orðabókinni er yndi: -is 1 unaður, sæla, ánægja > lifa í yndi / festa(nema) yndi á e-m stað (e-s staðar) una sér (e-s staðar) / njóta yndis með e-m 1 eiga unaðstundir með e-m 2 hafa samfarir við e-n * í ávarpi > yndið mitt 2 yndisleiki

Nú ? allt í lagi samkvæmt henni girnist ég Jóhann og Einar á allt annan hátt en ég sjálf vissi um skv. skilgreiningu nr. 2.......... en nei ekki aldeilis ég var bara að nota þetta í seinustu mynd orðsins sem sagt í ávarpi og hana nú!

Svo hef ég eina spurningu til ykkar lesenda. Á ég að hætta að blogga mikið í einu og byrja skrifa snubbótt? Já lesendur góðir ykkar er valið eða eins og einhver myndi orða það boltinn er hjá ykkur!



0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim