Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

fimmtudagur, október 23, 2003

jæjja loksins kem ég mér til að blogga aftur af eintómri skildurækni (ég reikna með að það séu nokkrar villur í þessari setningu svo endilega commentera).
Ég er heimskt fífl! Ég er aftur orðin veik! Einfaldlega vegna þess að ég fór of snemma í skólan seinast. En í­ haustfrí­inu fór ég með handboltaliðinu til Akureyrar. Það var sko engin sæluferð get ég sagt ykkur heilir fimm tí­mar í­ rútu. Þegar þangað var komið fórum við að keppa við heimamenn og bárum sigur úr bí­tum. Svo var farið á Greifann til að borða. Þar pöntuðu allir (meira að segja meistaraflokkur) sér flatböku eða hálfmána sem er eitthvert afbrigði af flatböku nema ég sem pantaði mér tagliatelle með humarhölum sem var alveg mjög gott. Eftir það var haldið í­ Brynju, fyrir þá sem ekki vita hvað Brynja er þá hef ég bara eitt að segja við ykkur: fí­fl... nei nei en Brynja er er eitt af útibúum paradí­sar hér á jörðu þar sem í­s er dreift til dauðlegs mannfjöldans í­ tonnatali en það er reyndar ekki alveg svona gott eins og það hljómar því þessi guðdómlegi klaki kostar morðfjár en Ãþað er eitthvað sem hættir að skipta máli þegar þú hefur bragðað herlegheitunum! Þar keypti lýðurinn sér í­s þ.e.a.s. allir nema ég því­ mér var hálfóglatt. En tók það loforð af Írisi að við færum aftur næsta dag til að kaupa okkur bragðaref er mér hefði batnað í­ maganum. Svo fórum viþ ,,heim", í­ leiguíbúð í­ blokk sem var stödd svona í Kópavogi Akureyrar. þar var horft á sjónvarp fram eftir nóttu en var þá sem ég uppgötvaði að mér hefði slegið aftur því ég fékk hrikaleg kuldaköst þó ég væri hlaðin sefnpokum og fullklædd og var kominn með hljómljótan hósta. Svo sofnaði fólkið og enn og aftur var ég undantekning. Um morguninn hringdi ég svo í­ mömmu og tilkynnti henni vanlíðan mí­na sem olli mömmu verulegum áhyggjum og hún vildi helst senda mig heim með flugi en ég neitaði vitandi að það yrði rándýrt. Þegar hinir voru vaknaðir fór ég með Írisi í­ nærstætt bakarí. Þar gerði ég þá regin skisssu (commentera hvort það sé með ybsiloni eða ei) að kaupa mér peru AB mjólk þar sem ég hafði heyrt að AB mjólk væri góð við velgju en svo var ekki mér leið bara enn verr. Eftir þessa bakarísferð ákvað ég og Íris að fara í ísleiðangur. Það var byrjað að snjóa og ég var sífellt hóstandi og hrækjandi (ekki mjög dömuleg að vanda). Við rötuðum ekki en tókum sénsinn á að ramba á hana Brynju okkar. Eftir dágóða stund þegar Íris hélt að við værum komnar á þjóðveginn, sem mér fannst frekar fyndið því við vorum í raun á malarvegi lengst upp í hlíð töluvert fjarri þjóðveginum sjálfum, vildi Íris gefast upp og fara bara í­ einhverja sjoppu! ég neitaði því að sjálfsögðu og dró hana lengra með mér í óbyggðirnar þangað til að við okkur blasti frekar stór bygging. Þar var hægt að lenda þyrlu og því dró Íris þá ályktun að þetta hlyti að vera einhverskonar leyni-hús! Hún vildi að við drifum okkur í burtu en ég var full ævintýraþrá og neiddist hún því til að velja á milli mín lasarusins eða ,,þjóðvegsins". Íris er væn stúlka og skildi mig því ekki eftir eina hjá húsinu dularfulla sem reyndist í raun vera sjúkrarhús Akureyrar. Þar var okkur bent á stystu leið í Brynju. Í Brynju gæddum við okkur á ísnum gómsæta. Svo var vandinn að rata ,,heim" en það reyndist okkur nú auðveldara. Er ,,heim" var komið sofnaði ég og svaf fram eftir degi. Á meðan ég dvaldi í ­ draumalandi pakkaði Íris öðlingur dótinu mínu saman. Svo þegar við höfðum horft á meistaraflokk keppa, fengið okkur subway og hangið aðgerðalausar í rútu aðra fimm tíma komumst við til Reykjarvíkur um 24:00. Þar sótti pabbi mig og gaf Írisi far. Þegar við höfðum keyrt Írisi heim sagði pabbi mér þær gleðifregnir að brauðtertan sem hann hafði sagt mér að mamma hefði komið með heim handa mér í barnaafmæli væri í raun marsípanterta. Þetta kætti mig óneitanlega og enda var líka ráðist á ,,brauðtertuna" og eitthvert dásamlegt ví­narbrauð sem pabbi hafði keypt um morgunin og var voða gott ef það yrði hitað í örbylgju örskamma stund.

En áður en ég hélt í þessa Akureyrar ferð var árshátíð í skólanum mínum. þar var rífandi stemning þökk sé Pöpunum sem spiluðu svo skemmtilega hallærislega tónlist þannig að hver sem er gat dansað með. Þannig gat ég til dæmis hoppað og sveiflað höndunum mjög ókvennlega án þess að eftir því yrði tekið. Svo var lí­ka svo gaman því að ég var svo ólík sjálfum mér í útliti því hún yndislega yndislega frænka mí­n hún Tinna ofurgella hafði dressað mig upp svo ég var næstum óþekkjanleg. Þess vegna var ég mjög ófeimin því hver gat þekkt mig með eyrnalokka? Ég hef ekki göt í eyrunum og hvern hafði grunað að þetta væri jú samt Saga með smellu-lokka. Bekkjarbræður mínir voru líka afar vel til fara og þó báru þeir Jósi og Ómar af. Jóhannes með rautt flauelisbindi og Ómar í fagurrauðri skirtu. Allt saman afskaplega smekklegt.

Í gær hélt ég svo fyrirlestur um gríska höggmyndalist í skólanum. Fyrirlesturinn var vel skrifaður enda hafði mín velgefna móðir lesið hann duglega yfir en ekki var hann jafnvel fluttur þar sem þvoglumælska og rám rödd háði mér.

Í dag er ég svo veik heima meðan skólasystkini mí­n kanna furðuheima frumsteinda og bergtegunda.

auli dagsins: Jórunn kona sem hringdi fyrir stuttu og hélt að ég væri móðir mín.

svo er jóhann bekkjarbróðir minn uppáhaldið mitt fyrir að vera dásamlegur þegar hann er hann sjálfur.




0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim