Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

föstudagur, september 28, 2007

Hér er ennþá jafngaman. Ekki halda samt að ég sé uppiskroppa með harmsögur því hjólahnakkurinn minn sér til þess að ég hef nóg að kvarta yfir. Hann er gerður úr þýsku stáli og yfir því liggur þunnt hert leður. Hann er mjórri en bæði mamma mín og systir og hann flengir mig meira og fastar en Ásgeir. Hann er ekki hnakkur margra orða heldur lætur hann verkin tala. Uppáhaldsstellingin hans er ,,backriding cowgirl" (þessi sem cosmo er alltaf að lofa) og honum finnst best að gera það undir berum himni. Hann ríður mér svo að fullu að ég er marin á skaparbörmunum. En hann fær aldrei nóg. Þýska stálið hefur endalaust úthald. Þessvegna treysti ég mér ekki í full-action með honum nema tvisvar í viku. Svo er ég líka viss um að með þessu framhaldi missi ég tilfinninguna og verði ófullnægjanleg þegar Ásgeir kemur lokst og heimsækir mig.


Ég er þó ekki við eina fjölina felld því ásamt því að vera tekin af hjólahnakkinum mínum þá hefur ófátt mýið fengið að bragða á vessum mínum. Afleiðingar gjörða minna eru eins og afleiðingar annarra lauslátra stelpna, svakalegur kláði.

Í fyrradag fór ég sumsé í útilegu með hinum ævintýrapersónunum. Þar klifruðum við í trjám og reipum, kveiktum varðeld og sváfum undir berum himni. Þökk sé nýju myndavélinni minni og félagslegum þrýstingi frá Jóhannesi og Eddu systur minni þá hef ég bæði keypt myndavél og lagt í það að stofna myndasíðu. Restin af blogginu er þar af leiðandi vandaður myndatexti á þeirri síðu.

En ég stend við gefin loforð svo hér er strákur dagsins:
Þetta er Casper. Hann er Frímann Gunnarsson í fallegum líkama.

viðbót: ég valdi ekki væmna varabakgrunninn á myndasíðunni. Hann sjálfvaldist og vill ekki afveljast og trúið mér ég hef reynt. Svo ekki láta hann hafa áhrif á kúlímyndina sem ég veit að þið hafið af mér.

föstudagur, september 21, 2007

Sódóma Gerlev

Hér er allt í fokki. Bókstaflega. Rosa stuð.


Hér er líka allt morandi í heitum strákum og vegna þess að ég er svo umburðarlynd og æðisleg og get ekki hugsað mér að sitja ein að þeim á meðan kynsystur mínar svelta á Íslandi ætla ég að deila smá af þeim með ykkur hér en bara einum í einu svo þið fáið ekki sykursjokk:Hér er einn kennari megaman 2000 heitur. Hann heitir Sam og honum finnst fátt skemmtilegra en að sitja með illa reytt hár og gleraugu og spila tregafull lög á píanóið nema þó kannski að bera fagurmótaða upphandleggina í náttúrunni, fara á sjókajak, brosa og hjálpa gömlum konum yfir götuna. Hann er svo heitur að stelpurnar renna til í stólunum og brauð ristast þegar hann gengur fram hjá. Það besta er þó ótalið en það er að hann er einmitt aðalkennarinn minn. Og í fyrradag þurfti hann að lauma höndinni inn undir buxnastrenginn minn til að athuga hvort klifurbeltið mitt væri ekki rétt spennt, það var ekki óþægilegt. Daginn á undan var risahraðstefnumót í skólanum þar sem ég og Sam fórum í sjómann. Í stuttu máli sagt er Gunnar Örn ekki lengur eini strákurinn sem hefur unnið mig í sjómann... með hægri!

Annars mæli ég með blogginu hennar þórfríðar en þar lýsir hún Magnúsi (frá seinasta bloggi) og öðrum mjög vel (með lýsandi myndum)

föstudagur, september 14, 2007

(Ég, Þórfríður og Bríet að sólbaðast á skólalóðinni)

Vóvóvó! Í fyrradag var í sex klukkutíma kapphlaupi í ævintýranámskeiðinu sem ég er í. Það var tryllt, erfitt og tryllt erfitt. Við vorum þrjú í liði og kepptum við fimm önnur ævintýralið. Liðsfélagir mínir voru Laura og Magnús. Magnús er stór danskur strákur sem gengur í ullarpeysu og er nýbúinn að læra að segja ,,stór rass - gott að grípa". Hann er einnig hávær og gólar mikið og durgslega það sem hann hefur nýlært. Laura er hress töff stelpa sem kann vel að meta kökur (sérstaklega þær sem eru gerðar úr súkkulaði). É´ra fíl´ana! Kapphlaupið var nokkurn veginn svona fyrir hvert lið:

Hlupum einn klassískan hlaupahring á mann í kringum fótboltavöll, týndum svo öll eplin af tveimur eplatrjám (auðvitað á að nota okkur þegar við getum ekki neitað), næst syntum við fimmtán ferðir (ein = fram og til baka) sundferðir samtals á lið. Við Laura skiptum þeim á milli okkar því Magnús kann bara hægt bringusund. Eftir það áttum við að hjóla á e-n stað á korti og finna átta kirkjur (og taka mynd af okkur fyrir framan þær) á leiðinni, eftir það leystum við krossgátu og svo átti eitt okkar (ég) að línuskauta á meðan hinir hjóluðu á næsta áfangastað. Þar áttu tvö okkar að synda (ég og Laura) í stöðuvatn og sækja kort sem var fast við kork og flotholt á miðju vatninu. Næst áttu við svo að ferðast 12-15 km (fer eftir hversu oft og illa þú villtist) með eitt hjól og hinir þurftu að hlaupa (Magnús og Laura skiptust á að nota hjólið). Þegar við svo loksins komumst í gegnum skóginn og lappirnar mínar voru að gefa sig þá tók við tveir hringi á heræfingastöð. Heræfingastöðin var minn akkelesarhæll en sem betur fer kom Magnús í fyrsta skipti að gagni en hingað til hafði hann aðeins pissað, hugsað hægt og gert annað sem tafði fyrir og reyndi á keppnisskapið mitt. En já heræfingstöðin samanstóð aðalega af mismunandi veggjum sem ég komst ekki yfir svo Magnús verandi efnilegur í stelpukasti kastaði okkur hálfpartinn yfir. Eftir þetta þurftum við svo að hjóla aftur á byrjunareit og synda þar fimm ferðir á mann. Það er skemmst frá því að segja að við unnum næsta lið með 15 sekúndum þökk sé framúrskarandi kunnáttu Lauru á kort, upphandleggjum Magnúsar og óbilandi keppnisskapi mínu. Nú eru tveir dagar síðan og ég er enn þreytt.

Við Þórfríður fluttum erindið okkar á miðvikudagsmorgun. Það var mikið stuð. Hér er smá brot úr því á mjög lélegri ensku að sjálfsögðu af tillitsemi við Pólverjana og Tjekkana og mjög svo innblásið af sagnfræðilegum Danahatri Ásgeirs:
Saga: ,,Once upon a time Iceland was a danish colony and we suffered for 600
years of colonial-oppression. That was not a good time for Icelanders and we had
to make shoes from our precious books so we would not freeze to death and then
eat our shoes so we would not starve to death. Then we also lived in houses like
this (mynd af torfhúsum)
But after we got our inderpendant thanks to our padriot Jón
Sigurðsson we have it really nice and cosy and live like this... (mynd af Reykjavík)"
Þórfríður:,,You might think that Icelanders do not like Danish people
because they treaded us so badly. But that´s not true. Icelanders are really
forgiveable so now we love Danish people"
Saga: ,,even though they do not deserve it"

Það tókst svo vel til að við erum enn að taka við hrósum. En skrifandi um herbergisfélaga minn: hún er snilld. Hún er útúrsteikt og skemmtileg og við pössum últravel saman. Okkur finnst fátt skemmtilegra en að bulla í pólverjunum sem eru líka ótrúlega skemmtilegir. Já, og hún heitir Þórfríður.
Nú er ég orðin rosa lúllin eftir að hafa vaknað sex til að hlaupa og sportast svo meira og unnið í eldhúsinu svo ég ætla í háttinn. Þórfríður er að djamma. Ég og Unnur og Bríet ætluðum líka að djamma en misstum af leigubílnum og þegar rútubílstjórinn hafði farið út úr rútunni til að segja okkur hvert hann væri að fara rann rútan af stað og klessti á þrjá bíla áður en bollubílstjórinn náði að stökkva inn í hana og setja í handbremsu. Við ákváðum bara að slaka.
Hér er ég að tala í skóinn minn og naglalakka mig í hlutverki grimmu nornarinnar í Mjallhvíti og dvergunum sjö sem var sett upp á einni kvöldvökunni. Eftir þetta hef ég verið kölluð ,,the queen" en eftir kapphlaupið er ég kölluð the ,,icelandic machine" nema pólverjarnir þeir kalla mig ,,sætu sætu" (svona er ég nú sniðug að kenna þeim réttu orðin). Já og svona er skólinn minn megatöff:

mánudagur, september 10, 2007

Hér er allt á fullu. Ég og herbergisfélagi minn eigum að kynna Ísland og viðhorf Íslendinga til Danmerkur í söngstundinni okkar á miðvikudagsmorgun (já, ég veit að ég er á leiksskóla). Þannig að endilega skiljið eftir komment sem við getum notað í litla fyrilestrinum okkar það má vera hvað sem er um Danmörku eða Ísland. Í staðinn fáið þið þrusublogg á miðvikudaginn sem mun innihalda ,,járnmanninn", diskósögur og aðrar sögur af því hvernig ég hef sannfært fólk um að ég sé ekki heil á geði.

þriðjudagur, september 04, 2007

Fyrir tveimur vikum var ég á Spáni með Ásgeiri. Það vou tvær mjög mjög MJÖG skemmtilegar vikur. Á Spáni uppgötvaði ég nýja fíkn, ískúlufíkn. Þessi fíkn er öllu hættulegri en gamla súkkulaðifíknin því maður verður ekkert saddur af ís. Þá mæli ég sérstaklega með pistasíuís, núggatís, kókosís og bonbon-ís að ógleymdum vanilluís með súkkulaðideigi.
Fyrir utan að borða ís, hugsa um ís og dreyma ís skoðuðum við margt skemmtilegt svo sem:
  • súkkulaðisafn. Á súkkulaðisafninu var svo súkkulaðikaffhús sem gat ekki boðið upp á neitt því þau áttu ekkert súkkulaði. Skrifandi um feitustu misstök sem verslunarstjóri súkkulaðikaffihúss getur gert!
  • Salvador Dali safnið í Figueres sem leiddi til þess að Salvador Dali er nú í miklum metum hjá okkur.
  • Bæinn Banjoles þar sem við böðuðum okkur í stöðuvatninu í nærbuxum og átum mikinn ost. Þangað hafði ég komið þegar ég var held ég átta ára svo mamma spurði mig hvort ég hefði ekki ratað aftur á hótelið sem við gistum á þá. Það reyndi ég ekki og hefði ekki getað. Svo þegar við komum til Barcelona sagðu hún mér að ég yrði að heimsækja grænmetissalann á horninu. Þeir voru þónokkrir. En í Banjoles var mest gaman:

  • Mont Serat klaustrið og umhverfi þess sem er klikkað flott. Ekki skemmdi svo fyrir að þar voru munkarnir búnir að nostara við að búa til kanilsúkkulaði í hundrað ár handa mér sem ég gat japlað á meðan ég dáðist að Ásgeiri sem þrátt fyrir harða samkeppni og mörg hundruð ára undirbúning keppinautarins marði umhverfið í fegurðarsamkeppni.
  • Og auðvitað Gaudi garðinn, Sagrada Familia og svo fleira og fleira og fleira...

Ég ætla að skrifa aðeins meira um Spán í næsta bloggi en þar sem ég veit að fjölskylda mín skoðar þetta af öðrum ástæðum þá ætla ég að koma mér að nýjustu fréttunum...


Nú er ég nefninlega ekki á Spáni og ekki á Íslandi. Ég er stödd í herbergi 6 á fyrstu hæð íþróttalýðháskólans Gerlev. Hér er allt rosa krúttlegt. Maturinn er heimatilbúinn úr 80% lífrænum hráefnum og allt voða vistvænt. Hér há kennararnir grimma krúttkeppni og tönnlast á því að þeir séu vinir okkar einnig láta þeir okkur knúsast, syngja og leiðast í hverjum einasta tíma. Allir eru líka voða opnir og vinalegir en það kemur samt ekki í veg fyrir það að ég er með smá heimþrá. Mér finnst það alveg jafn ótöff og ykkur og vinn í því hörðum höndum. Nú ætla ég til dæmis að fara og skrifa lista yfir alla jákvæðu hlutina við þetta og tölfræði sem sýnir fram á að þetta sé mjög stuttur tími í jarðsögulegu samhengi.
p.s. Það er eplatré hérna á bílastæðinu. Ef maður ímyndar sér að það sé staðsett á engi er mjög rómantískt að tína af því.