Fyrir utan að borða ís, hugsa um ís og dreyma ís skoðuðum við margt skemmtilegt svo sem:
- súkkulaðisafn. Á súkkulaðisafninu var svo súkkulaðikaffhús sem gat ekki boðið upp á neitt því þau áttu ekkert súkkulaði. Skrifandi um feitustu misstök sem verslunarstjóri súkkulaðikaffihúss getur gert!
- Salvador Dali safnið í Figueres sem leiddi til þess að Salvador Dali er nú í miklum metum hjá okkur.
- Bæinn Banjoles þar sem við böðuðum okkur í stöðuvatninu í nærbuxum og átum mikinn ost. Þangað hafði ég komið þegar ég var held ég átta ára svo mamma spurði mig hvort ég hefði ekki ratað aftur á hótelið sem við gistum á þá. Það reyndi ég ekki og hefði ekki getað. Svo þegar við komum til Barcelona sagðu hún mér að ég yrði að heimsækja grænmetissalann á horninu. Þeir voru þónokkrir. En í Banjoles var mest gaman:
- Mont Serat klaustrið og umhverfi þess sem er klikkað flott. Ekki skemmdi svo fyrir að þar voru munkarnir búnir að nostara við að búa til kanilsúkkulaði í hundrað ár handa mér sem ég gat japlað á meðan ég dáðist að Ásgeiri sem þrátt fyrir harða samkeppni og mörg hundruð ára undirbúning keppinautarins marði umhverfið í fegurðarsamkeppni.
- Og auðvitað Gaudi garðinn, Sagrada Familia og svo fleira og fleira og fleira...
Ég ætla að skrifa aðeins meira um Spán í næsta bloggi en þar sem ég veit að fjölskylda mín skoðar þetta af öðrum ástæðum þá ætla ég að koma mér að nýjustu fréttunum...
Nú er ég nefninlega ekki á Spáni og ekki á Íslandi. Ég er stödd í herbergi 6 á fyrstu hæð íþróttalýðháskólans Gerlev. Hér er allt rosa krúttlegt. Maturinn er heimatilbúinn úr 80% lífrænum hráefnum og allt voða vistvænt. Hér há kennararnir grimma krúttkeppni og tönnlast á því að þeir séu vinir okkar einnig láta þeir okkur knúsast, syngja og leiðast í hverjum einasta tíma. Allir eru líka voða opnir og vinalegir en það kemur samt ekki í veg fyrir það að ég er með smá heimþrá. Mér finnst það alveg jafn ótöff og ykkur og vinn í því hörðum höndum. Nú ætla ég til dæmis að fara og skrifa lista yfir alla jákvæðu hlutina við þetta og tölfræði sem sýnir fram á að þetta sé mjög stuttur tími í jarðsögulegu samhengi.
p.s. Það er eplatré hérna á bílastæðinu. Ef maður ímyndar sér að það sé staðsett á engi er mjög rómantískt að tína af því.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim