Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

þriðjudagur, september 04, 2007

Fyrir tveimur vikum var ég á Spáni með Ásgeiri. Það vou tvær mjög mjög MJÖG skemmtilegar vikur. Á Spáni uppgötvaði ég nýja fíkn, ískúlufíkn. Þessi fíkn er öllu hættulegri en gamla súkkulaðifíknin því maður verður ekkert saddur af ís. Þá mæli ég sérstaklega með pistasíuís, núggatís, kókosís og bonbon-ís að ógleymdum vanilluís með súkkulaðideigi.
Fyrir utan að borða ís, hugsa um ís og dreyma ís skoðuðum við margt skemmtilegt svo sem:
  • súkkulaðisafn. Á súkkulaðisafninu var svo súkkulaðikaffhús sem gat ekki boðið upp á neitt því þau áttu ekkert súkkulaði. Skrifandi um feitustu misstök sem verslunarstjóri súkkulaðikaffihúss getur gert!
  • Salvador Dali safnið í Figueres sem leiddi til þess að Salvador Dali er nú í miklum metum hjá okkur.
  • Bæinn Banjoles þar sem við böðuðum okkur í stöðuvatninu í nærbuxum og átum mikinn ost. Þangað hafði ég komið þegar ég var held ég átta ára svo mamma spurði mig hvort ég hefði ekki ratað aftur á hótelið sem við gistum á þá. Það reyndi ég ekki og hefði ekki getað. Svo þegar við komum til Barcelona sagðu hún mér að ég yrði að heimsækja grænmetissalann á horninu. Þeir voru þónokkrir. En í Banjoles var mest gaman:





  • Mont Serat klaustrið og umhverfi þess sem er klikkað flott. Ekki skemmdi svo fyrir að þar voru munkarnir búnir að nostara við að búa til kanilsúkkulaði í hundrað ár handa mér sem ég gat japlað á meðan ég dáðist að Ásgeiri sem þrátt fyrir harða samkeppni og mörg hundruð ára undirbúning keppinautarins marði umhverfið í fegurðarsamkeppni.
  • Og auðvitað Gaudi garðinn, Sagrada Familia og svo fleira og fleira og fleira...

Ég ætla að skrifa aðeins meira um Spán í næsta bloggi en þar sem ég veit að fjölskylda mín skoðar þetta af öðrum ástæðum þá ætla ég að koma mér að nýjustu fréttunum...


Nú er ég nefninlega ekki á Spáni og ekki á Íslandi. Ég er stödd í herbergi 6 á fyrstu hæð íþróttalýðháskólans Gerlev. Hér er allt rosa krúttlegt. Maturinn er heimatilbúinn úr 80% lífrænum hráefnum og allt voða vistvænt. Hér há kennararnir grimma krúttkeppni og tönnlast á því að þeir séu vinir okkar einnig láta þeir okkur knúsast, syngja og leiðast í hverjum einasta tíma. Allir eru líka voða opnir og vinalegir en það kemur samt ekki í veg fyrir það að ég er með smá heimþrá. Mér finnst það alveg jafn ótöff og ykkur og vinn í því hörðum höndum. Nú ætla ég til dæmis að fara og skrifa lista yfir alla jákvæðu hlutina við þetta og tölfræði sem sýnir fram á að þetta sé mjög stuttur tími í jarðsögulegu samhengi.
p.s. Það er eplatré hérna á bílastæðinu. Ef maður ímyndar sér að það sé staðsett á engi er mjög rómantískt að tína af því.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim