Klukkan er sjö að morgni og íbúðin mín hefur fyllst af tuttuguogfjórum unglingssjómönnum. Þar af eru tólf unglingsstrákasjómenn. Heimasætur í þessari aðstöðu ættu að hoppa hæð sína af gleði og greddu. Ekki ég. Þetta eru líka bekkjarbræður mínir og mér finnst þeir óþroskaðir, asnalegir og í mesta lagi bróðurlegir. Alveg eins og í barnabókum. Í Landakotsskóla bar ég meiri virðingu fyrir bekkjarbræðrum mínum. Þá var virðingin líka gagnkvæm og þeir skipuðu mig konung sinn. Já, mér getur ekki líkað við nokkurn mann án þess að hann kitli hégómagirni mína.
Seinasta vika hefur verið viðburðarík í skólanum verandi sú seinasta. Ég fékk til að mynda bæði skó og skaparhár í munninn á meðan ég stóð kramin milli fimmtu og sjötta bekkinga í gangaslaginum. Hann var með nýju sniði í ár. Sextíu útvaldir sjöttu bekkingar á móti sextíu útvöldum fimmtubekkingum. Ég er sumsé í rektors útvöldu þjóð.
Nú ætla ég að klæða mig í sjóamannagallann og troða í pípuna og halda áfram að dimmitera.
Harmsögur Sögu
Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)
Um mig
- Nafn: Harmsaga
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.
miðvikudagur, apríl 25, 2007
laugardagur, apríl 21, 2007
Reynt að birta síðan um eftirmiðdag miðvikudags:
Í dag er ég megasátt, tremmahress, snarglöð og highsæl! Ástæðurnar eru eftirfarandi:
Hernaðarsögur blinda mannsins eftir Halldór Stefánsson
Dalalíf I-V eftir Guðrúnu Árnadóttur frá Lundi
Ljóð og ný ljóð eftir Guðfinnu Jónsdóttur
Dætur Reykjavíkur eftir Þórunni Elfu Magnúsardóttur
Gunnar og Kjartan eftir Véstein Lúðvíksson
Ásgeir er kominn aftur frá Asíu. Þetta var bara veik tilraun til að þykjast geta lifað án mín og verið sjálfstæður. Á meðan ánetjaðist ég One Tree Hill, lék í herranótt, byrjaði að æfa thai-box og saknaði hans MIKIÐ. Ekki lengur. Vei! Svo er hann líka búin að lofa að koma út með mér að hlaupa á eftir. Þið ykkar sem ekki vitið: þetta er sögulegt, ótrúlegt og meira ótrúlegt allt í senn. Kannski er hann bara að plata mig. Þá lem ég hann með thai-box-vöðvunum mínum.
Ásgeir hleypur bærði hraðar og lengra en ég hélt. Lyftir líka meira. Svo lítur hann líka vel út á meðan. Ég er ekki frá því að ég sé orðin enn skotnari í honum. Gamla íþróttablætið.
Tókst að birta í kvöld, laugardag. Fokk blokk (=blogg, svo ég geti skillurru rímað)