Reynt að birta síðan um eftirmiðdag miðvikudags:
Í dag er ég megasátt, tremmahress, snarglöð og highsæl! Ástæðurnar eru eftirfarandi:
Hernaðarsögur blinda mannsins eftir Halldór Stefánsson
Dalalíf I-V eftir Guðrúnu Árnadóttur frá Lundi
Ljóð og ný ljóð eftir Guðfinnu Jónsdóttur
Dætur Reykjavíkur eftir Þórunni Elfu Magnúsardóttur
Gunnar og Kjartan eftir Véstein Lúðvíksson
Ásgeir er kominn aftur frá Asíu. Þetta var bara veik tilraun til að þykjast geta lifað án mín og verið sjálfstæður. Á meðan ánetjaðist ég One Tree Hill, lék í herranótt, byrjaði að æfa thai-box og saknaði hans MIKIÐ. Ekki lengur. Vei! Svo er hann líka búin að lofa að koma út með mér að hlaupa á eftir. Þið ykkar sem ekki vitið: þetta er sögulegt, ótrúlegt og meira ótrúlegt allt í senn. Kannski er hann bara að plata mig. Þá lem ég hann með thai-box-vöðvunum mínum.
Ásgeir hleypur bærði hraðar og lengra en ég hélt. Lyftir líka meira. Svo lítur hann líka vel út á meðan. Ég er ekki frá því að ég sé orðin enn skotnari í honum. Gamla íþróttablætið.
Tókst að birta í kvöld, laugardag. Fokk blokk (=blogg, svo ég geti skillurru rímað)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim