Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

sunnudagur, apríl 24, 2005

lífsins litir
  • Trabant
  • Gusgus
  • dónalegi kallinn sem reyndi við sigrúnu
  • ,, …síðan í haust!"
  • subbudans
  • glimmer
  • amma hennar Herdísar
  • sundbuxnalaus sundferð
  • döðlur og kakó
  • Götuleikhúsið
  • strákurinn á vídjóleigunni - hann var nú skrýtinn
  • Fóstbræður
  • vatnsrúm
  • tagliatelle með grænmeti og kjúkklingi
  • súkkulaðibúðingur
  • skrattinn
  • brjóstahaldarinn minn á Sigrúnu
  • brjóstahaldari Sigrúnar á mér
  • viðkvæmur magi
  • Reinventing You með The Funerals
  • dansandi norðurljós
  • morgunganga
  • 70% súkkulaði
  • topplaus sundferð
  • Herdís Stefánsdóttir (lengst til vinstri)
  • mamma Herdísar
  • kanelsnúðar
  • Hróbjartur Örn Guðmundsson
  • ofát

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Total töff!

Tölvan mín er töff. Áðan, þegar ég ræsti hana, tók hún sig til og spilaði e-t töff funklag. Afhverju veit ég ekki. Nei, það var enginn diskur í henni. Sannkölluð funktölva. Ég fyrirgef henni bandóðan biltakka og trylltan T-takka. Töfftöfftöff!

Ég er skotin í lífinu, það leikur við mig og strýkur mér réttsælis.

Ég er samt skotnari í honum þessum. Hann leikur líka við mig og strýkur mér réttsælis.

mánudagur, apríl 11, 2005

Merkingartengd gildismálfræði

Mig langar í kakó og mig langar í bananabrauðið hennar Sigurlaugar. Mér langar ekkert í neina anskotans kókosbollu né ís með rjóma og sultu. Foj!
Heimildir um notkun merkingartengdrar gildismálfræði:
Guðmundur Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Væntanleg. Merkingartengd gildismálfræði. Verðandi, Reykjavík.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Rækjur og rjómi

Malli hefur komist í tennisboltann hans pabba. Hann heldur honum föstum milli framfótanna og tætir hann upp með afturfótunum. Eins gott að pabbi er farinn að sofa. Ég vil ekki svifta Malla gleðinni. Pabbi á fleiri bolta. Nú er Malli hættur að hamast á boltanum og byrjaður að sleikja sig. Já, já, hér og þar. Hann liggur kyrr í smástund áður en hann fær sér að borða. Ég sé hann ekki ég heyri bara í honum. Nú heyrist ekkert.

Ég er að hugsa mér að stofna barnalandssíðu fyrir Malla. Barnalandssíðan mun að sjálfsögðu vera skrifuð í fyrstu persónu og innihalda mikið af myndum sem hafa velgjuvekjandi undirtexta.

Já, ég er mjög þreytt!

laugardagur, apríl 02, 2005

Hnetur, ávextir, kakó og hreyfing eru mín geðlyf og vímuefni.

Góð lög:

  • Butterflies af Hello Somebody með Jagúar
  • Kathy´s Song af Greatest Hits með Simon & Garfunkel
  • At the Zoo af Bookends með Simon & Garfunkel
  • A Hazy Shade Of Winter af Bookends með Simon & Garfunkel
  • Punky´s Dilema af The Essential með Simon & Garfunkel
  • Oh! You Pretty Things af Hunky Dory með David Bowie
  • Life On Mars af Hunky Dory með David Bowie
  • Ziggy Stardust af The Rise And Fall Of Ziggy Stardust And The Spiders From Mars með David Bowie
  • Sound And Vision af Low með David Bowie
  • A Fifth Of Beethoven af Saturday Night Fever The Original Movie Soundtrack

Til að vega upp á móti væmninni í póstinum hér að neðan:

Blóð

Blóóóóóóð,

blóóóóóóð,

blóóóóóóð,

blóóóóóóð.

Höfundur þessa ljóðs er Saga Garðarsdóttir. Af tjáningu hennar má ráða mikla þjáningu. Ljóðmælandi virðist hnepptur í fjötra mikillar tilvistarangistar þar sem blóðið er táknmynd hrópandans í eyðimörkinni. Eins má túlka ljóðið sem heróp hefndarinnar - þess sem gerir uppreisn gegn hita.