Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Rækjur og rjómi

Malli hefur komist í tennisboltann hans pabba. Hann heldur honum föstum milli framfótanna og tætir hann upp með afturfótunum. Eins gott að pabbi er farinn að sofa. Ég vil ekki svifta Malla gleðinni. Pabbi á fleiri bolta. Nú er Malli hættur að hamast á boltanum og byrjaður að sleikja sig. Já, já, hér og þar. Hann liggur kyrr í smástund áður en hann fær sér að borða. Ég sé hann ekki ég heyri bara í honum. Nú heyrist ekkert.

Ég er að hugsa mér að stofna barnalandssíðu fyrir Malla. Barnalandssíðan mun að sjálfsögðu vera skrifuð í fyrstu persónu og innihalda mikið af myndum sem hafa velgjuvekjandi undirtexta.

Já, ég er mjög þreytt!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim