Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

þriðjudagur, september 21, 2004

Þríklofin
Í hádegishléinu í dag ákváðu þær að tala aðeins um sjálfan sig í þriðju persónu fleirtölu. Það var gaman en erfitt. Þær gáfu sér ófáan kinnhestinn þetta hádegið. Þegar þær höfðu ákveðið að aðeins mætti stíga í vinstri fót og horfa til hægri ákváðu þær að hætta að hefta sig meira en nauðsyn kræfi og fóru að hegða sér ,,eðlilega"
Í dag var graflax á brauð í kvöldmatinn. Þið kunnið að halda að það sé einfalt að borða brauð með graflaxi en svo er ekki. Ef borða á brauð með graflaxi rétt eru ýmsar reglur sem þarf að halda í heiðri. Til að mynda er stranglega bannað að borða graflax á danskt rúgbrauð! Franskbrauð skal það vera, segir pabbi. Hann er smörrebrödsfasisti. Þegar smörrebröd er í matinn stendur pabbi yfir borðinu og passar upp á að allir borði samkvæmt réttum reglum:
Fyrst á að borða síld og egg ofan á rúgbrauð. Þá er fariðyfir í annað fiskmeti en vel að merkja, það er stranglega bannað er að nota sömu verkfæri og á síldina. Úr fisknum er hleypt í ljóst kjöt og þaðan í rautt kjöt og kæfu. Endað er á ostum. Ef e-r dirfist að snæða í ,,vitlausri" röð er fagurfræði máltíðarinnar fyrir bí!
Í byrjun sumars setti ég upp lista yfir það sem ég ætlaði að gera í sumar. Nú geri ég hann upp:
Ganga Hvannadalshnjúk með mömmu.- Mamma var að læra undir meistarapróf á sama tíma og við ætluðum að gerast hnjúkafarar. Ferðinni hefur verið frestað til næsta sumars og einn ferðafélagi hefur bæst við; Halla (með hendur í) hári(ð).
Fara á dansnámskeið með Herdísi.- Er á salsanámskeiði með henni og fríðu föruneyti.
Fara á annað dansnámskeið með Aríel.- Nei, takk.
Æfa ristarskot.- Já, smá.
Fara í fótbolta með Írisi.- Var gert milli utanlandaferða hennar, já.
Fara í göngutúra með Írisi.- Sjá svar að ofan.
Sofa undir berum himni með Herdísi.- Hann var næstum því ber það má segja að hann hafi klæðst efnisrírum nærfötum.
Klára Ilminn.- Jább.
Lesa ensku gelgjubækurnar sem Rútur lánaði mér.- Önnur nægði
Halda kökuboð fyrir kökuklúbbinn.- Takk fyrir matinn hann var góður
Halda mynda-kökukvöld með bekkjasystrum.- algjört æði súperfæði
Læra að fara í handahlaup og eða standa á höndum.- náði ásættanlegum árangri.
Elda mikið. - Ég borðaði mikið?
Byrja á Ofvitanum.- Gert
Skora mark í fótboltaleik (helst skalla). -Já, en ekkert skallamark.
Fara út að borða með Leifi.- Gert
Dorga með Herdísi.- Neibb
Fara út á land með Aríel.- Fór út á land, en með Höllu og Herdísi.
Fara í bíó með Gunnari Steini.- Nei, en fékk lánað skrúfjárn hjá honum.
Reyna að troða Ásgeiri e-r staðar að.- Hann fékk eina Esjugöngu og er nú frjáls maður.

sunnudagur, september 12, 2004

Herdís hræðir
Ef Herdísi finnst ég borða of mikið skyr segir hún mér sögu af konu sem borðaði skyr og dó.
Ef Herdísi finnst ég fara of oft á klósettið segir hún mig sykursjúka.
Ef ég vil taka armbeygur eða e-ð í þá áttina segir Herdís mér sögu af konu sem greindist ekki ofvirk fyrr en um þrítugt.
Nú er svo komið að ég fæ samviskubit eftir of mikið skyrát, verð móðursjúk ef ég þarf að pissa og reyni að hemja mig ef ég vil taka armbeygjur.
Kvef hefur heltekið mig sem gerir það að verkum að ég drekk að meðaltali 5-6 tepotta á dag, verð óvenju óaðlaðandi og orkulítil. Ætla ég á útiæfingu? Já. Hversu heimskulegt er það á skalanum 0-10? 8. Ég spurði pabba hvort það væri nokkuð skynsamlegt að fara svona illa á sig komin á æfingu. Hann svaraði hneykslaður: ,,Þú hættir bara ekkert að gera hluti þó þú sért veik!"
Því fer ég nú með sí-nefrennsli á æfingu.
Eftir æfingu:
Ég lá á gervigrasinu hálfsofandi þegar mér var skipað að bera mark, hlaupa um og vera hress. Ég gekk samhliða marki, ráfaði um og var þung.
Fór á Dís. Dís á afmæli 7. ágúst sem er næstum því 6. Dís átti ógeðslegan kærasta.
Dröslaðist heim þreytt, drusluleg, veik og á litinn eins og ljón! Pabbi tók á móti mér og spurði mig hvort ég hefði fitnað, ég væri kominn með svo stóran rass. Ég ætti að fara að borða aðeins minni kvöldmat. Þá langaði mig að gera æfingar en þorði því ekki því þá er því ævinlega haldið fram að ég sé haldin orþorexíu eða ofvirkni. Stuttu seinna geng ég inn í stofu þar sem mamma situr, hún spyr mig hvort ég sé að svelta mig því ég hafi ekki borðað nægan kvöldmat! Aldrei geta þau komið sér saman um neitt. Það er vandlifað.
Ég veit ekkert hvernig ég á að hegða mér. Það er erfitt að vera sterk þar sem ég þarf að vera sterk. Allt í hakki og tilveran flókin. Fólk er flókið. Best væri að leggjast í dvala yfir veturinn, þangað til ský dragast frá sólu.
Slæmur dagur sunnudagur.

þriðjudagur, september 07, 2004

Það er gaman að...

... trufla fólk sem er nanómetra frá því að gera hitt í myrku skúmaskoti.
... hlaupa um og syngja skattman.
... dansa The love dans fyrir mexíkanann Hulio.
... lesa fréttablaðið en þar var grein um skaparhársfræðing. Hann telur að japanskar konu séu betri eiginkonur en konur af öðru þjóðerni. Ástæðan er einföld: Þær hafa afskaplega sambandshæfa skaparhárslögun. Hann varar sérstaklega við konum með skaparhár í laginu eins og ár mynni! Þær eru líklegri til að vera ótrúar mönnum sínum.
... lesa þetta.

Fróðleiksmoli póstsins: enska sögnin grope þúðir að fálma eða þreifa.