Þríklofin
Í hádegishléinu í dag ákváðu þær að tala aðeins um sjálfan sig í þriðju persónu fleirtölu. Það var gaman en erfitt. Þær gáfu sér ófáan kinnhestinn þetta hádegið. Þegar þær höfðu ákveðið að aðeins mætti stíga í vinstri fót og horfa til hægri ákváðu þær að hætta að hefta sig meira en nauðsyn kræfi og fóru að hegða sér ,,eðlilega"
Í dag var graflax á brauð í kvöldmatinn. Þið kunnið að halda að það sé einfalt að borða brauð með graflaxi en svo er ekki. Ef borða á brauð með graflaxi rétt eru ýmsar reglur sem þarf að halda í heiðri. Til að mynda er stranglega bannað að borða graflax á danskt rúgbrauð! Franskbrauð skal það vera, segir pabbi. Hann er smörrebrödsfasisti. Þegar smörrebröd er í matinn stendur pabbi yfir borðinu og passar upp á að allir borði samkvæmt réttum reglum:
Fyrst á að borða síld og egg ofan á rúgbrauð. Þá er fariðyfir í annað fiskmeti en vel að merkja, það er stranglega bannað er að nota sömu verkfæri og á síldina. Úr fisknum er hleypt í ljóst kjöt og þaðan í rautt kjöt og kæfu. Endað er á ostum. Ef e-r dirfist að snæða í ,,vitlausri" röð er fagurfræði máltíðarinnar fyrir bí!
Í byrjun sumars setti ég upp lista yfir það sem ég ætlaði að gera í sumar. Nú geri ég hann upp:
Ganga Hvannadalshnjúk með mömmu.- Mamma var að læra undir meistarapróf á sama tíma og við ætluðum að gerast hnjúkafarar. Ferðinni hefur verið frestað til næsta sumars og einn ferðafélagi hefur bæst við; Halla (með hendur í) hári(ð).
Fara á dansnámskeið með Herdísi.- Er á salsanámskeiði með henni og fríðu föruneyti.
Fara á annað dansnámskeið með Aríel.- Nei, takk.
Æfa ristarskot.- Já, smá.
Fara í fótbolta með Írisi.- Var gert milli utanlandaferða hennar, já.
Fara í göngutúra með Írisi.- Sjá svar að ofan.
Sofa undir berum himni með Herdísi.- Hann var næstum því ber það má segja að hann hafi klæðst efnisrírum nærfötum.
Klára Ilminn.- Jább.
Lesa ensku gelgjubækurnar sem Rútur lánaði mér.- Önnur nægði
Halda kökuboð fyrir kökuklúbbinn.- Takk fyrir matinn hann var góður
Halda mynda-kökukvöld með bekkjasystrum.- algjört æði súperfæði
Læra að fara í handahlaup og eða standa á höndum.- náði ásættanlegum árangri.
Elda mikið. - Ég borðaði mikið?
Byrja á Ofvitanum.- Gert
Skora mark í fótboltaleik (helst skalla). -Já, en ekkert skallamark.
Fara út að borða með Leifi.- Gert
Dorga með Herdísi.- Neibb
Fara út á land með Aríel.- Fór út á land, en með Höllu og Herdísi.
Fara í bíó með Gunnari Steini.- Nei, en fékk lánað skrúfjárn hjá honum.
Reyna að troða Ásgeiri e-r staðar að.- Hann fékk eina Esjugöngu og er nú frjáls maður.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim