Herdís hræðir
Ef Herdísi finnst ég borða of mikið skyr segir hún mér sögu af konu sem borðaði skyr og dó.
Ef Herdísi finnst ég fara of oft á klósettið segir hún mig sykursjúka.
Ef ég vil taka armbeygur eða e-ð í þá áttina segir Herdís mér sögu af konu sem greindist ekki ofvirk fyrr en um þrítugt.
Nú er svo komið að ég fæ samviskubit eftir of mikið skyrát, verð móðursjúk ef ég þarf að pissa og reyni að hemja mig ef ég vil taka armbeygjur.
Kvef hefur heltekið mig sem gerir það að verkum að ég drekk að meðaltali 5-6 tepotta á dag, verð óvenju óaðlaðandi og orkulítil. Ætla ég á útiæfingu? Já. Hversu heimskulegt er það á skalanum 0-10? 8. Ég spurði pabba hvort það væri nokkuð skynsamlegt að fara svona illa á sig komin á æfingu. Hann svaraði hneykslaður: ,,Þú hættir bara ekkert að gera hluti þó þú sért veik!"
Því fer ég nú með sí-nefrennsli á æfingu.
Eftir æfingu:
Ég lá á gervigrasinu hálfsofandi þegar mér var skipað að bera mark, hlaupa um og vera hress. Ég gekk samhliða marki, ráfaði um og var þung.
Fór á Dís. Dís á afmæli 7. ágúst sem er næstum því 6. Dís átti ógeðslegan kærasta.
Dröslaðist heim þreytt, drusluleg, veik og á litinn eins og ljón! Pabbi tók á móti mér og spurði mig hvort ég hefði fitnað, ég væri kominn með svo stóran rass. Ég ætti að fara að borða aðeins minni kvöldmat. Þá langaði mig að gera æfingar en þorði því ekki því þá er því ævinlega haldið fram að ég sé haldin orþorexíu eða ofvirkni. Stuttu seinna geng ég inn í stofu þar sem mamma situr, hún spyr mig hvort ég sé að svelta mig því ég hafi ekki borðað nægan kvöldmat! Aldrei geta þau komið sér saman um neitt. Það er vandlifað.
Ég veit ekkert hvernig ég á að hegða mér. Það er erfitt að vera sterk þar sem ég þarf að vera sterk. Allt í hakki og tilveran flókin. Fólk er flókið. Best væri að leggjast í dvala yfir veturinn, þangað til ský dragast frá sólu.
Slæmur dagur sunnudagur.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim