Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

miðvikudagur, mars 31, 2004

Það er farið að snjóa. Í fyrstu gramdist mér það en eftir því sem leið á daginn varð það bara rómantískt.

Rútur er skemmtilegur sessunautur og það er hún Aldís líka þó svo að ég hafi ekki fengið að njóta skemmtikrafta hennar í dag. Þeim báðum sendi ég því jákvæða strauma.
Svo eru þau líka svo miklir myndasmiðir. En það minnir mig á að grímuballsmyndirnar hans Rúts eru komnar á netið (kann ekki að gera svona þægilega tengingu yfir á heimasíðu hans en það er ekkert mál að nota linkinn hér til hliðar).

Á grímuballinu var ég Valli (úr bókunum Hvar er Valli?). Þar sem ég hef nýlært að setja myndir inn á síðuna ætla ég að leyfa ykkur að njóta brots af ballstemningunni og um leið dást af búningi mínum:


Á mánudag var sko gaman. Aríel kom heim til mín. Þó sú heimsókn væri náttúrulega gleðiefni útaf fyrir sig þá var það sem við gerðum enn skemmtilegra. Þegar við vorum búin að næra okkur fékk ég nefninlega leyfi til að klippa hárið á honum eins og mér sýndist. Ógeðslegasta klippingin sem okkur báðum datt í hug varð svo möllet þannig að það varð og... Möllet varð jómfrúarklippingin mín og tókst hún svona (hugs) ja hvað skal segja (meira hugs) já einmitt svona:


Eftir þessa þolraun lögðum við okkur við undirleik Stan Getz en hann er einmitt í miklum metum hjá mér í augnablikinu. Svo lásum við upphátt úr Andrésblöðum og hlógum mikið. Þeta var sko ekki mánudagur til mæðu get ég sagt ykkur. Nú er Aríel hinsvegar nauðasköllóttur og lítur út fyrir að hann sé nýkominn úr lyfjameðferð.

sunnudagur, mars 28, 2004

Tekið út af siðferðisástæðum!


föstudagur, mars 26, 2004

,,Kanaflipp"
kíkið neðar því ég kann ekki á svona myndavittleysu!


Þessa mynd tók hann Rútur megin-gæi í Gamla-Lærða-Skóla.

Rútur: Saga pósaðu!
ég: Já bíddu... hvar á ég að hoppa niður?!

laugardagur, mars 20, 2004

Ég ætla að leiðrétta þann leiða misskilning að þjálfarinn minn hafi kallað mig Japana en hann segist aðeins hafa sagt að ég væri í Japan. Tómatur-túmatur segja sumir en eins og hann faðir minn segir: ,,rétt skal vera rétt!" ;)

Ég hef aldrei verið jafn nálægt því að drekka og í gær á grímuballinu. Hvað er að verða um staðfestu mína? Er bindindið hornsteinn í tilveru minni eða aðeins sandkorn í steypunni? (hoho ein verst ritaða setning bloggferils míns) En ég stóðst freistinguna ég er nefninlega soddan Jesús... nei ætli maður láti ekki vera að líkja sér við skáldsagnapersónur a.m.k. í þessu bloggi. Svona til að enda þetta á skynsamlegu nótunum:

Ef lífið er efnahvarf þá er ég kolefnið!

miðvikudagur, mars 17, 2004

Æ lífið er svo dásamlegt!

Ég er búin að vera óvenju væmin þessa dagana. Það verð ég að laga... ekkert er verra en vælandi unglingsstelpa hvað þó ástaróð!laugardagur, mars 13, 2004

Ótrúlegt hvað fólk getur orðið ógeðslegt af ofdrykkju!

Annars eru manneskjur gærdagsins tvímælalaust: Sunna fyrir stanslaust stuð og skemmtilegheit, hennar heittelskaði Kalli fyrir að vera ökufær, Ásgeir fyrir að vera æðislegur og Helma því það þurfti svo lítið til að kæta hana ;)

Nöfn ógeða gærdagsins verða ekki gefin upp af þeirri litlu virðingu sem ég ber fyrir þeim!föstudagur, mars 12, 2004

Allir að mæta á Lodd!

Sæl verið þið! Maginn minn er eins og fiðrildabú. Gangaslagurinn var í gær og ætla ég að hrósa 6. bekkjar kynsystrum mínum þar sem í morgunblaðinu stóð að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem stelpur tóku þátt. Heyr heyr stelpur gott hjá ykkur! Þó efast ég um að ég muni leika þennan leik eftir að nokkrum árum liðnum. Mér líkar nefninlega ekki við að vera hálfnökt og útötuð í sleypiefni.

Ef leiða sækir að þá er bara að skella ,,Tóti var einn í tölvulandi" í spilun frábært lag með texta sem snertir við manni. Greyið Tóti aleinn umkringdur rafmagnstækjum. Ef þetta er ekki efni í ameríska dramamynd; Maður með vírus eða Tölvuleikurinn lék á hann þá veit ég ekki hvað!

P.S. Allir að mæta á Lodd, þrusugott leikrit sem skartar öllum helstu stjörnum MR (og mér sem líki númer 26 ;)


sunnudagur, mars 07, 2004

Ó mig auma handboltaþjálfarinn minn hefur útúðað mig! Ég þótti nefninlega ekki nógu einbeitt fyrir seinasta leik. Nú hugsa kannski einhverjir: ,,hvað ekki kallaði hann þig druslu og djöful?" en svarið er nei hann sagði að ég væri Japani, bölvaður rasistinn hvað er slæmt við það? Ofan í það bætti hann við að ég hegðaði mér eins og gufustraujárn! Hvað á hann með að segja að ég sé skáeygð og blási gufu? Annaðhvort er ég langt í frá mennsk (ekki skáeygði hlutinn) eða hann eitthvað tæpur á geði, hver veit?mánudagur, mars 01, 2004

Sigga þú hefur rétt fyrir þér! Já aldrei hélt ég að sá dagur kæmi að Sigga kæmi með skynsamlega athugasemd. Þó virðist sem það hafi gerst og af því tilefni verður efnt til fjöldasöngs á Landakotstúni í kvöld kl. 22:00. Þótti henni að húmor minn hefði smitast óvenjulega mikið af húmori sumra bekkjarbræðra minna betur þekktir undir nafninu T-bekkjar strákarnir eða íþróttastrákarnir.

Þetta tel ég eins nálægt sannleikanum og hægt er en að undanförnu hef ég komið mér að óvart hvað varðar grófleika. Ég hef einnig orðið vör við húmorsleysi en það er einmitt helsta einkenni T-strákaveikinnar. Sem dæmi má nefna að ég stóða sjálfan mig að því að hlæja tryllingslega af brandara Tomma A. um að bolludagurinn væri einskonar heiðursdagur Gunna og ekkert virðist hlægja mig meira þessa dagana en þegar Haukur bekkjarbróðir framkvæmir fuglahljóð í stíl við nafn sitt. Tommi A. er að mínu mati einn sá allra fyndnasti og fylgir Valdi þar fast á eftir.

En ég er þó ekki alveg á því að þessi veiki sé eins slæm og flestir virðast halda því þessi einfaldi húmor gerir það að verkum að lítið þarf til að gleðja mig. Það tel ég frekar dyggð en löst.

Fyrir þá sem ekki deila bekk með mér eða þá sem hafa ekki umgengist mig mikið upp á síðkastið kemur einn 23 karata gullmoli frá Jóa risa og dálítið sýnishorn af mínum nýfædda grófa húmor:

Við bekkurinn vörum stödd í kynfræðslu og vorum að reyna slá met í að finna sem flest orð yfir kynfæri bæði karla og kvenna á sem stystum tíma. Hjá karlkynskynfærinu voru komin orð eins og pylsa/pulsa, kóngur, tippi/typpi og margt margt fleira. Er við vorum að verða uppiskroppa með orð yfir þennan ágæta líkamshlut gellur í Jóa:,,PABBI" Við þetta steinþögðu allir og gáfum við Jóa um 3 sekúndur af grafarþögn til að verða rauðari (ef það er þó hægt) en eftir þær sprungum við öll úr hlátri. Nokkrum vikum síðar vorum ég og Tommi G. að velta fyrir okkur hvernig Jói ætti eftir að tala við konuna sína er hann yrði eldri og ætlaði að fleka hana (þetta notar Valdi þegar hann er að tjá ást sína á stelpum fyrir mér) og kom mér í hug ýmsar grófar línur svo sem: ,, komdu til PABBA" (með tilheyrandi perrarödd) og ef hann vildi fá munngælur gæti hann sagt sem svo: ,, Á ekki að kyssa PABBA góða nótt".

Þetta er ljótt í munni ungrar dömu og því tel ég að þessi húmor sem verið er að rækta innra með mér af fingragrænum bekkjarbræðrum stofni kvennleika mínum í töluverða hættu. Ekki má ég við því þar sem kvennlega hliðin á mér er að hopa jafnvel hraðar en jöklar landans og það eina sem virðist ekki láta umhverfið (sól né strákafjölda) hafa áhrif á sig er ást mín á drengjum... en nó um þetta smá vísa

Gunni bollu gleypir títt
geymir hana í maga
súkkulaðismjörið nýtt
svolgrar alla daga.