Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

miðvikudagur, mars 31, 2004

Það er farið að snjóa. Í fyrstu gramdist mér það en eftir því sem leið á daginn varð það bara rómantískt.

Rútur er skemmtilegur sessunautur og það er hún Aldís líka þó svo að ég hafi ekki fengið að njóta skemmtikrafta hennar í dag. Þeim báðum sendi ég því jákvæða strauma.
Svo eru þau líka svo miklir myndasmiðir. En það minnir mig á að grímuballsmyndirnar hans Rúts eru komnar á netið (kann ekki að gera svona þægilega tengingu yfir á heimasíðu hans en það er ekkert mál að nota linkinn hér til hliðar).

Á grímuballinu var ég Valli (úr bókunum Hvar er Valli?). Þar sem ég hef nýlært að setja myndir inn á síðuna ætla ég að leyfa ykkur að njóta brots af ballstemningunni og um leið dást af búningi mínum:


Á mánudag var sko gaman. Aríel kom heim til mín. Þó sú heimsókn væri náttúrulega gleðiefni útaf fyrir sig þá var það sem við gerðum enn skemmtilegra. Þegar við vorum búin að næra okkur fékk ég nefninlega leyfi til að klippa hárið á honum eins og mér sýndist. Ógeðslegasta klippingin sem okkur báðum datt í hug varð svo möllet þannig að það varð og... Möllet varð jómfrúarklippingin mín og tókst hún svona (hugs) ja hvað skal segja (meira hugs) já einmitt svona:


Eftir þessa þolraun lögðum við okkur við undirleik Stan Getz en hann er einmitt í miklum metum hjá mér í augnablikinu. Svo lásum við upphátt úr Andrésblöðum og hlógum mikið. Þeta var sko ekki mánudagur til mæðu get ég sagt ykkur. Nú er Aríel hinsvegar nauðasköllóttur og lítur út fyrir að hann sé nýkominn úr lyfjameðferð.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim