Ég ætla að leiðrétta þann leiða misskilning að þjálfarinn minn hafi kallað mig Japana en hann segist aðeins hafa sagt að ég væri í Japan. Tómatur-túmatur segja sumir en eins og hann faðir minn segir: ,,rétt skal vera rétt!" ;)
Ég hef aldrei verið jafn nálægt því að drekka og í gær á grímuballinu. Hvað er að verða um staðfestu mína? Er bindindið hornsteinn í tilveru minni eða aðeins sandkorn í steypunni? (hoho ein verst ritaða setning bloggferils míns) En ég stóðst freistinguna ég er nefninlega soddan Jesús... nei ætli maður láti ekki vera að líkja sér við skáldsagnapersónur a.m.k. í þessu bloggi. Svona til að enda þetta á skynsamlegu nótunum:
Ef lífið er efnahvarf þá er ég kolefnið!
Harmsögur Sögu
Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)
Um mig
- Nafn: Harmsaga
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim