Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Ég nenni ekki að læra. Ég er orðin tossi og ógeð:

 • Ég sofnaði lærandi á maganum á Odda
 • Ég hef sagt við mig ,,iss, einkunn í einu skyndiprófi segir ekki neitt"
 • Ég er að borða mjólkursúkkulaði á virkum degi.
 • Ég er að blogga.
 • Svo ef ykkur finnst listinn ekki nægilega ógurlegur þá ætla ég að klikkja út með að segja að ég sé alveg rosalega agalega ferleg. Hvað eru mörg leg í því?

Annars ætla ég í lýðháskóla í Danmörku í hálft ár. Þar ætla ég að synda, hlaupa á eftir bolta, nudda, leika, fitnessast og reyna það ómögulega; að dansa. Ég valdi skólann Gerlev. Útaf matnum. Þau sögðu hann ,,lækker" . Já, eiginlega bara útaf matnum.

Svo hefur Herranótt skyndilega tekið upp á þeirri nýjung að hafa æfingar. Mér finnst að fyrst þetta stefnir í flopp þá eigum við að floppa ærlega. Ekkert hálfkák- skólafélagið borgar.

P.s. Tilvitnunin ,,Eigið litríkan dag" er tekin úr Andrés (Ha, Saga?) en hana á nágranni Andrésar, ekki þó Jónas heldur listmaður sem hefur farið í felur til að forðast ágang stórmenna sem vilja fá málaða mynd af sér. Frasinn kemur upp um hann. Eigið litríkann dag...

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Ég er ekki hætt að blogga. Ég hef oft gert reynt að birta færslur sem mér finnast hnyttnar og skemmtilegar. Blogger er mér því miður ekki sammála og hefur því tekið upp á því að eyða þeim eða enn verra - aldrei birta þær. Ég ætla að stikla á stóru. Búin að...

 • ...tapa í morfís
 • ...fá lítiðfjörlegt hlutverk í herranótt
 • ...fara á leikritið Sælueyjuna. Það var á meira klisjulegt og tilgerðalegt en gott. Takk mamma.
 • ...fara á leikritið Stórfengleg. Þrátt fyrir margnotaða brandara var það ágætt. Ég kunni vel við boðskapinn. Takk mamma.
 • ...fara á Bessastaði og heilsa Dorriti og Ólafi. Takk mikið Gísli Hvanndal.
 • Áfram Nýhil!
 • ...fara á Bakkynjurnar. Það var leiðinlegt en flott. Takk Leifur.
 • ...fara á fjöldan allan af herranæturæfingum.
 • ...sjá Guðföðurinn I. Hún var mjög góð. Takk Ásgeir.
 • ...sjá Little Miss Sunshine. Hún er ótæmandi gleiðbanki. Takk mamma.
 • ...hlaupa og lyfta, mikið mikið mikið!
 • ...borða súkkulaði, mikið mikið mikið!
 • ...horfa á One Tree Hill
 • ...gera rosa margt annað

Þangað til næst... ,,Eigið litríkan dag" (sá sem fattar tilvitnunina fær nafnbótina S.J.É.N.Í. þ.e. Sérstakur júgóslavískur éljagangur, nútímalegur en um leið íhaldssamur).

p.s. Þeir sem ekki hafa tekið eftir þá er mamma mín minn helsti styrktaraðili.