Ég er ekki hætt að blogga. Ég hef oft gert reynt að birta færslur sem mér finnast hnyttnar og skemmtilegar. Blogger er mér því miður ekki sammála og hefur því tekið upp á því að eyða þeim eða enn verra - aldrei birta þær. Ég ætla að stikla á stóru. Búin að...
- ...tapa í morfís
- ...fá lítiðfjörlegt hlutverk í herranótt
- ...fara á leikritið Sælueyjuna. Það var á meira klisjulegt og tilgerðalegt en gott. Takk mamma.
- ...fara á leikritið Stórfengleg. Þrátt fyrir margnotaða brandara var það ágætt. Ég kunni vel við boðskapinn. Takk mamma.
- ...fara á Bessastaði og heilsa Dorriti og Ólafi. Takk mikið Gísli Hvanndal.
- Áfram Nýhil!
- ...fara á Bakkynjurnar. Það var leiðinlegt en flott. Takk Leifur.
- ...fara á fjöldan allan af herranæturæfingum.
- ...sjá Guðföðurinn I. Hún var mjög góð. Takk Ásgeir.
- ...sjá Little Miss Sunshine. Hún er ótæmandi gleiðbanki. Takk mamma.
- ...hlaupa og lyfta, mikið mikið mikið!
- ...borða súkkulaði, mikið mikið mikið!
- ...horfa á One Tree Hill
- ...gera rosa margt annað
Þangað til næst... ,,Eigið litríkan dag" (sá sem fattar tilvitnunina fær nafnbótina S.J.É.N.Í. þ.e. Sérstakur júgóslavískur éljagangur, nútímalegur en um leið íhaldssamur).
p.s. Þeir sem ekki hafa tekið eftir þá er mamma mín minn helsti styrktaraðili.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim