Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

miðvikudagur, desember 21, 2005

Prófin eru búin. Guð sé lof. Ég var farin að hafa áhyggjur af geðheilsu minni. Dagdreymdi að ég væri krýnd ungfrú heimur og gladdist yfir froðupoppi í útvarpinu. Nú hef ég heimt mig úr helju prófageðveikinnar. Læt mig dreyma um harmonikkufærni og hlusta á Sterio Total og Nitendotekno. Úr öskunni í eldinn?
Í tilefni prófloka drakk ég kakó, saug upp í nefið og át Strepsils.

Mig langar að opna skemmtistað. Ég myndi kalla hann Vatnaskóg, Úlfljótsvatn eða Vindáshlíð. Svo myndi ég fá Jón Eðvald til að teknóa Hlíðin mín fríða og spila það mér til skemmtunar við barinn.
Mig langar líka í kókoskletta. Þá myndi ég borða. Og ef Jón Eðvald væri enn að vinna í 10-11 myndi ég fá hann til að selja mér kletta.
Mig langar samt mest í fallega kjóla. Þeim myndi ég klæðast. Enginn Jón Eðvald þó.

Ævintýraflokkurinn í Vindáshlíð. ,,Hver vill vera memm á Vindó um helgina?"

Lífið er mér gott. Herranótt færði mér hlutverk og skólinn góðar einkunnir og skemmtilegt jólaball. Þá er að krossa morfísfingur.

Ég var víst kitluð af Sigurlaugu. Ætla að taka þetta í pökkum:
Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:

  • Stupid fuck!
  • Heimurinn hatar mig!
  • Gosh, idiot!
  • Ég er kakóþyrst/eplasvöng
  • Jú, jú ég hef alveg tíma til þess.
  • Api!
  • Hei, vitið þið hvaða dagur er í dag/ á morgun/ ekki á morgun heldur hinn/ ekki á morgun, ekki hinn heldur hinn/ bráðum/ eftir nokkra daga/ eftir bara eina viku?- NAMMIDAGUR!

Farin að drekka 100% áfengi og smjatta á tyggjói.

Uppfært: var að lesa kennarablogg þar sem var linkað á bókavef. Nú langar mig að skrifa bók sem myndi heita ,,miðaldra börn".

þriðjudagur, desember 06, 2005

Miltisbrandur - nýjung um jólin?

Þegar ég kom heim úr líffræðiprófi í dag var umslag á gólfinu. Á því stóð aðeins:
,,Nýjung um jólin". Ég þorði ekki að opna bréfið því ég var viss um að það innihéldi miltisbrandsdvalgró sem ég myndi anda að mér. Bakterían færi þá úr dvala og í öndunarfæri og myndi draga mig til dauða á þremur dögum kæmist ég ekki í læknishendur eftir 48 klst .....
Prófageðveikin!

Svo er ég töff en ekki væmin! Farin út að tagga og hrækja á götuna. Rokk út og suður.