Miltisbrandur - nýjung um jólin?
Þegar ég kom heim úr líffræðiprófi í dag var umslag á gólfinu. Á því stóð aðeins:
,,Nýjung um jólin". Ég þorði ekki að opna bréfið því ég var viss um að það innihéldi miltisbrandsdvalgró sem ég myndi anda að mér. Bakterían færi þá úr dvala og í öndunarfæri og myndi draga mig til dauða á þremur dögum kæmist ég ekki í læknishendur eftir 48 klst .....
Prófageðveikin!
Svo er ég töff en ekki væmin! Farin út að tagga og hrækja á götuna. Rokk út og suður.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim