Landsbankalaði
Nú hef ég löngum lagt leið mína í Landsbankann til þess að þiggja fríkeypis kakó og kaffi af vini mínum Björgólfi. Stundum hef ég átt erindi í bankann, gert mér upp erindi eða einfaldlega verið svo óforskömmuð að fara þangað eingöngu til að fá mér kakó. En nú virðist Björgólfur orðin til muna meira vinmargur því oft má sjá heilu hópana við kaffi- og kakóvélina góðu. Þó þykist ég vera í góðra kúnna hópnum, ef ekki þeim besta, því ekki einn heldur tveir öryggisverðir Landsbankans heilsa mér jafnan ef þeir hitta mig á förnum vegi. Ég vinn!
Busabörn: Ekki hanga við kaffi- og kakóvélina það er svo augljóst. Þá kemst upp um okkur öll. Ég var skrautleg á árshátíðinni:
- Ég var brennd á tungunni því ég er óþolinmóð og kakósjúk. Auli.
- Ég var og er enn með bláa kúlu á hökunni af því ég þrykkti hausnum í gólf þegar ég var að leika hval í Actionary. Auli.
- Ég var svo með nýja ókeypis geimveruklippingu af því ég sagðist eiga það inni hjá Rauðhettu og Úlfinum. Það er til hótlel sem heitir Lúmski rebbalingurinn!
- Ég var með harðsperrur um allan kroppinn af því ég hafði verið að lyfta. Frenja.
Herdís, Guðrún Sóley, Halla og ég.is í góðum gír!
Tekið af :
http://folk.is/tussurnar3 svo er
http://www.folk.is/polsk_gella ekki síðri
Svo klukkaði
Pjölli klikk mig.
Fyrsta klukk: Ég get blásið lofti út um augun með tilheyrandi hljóði.
Annað klukk: Ég tala ótrúlega mikið við sjálfa mig og segi sjálfri mér hetjusögur af mér í aðalpersónu. Einu sinni skammaðist ég mín rosalega fyrir að tala við sjálfa mig. Þegar stelpa spurði mig hvort það gæti verið rétt að hún hefði séð mig tala við sjálfa mig þá sagðist ég bara hafa verið syngja með tónlist í nýju snúrulausu eyrnatappagræjunum sem pabbi átti.
Þriðja klukk: Í níunda bekk var ég rosalega skotin í landafræðikennaranum mínum honum Svanlaugi. Valdi t.d. að mála náttúrulífsmynd í teikningu svo ég hefði afsakanir til að sækja bækur í stofuna hans. Ég var mjög skotin í honum.
Fjórða klukk: Ég er ótrúleg öfgamanneskja. Það er annað hvort allt eða ekkert. Einn daginn borða ég ekki nammi hinn borða ég kókosbollu og heilan celebrationspakka. Ef ég læt plata mig til að fá mér pizzu borða ég heila… pizzu. Ef ég hef enga nennu til að hlaupa en má velja um að hlaupa fimm eða þrjá kílómetra þá hleyp ég fimm. Ýkjusaga.
Fimmta klukk: Ég er með litla kúlu fyrir ofan naflan eftir að ég fékk naflaslit. Henni er hægt að ýta inn og ég get svo blásið hana út með að spenna magavöðvana. Svo get ég líka blásið bumbuna mína út svo það lítur ut fyrir að ég sé komin sjö mánuði á leið.
Ég var í marki í fótboltaleik um daginn. Við fengum fjögur mörk á okkur. Sem betur fer skoruðum við líka fjögur.