Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

mánudagur, ágúst 29, 2005

Ég er með hnút í maganum. Mér líður eins og mér leið oft í sjöunda bekk, hef áhyggjur af öllu. Áhyggjur og annað sem plagaði mig í sjöunda bekk:
Plag 1: að ég myndi verða vandræðaunglingur eða dópisti
Plag 2: að Magdalena héldi að ég væri lesbísk og skotin í sér
Plag 3: að Ásta María héldi að ég væri skotin í Alla
Plag 4: að ég væri kannski skotin í Alla
Plag 5: að Ásta María héldi að ég væri skotin í Krumma
Plag 6: að ég gæti kannski verið skotin í Krumma
Plag 7: að ég og Ásta María yrðum kannski ekki vinir að eilífu
Plag 8: að ég og Gunnar Steinn myndum vera saman að eilífu
Plag 9: að Everton hafði tekið í höndina á mér á hjólanámskeiði og sagðst vera skotin í mér á meðan ég var með Gunnari Steini
Plag 10: að pabbi Emils kæmist að því að við værum saman
Plag 11: að mamma og pabbi myndu skilja, deyja eða láta ræna sér
Plag 12: að Emil og Gunnþórunn myndu byrja saman
Plag 13: samviskubit yfir að hafa farið í fatapóker með Leifi í viðurvist Gunnars Steins sem endaði með því að við Leifur sátum allsber undir sitt hvorum koddanum.
Plag 14: samviskubit yfir að hafa skotið úr ,,stórhættulegri" túttubyssu sem Gunnar Steinn átti
Plag 15: samviskubit yfir að hafa svindlað á stærðfræðiprófi
Plag 16: að kjarnorkusprengju yrði varpað á Ísland eða e-ð annað land og að Ísland yrði hernumið


Og svo framvegis

Mamma vill skipta mér út. Hana langar nú í e-ð stillt og rólegt sem elskar að taka til. Ég heillast meira af lífstíl Línu, Ronju og Emils heldur en Öskubusku þó hún hafi fengið glerskó og prins. Þurfti hún svo ekki að rífa úr sér augun til að sanna ást sína? Endaði blind í höll með tillitslausum þjónum sem léku sér að því að endurraða húsgögnum henni til ama. Ég man ekki betur en svo.
Þegar svona er komið fyrir mér hefur mér alltaf reynst best að fara að sofa. Góða nótt!

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Já, þetta unga fólk í dag!
Finnur Torfi frændi minn er fluttur í bæinn. Það og kannski e-ð annað reyndi hann að segja mér á msn:
!-CrC-! --GK-- FinnZo Sykurpúði says:
ég er fluttur í bæinn
Beztí Heimi says:
vei
!-CrC-! --GK-- FinnZo Sykurpúði says:
ammg
!-CrC-! --GK-- FinnZo Sykurpúði says:
lol
Beztí Heimi says:
omg
Beztí Heimi says:
ammg?
!-CrC-! --GK-- FinnZo Sykurpúði says:
rorrorr
!-CrC-! --GK-- FinnZo Sykurpúði says:
ammh*
Beztí Heimi says:
rorrorr?
!-CrC-! --GK-- FinnZo Sykurpúði says:
lol nvm
Beztí Heimi says:
nvm?
!-CrC-! --GK-- FinnZo Sykurpúði says:
nevermind
Beztí Heimi says:
En ekki hvað!
!-CrC-! --GK-- FinnZo Sykurpúði says:
=P
Nú held ég til pönnukökulandsins passalaus. Það má víst.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Sólborg á bróður sem heitir Ágúst
3. ágúst
Var boðið á kaffihús. Neitaði. Hefði átt að upplýsa strax að ég ætti kærasta. Var statisti, lélegur statisti.
4. ágúst
Mér finnst ekki gaman þegar fólk fer til útlanda án þess að taka mig með. Var aftur boðið á kaffihús. Játaði. Lét bjóða mér upp á swissmokka og sagðist eiga kærasta. Horfðum á Desperate Houswifes og hann sagðist vera fyndinn og kaldhæðinn. Það var allt lygi.
5. ágúst
Hnuplaði Sirkusblaði og tyggjópakka. Lét bjóða mér upp á swissmokka. Ég er að fara til fjandans.
6. ágúst
Varð átján ára, þroskuð og meðvituð. Á Prikinu voru kjánastelpur sem áttu betur heima í e-u rappvideói. Á Kaffi Kúltúr var ein mjög svo gáfuð stelpa sem hefði betur verið heima hjá sér að gera hljómfræðiverkefni svo henni yrði fært að koma í bústað með mér morguninn eftir og önnur sniðug sem söng mér til heiðurs allt kvöldið. Afþakkaði swissmokka. Þessi sniðuga sagði mig stunda klósettkynlíf á skemmtistöðum. Það var allt lygi. Var vakin af sætu foreldrum mínum með söng og kakói. Bauð í bústað. Pissaði svo á mig af æsingi (hlátri) eins og sönnu afmælisbarni sæmir meðan gestirnir létu sér nægja að gráta, kúgast eða borða ógrynni af grænmeti.
7. ágúst
Langaði til útlanda. Nánar til tekið - Ítalíu.