Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Sólborg á bróður sem heitir Ágúst
3. ágúst
Var boðið á kaffihús. Neitaði. Hefði átt að upplýsa strax að ég ætti kærasta. Var statisti, lélegur statisti.
4. ágúst
Mér finnst ekki gaman þegar fólk fer til útlanda án þess að taka mig með. Var aftur boðið á kaffihús. Játaði. Lét bjóða mér upp á swissmokka og sagðist eiga kærasta. Horfðum á Desperate Houswifes og hann sagðist vera fyndinn og kaldhæðinn. Það var allt lygi.
5. ágúst
Hnuplaði Sirkusblaði og tyggjópakka. Lét bjóða mér upp á swissmokka. Ég er að fara til fjandans.
6. ágúst
Varð átján ára, þroskuð og meðvituð. Á Prikinu voru kjánastelpur sem áttu betur heima í e-u rappvideói. Á Kaffi Kúltúr var ein mjög svo gáfuð stelpa sem hefði betur verið heima hjá sér að gera hljómfræðiverkefni svo henni yrði fært að koma í bústað með mér morguninn eftir og önnur sniðug sem söng mér til heiðurs allt kvöldið. Afþakkaði swissmokka. Þessi sniðuga sagði mig stunda klósettkynlíf á skemmtistöðum. Það var allt lygi. Var vakin af sætu foreldrum mínum með söng og kakói. Bauð í bústað. Pissaði svo á mig af æsingi (hlátri) eins og sönnu afmælisbarni sæmir meðan gestirnir létu sér nægja að gráta, kúgast eða borða ógrynni af grænmeti.
7. ágúst
Langaði til útlanda. Nánar til tekið - Ítalíu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim