Síðan verður að standa undir nafniÞað er erfitt að vera til. Ójá, það er svo sársaukafullt að vera manneskja. Ég er svo mikill unglingur og líka rosa mikil kona. Og kröfurnar sem gerðar eru til mín eru svo yfirþyrmandi og þjakandi. Ég ber áhyggjur heimsins á herðum mér og fleira.
Ég má til að mynda ekki …
… hjóla meira en fimm metra á undan Sigrúnu Hlín.
… rappa í návist Sigrúnar Hlínar.
… breytast í mussukerlingu.
… vera of æst í návist Hildar Ásgeirsdóttur, Aldísar og pabba.
… vera kaldhæðin í kringum Leif, pabba, Eddu eða mömmu hennar Herdísar.
… hallmæla mussukerlingum svo mamma heyri.
… tala um skapsveiflur sem fylgja ofnæmislyfjum, hallmæla samfylkingunni, Ingibjörgu Sólrúnu (skrifaði fyrst Sólveiku svo Sólveigu og lokst undanfarandi) , kjöti eða Sigurði Jónssyni knattspyrnukappa svo pabbi heyri.
… vera illa klædd svo Tinna frænka sjái.
… finna fyrir sambandsleysi milli mín og míns innra sjálfs, móður Jarðar eða listarinnar í vinnunni (götuleikhúsinu) því ég er svo mikill listamaður og þar af leiðandi voðalega næm.
… raka af mér hárið.
… smjatta þar sem pabbi telur að það muni verða mér að falli
… vera áhugalaus um rasslosandi djamm á Prikinu í viðurvist Herdísar eða Björns Leós
… og fleiraFótbolti er skemmtilegur. Það er gaman að skora. Svo er líka gaman að vinna sokkapar í einstaklingskeppni. Tölum ekki um skemmtunina sem hlýst af monti. Ég er að hugsa um að láta sokkaparssigurinn stíga mér til höfuðs og gerast prímadonna. Fnussa og hnussa mikið, taka upp nafnið Donna, endurskíra bloggið Satallus og birta bara montsögur.
Harmsögur Sögu
Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)
Um mig
- Nafn: Harmsaga
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.
fimmtudagur, júní 30, 2005
föstudagur, júní 10, 2005
,,Þeir voru hver öðrum betri, allir jafngóðir en þó var Brúnn bestur"
Fyrir nokkru var ég stödd á Ísafirði með fótboltaliðinu mínu. Þar var gaman. Ísfirðingar eru mjög almennilegt fólk. Á Ísafirði vorum við að mestu að æfa, keppa, sofa, borða, lesa, hanga eða leika. Í bænum er mjög góður leikvöllur með fjórum rólum, tveimur vegasöltum, klifurhúsi, sandkassa, snúningssætum, veltiborði, þremur hangitækjum, bekk og rauðum tilfinningavegg (ég veit vel að þessi upptalning var óþarfi en mig langaði bara að reyna að finna nöfn á sum leiktækin). Skemmtilegasti leikurinn var í raun keppni um hver gæti sparkað skónum sínum lengst úr rólu. Kannski fannst mér hann bara skemmtilegastur því ég vann og sparkaði honum yfir grindverkið. Gríla píla naut líka mikillar hylli sem og fimleikaæfingar á hangitækjunum. Einnig var gaman að lesa af rauða tilfinningaveggnum en þar stóð skrifað með stórum gulum fíflastöfum: ,,Áskeir hjarta Sigurlaug HATAR", ,,Sigurlaug hatar Ásgeir af því að hann er skotin í Perlu". Þegar við fórum var búið að bæta við: ,, Ásgeir hjarta Saga, satt og sannað, klárt og kannað", ,,Kristín Freyja HATAR Sögu því hún er skotin í Ásgeiri" og ,,Heiðar drap kisu". Fyrir Ísafjarðarferðina hafði ég ekki séð einn One Tree Hill þátt og þótti því afar útúr. Agnes og Gulla tóku það að sér að spilla mér svo að vandamál heimsins og tilgangur lífsins urðu mörg kvöld að víkja fyrir ástarflækjum sögupersónanna og fegurð Lucasar sem við grétum og andvörpuðum yfir.
Í gær fór ég að sjá myndina Voksne Mennesker. Hún var falleg og full af eftirminnilegum atriðum. Mér finnst líka allt verða fallegra og ljóðrænna í svarthvítu. Tónlistin átti líka svo vel við. Fjölhæfur maður hann Dagur Kári.
Í dag var partí og gufa ég ætla þó að sofa.
Nú finnst mér ég hafa það gott og e-m verð ég að kenna um það:
Takk, ísfirski sjoppukarl fyrir ókeypis, súkkulaðihúðaða, þurkaða, risabananann
Takk, ísfirska hótelfólk fyrir góðan mat og góða þjónustu, þá sérstaklega fyrir græna teið og ristuðu furuhneturnar.
Takk, boltastelpa Ísafjarðar fyrir að meiða þig meira en þú meiddir mig þegar þú skallaðir mig í annað sinn. Það var virkileg huggun
Takk, boltastelpa Ísafjarðar fyrir að rassakasta Tinnu og veita okkur þá minningu til að hlægja að.
Takk, sjór fyrir að salta aðeins símann minn en ekki skemma.
Takk, Kjörbúð Ísafjarðar fyrir að selja mér veet vörur svo kálfar mínir yrðu mjúkir í annað sinn
Takk, Agnes og Gulla fyrir að kynna mig fyrir One Tree Hill
Takk, Heiðar þjálfi fyrir allt
Takk, Ölgerð Egils Skallagrímssonar fyrir að svara auðmjúkri beiðni minni
Takk, MS fyrir góða hrísmjólk
Takk, Dagur Kári fyrir fallega og vel gerða mynd
Takk, ísfirski sjoppukarl fyrir ókeypis, súkkulaðihúðaða, þurkaða, risabananann
Takk, ísfirska hótelfólk fyrir góðan mat og góða þjónustu, þá sérstaklega fyrir græna teið og ristuðu furuhneturnar.
Takk, boltastelpa Ísafjarðar fyrir að meiða þig meira en þú meiddir mig þegar þú skallaðir mig í annað sinn. Það var virkileg huggun
Takk, boltastelpa Ísafjarðar fyrir að rassakasta Tinnu og veita okkur þá minningu til að hlægja að.
Takk, sjór fyrir að salta aðeins símann minn en ekki skemma.
Takk, Kjörbúð Ísafjarðar fyrir að selja mér veet vörur svo kálfar mínir yrðu mjúkir í annað sinn
Takk, Agnes og Gulla fyrir að kynna mig fyrir One Tree Hill
Takk, Heiðar þjálfi fyrir allt
Takk, Ölgerð Egils Skallagrímssonar fyrir að svara auðmjúkri beiðni minni
Takk, MS fyrir góða hrísmjólk
Takk, Dagur Kári fyrir fallega og vel gerða mynd
Takk, Grótta fyrir partíið
Takk, Edda systir fyrir gufubaðið
Takk, quizilla fyrir að hjálpa mér að finna mig
Congratulations you are most like Haley James! You
are an intelligent person. You kick ass
mentally and physically! You like to talk a
lot, babble, and all that jazz. You are very
positive and believes that that "if
there's awill... there's a way." You also have a good
sense of what is a friendship and rarely
encounters unnecessary drama in real life.
Which One Tree Hill Character are You Most Like?
brought to you by
Congratulations you are most like Haley James! You
are an intelligent person. You kick ass
mentally and physically! You like to talk a
lot, babble, and all that jazz. You are very
positive and believes that that "if
there's awill... there's a way." You also have a good
sense of what is a friendship and rarely
encounters unnecessary drama in real life.
Which One Tree Hill Character are You Most Like?
brought to you by