Harmsögur Sögu

Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.

fimmtudagur, júní 30, 2005

Síðan verður að standa undir nafni
Það er erfitt að vera til. Ójá, það er svo sársaukafullt að vera manneskja. Ég er svo mikill unglingur og líka rosa mikil kona. Og kröfurnar sem gerðar eru til mín eru svo yfirþyrmandi og þjakandi. Ég ber áhyggjur heimsins á herðum mér og fleira.
Ég má til að mynda ekki …
… hjóla meira en fimm metra á undan Sigrúnu Hlín.
… rappa í návist Sigrúnar Hlínar.
… breytast í mussukerlingu.
… vera of æst í návist Hildar Ásgeirsdóttur, Aldísar og pabba.
… vera kaldhæðin í kringum Leif, pabba, Eddu eða mömmu hennar Herdísar.
… hallmæla mussukerlingum svo mamma heyri.
… tala um skapsveiflur sem fylgja ofnæmislyfjum, hallmæla samfylkingunni, Ingibjörgu Sólrúnu (skrifaði fyrst Sólveiku svo Sólveigu og lokst undanfarandi) , kjöti eða Sigurði Jónssyni knattspyrnukappa svo pabbi heyri.
… vera illa klædd svo Tinna frænka sjái.
… finna fyrir sambandsleysi milli mín og míns innra sjálfs, móður Jarðar eða listarinnar í vinnunni (götuleikhúsinu) því ég er svo mikill listamaður og þar af leiðandi voðalega næm.
… raka af mér hárið.
… smjatta þar sem pabbi telur að það muni verða mér að falli
… vera áhugalaus um rasslosandi djamm á Prikinu í viðurvist Herdísar eða Björns Leós
… og fleira
Fótbolti er skemmtilegur. Það er gaman að skora. Svo er líka gaman að vinna sokkapar í einstaklingskeppni. Tölum ekki um skemmtunina sem hlýst af monti. Ég er að hugsa um að láta sokkaparssigurinn stíga mér til höfuðs og gerast prímadonna. Fnussa og hnussa mikið, taka upp nafnið Donna, endurskíra bloggið Satallus og birta bara montsögur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim