Harmsögur Sögu
Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)
Um mig
- Nafn: Harmsaga
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.
mánudagur, janúar 31, 2005
Símþrá!
Saga: Hæ, pabbi, ég er að fara að keppa á eftir en fer fyrst á Herranæturæfingu, getur þú sótt mig upp í Tjarnarbíó og keyrt mig út á Nes?
Pabbi: Já, áttu ekki að mæta klukkan hálf átta?
Saga: Jú, en ég fæ að mæta klukkan átta svo ég geti verið lengur á leikæfingu!
Pabbi: Er mamma þín hjá þér?
Saga: Já, en hún er í gemsanum!
Pabbi: Skilaðu kossi!
Saga: Ok!
Pabbi: (löng þögn) ... blautum!
Saga: Ha?
Pabbi: Ha? Uhhh... Ekkert, ekkert, ég var bara að grínast!
Saga: Ok, við sjáumst bara.
Pabbi: Já, gerum það!
laugardagur, janúar 29, 2005
Í morgun fór ég á Herranæturæfingu. Ég klæddist krumpugalla. Ég var þreytt.
Áðan var ég í Tippalind. Edda systir og Tinna frænka líktu mér við útigangsmann. Ég var þreytt.
Nú sit ég í móttöku íþróttahúss Gróttu. Ég á að vinna í fatahengi á þorrablóti. Ég nenni ekki að láta fulla kalla kýla mig í öxlina. Ég er þreytt.
Á eftir ætla ég að stinga af og halda á vit ævintýra. Ef ég verð ennþá þreytt þá ætla ég að kúra í hálsakoti!
Að gefnu tilefni: Tanja!
fimmtudagur, janúar 20, 2005
Vondir læknar:
- Eru kaldlyndir!
- Harðhentir!
- Láta mann borga fúlgu fjár!
- Hafa kaldar hendur!
- Anga af læknalykt!
- Tala bull-læknamál
- Hann er kaldhæðinn!
- Hann hefur gamlar ákveðnar hendur!
- Sleppti mér við greiðslu!
- Hefur volgar hendur!
- Ilmar mannúðlega!
- Talar svo ég skil hann og er með eins rödd og Halldór Laxness á sínum efri árum!
föstudagur, janúar 14, 2005
Það að tapa!
Ég tapaði!
Ég var tekin í ósmurðan analinn!
Mig langaði hvort eð er ekkert að vinna þessa asnalegu keppni!
Ég er tapsár!
mánudagur, janúar 03, 2005
Gleðileg tár!
Nú er ég í landsliðsbúningi. Það er gaman. Ég er búin að spegla mig a.m.k. 12 sinnum og prófa að girða hann á allan mögulegan hátt. Það er leiðinlegt að landsliðsbúningurinn tilheyrir mér í raun og veru ekki, eins og hann er nú flottur. Og enn verra er að ég er ekki í neinu landsliði. Mér finnst blái liturinn tóna skemmtilega við glóðuraugað sem byrjaði að myndast þegar ég fórnaði mér fyrir liðið mitt á æfingu og fékk í kjölfarið bolta í augað. Mörðu hnén eru líka ansi litrík og í góðu flúkti við búninginn.
Ég hef ekki strengt áramótaheit síðan ég var sjö ára, en þá sór ég þess dýran eið um áramót að hætta að bora í nefið. Ef ég ætla mér e-ð þá verð ég mjög reið ef ég næ ekki settu marki, þess vegna þori ég ekki að strengja þess heit að komast í landsliðið. Ég veit nefnilega að ef mér tekst það ekki þá fer ég í niðurif.
Gamall frændi minn, sem var þrusugóður námsmaður, þjáðist af ofsafengnum prófkvíða. Hann kláraði menntaskóla með toppeinkunnir en þorði ekki í háskóla því hann var svo hræddur um að dúxa ekki! Af þessu skulum við læra!
Og enn af tökuorðasmiðunum:
Handboltaþjálfari: Stelpur, verið svolítið quick að þessu!
Handboltaþjálfari: Þið eigið bara rétt að toutcha gólfið áður en þið blastið upp kantinn!
Árið sem var að líða var gott og ef ekki eitt af þeim bestu. Það sem ég afrekaði:
-Tók þátt í Herranótt
-Kláraði mitt fyrsta menntaskólaár með ágætisárangri
-Stofnaði fyrirtækið Blómálfana ásamt Herdísi og stórgræddi svart
-Fór í lautarferð
-Fór í æðislegt ferðalag í sumarbústað á Mýrunum með Höllu og Herdísi
-Eignaðist marga góða vini og vinkonur sem mér þykir vænt um
-Styrkti vinkonusamband mitt við Herdísi
- Átti í fyrsta ástarsambandinu
- Synti í sjónum
- Gekk á fjöll með mömmu og ferðaðist um landið
- Byrjaði í æðislegum vel mönnuðum fjórða bekk
- Varð bekkjarráðsmaður
- Komst inn í MR-kórinn (kraftaverk gerast enn!)
- Komst í gegnum fyrstu umferð í ræðukeppninni Sólbjarti
- Var valinn sá leikmaður sem hefur tekið mestum framförum í 2.fl.kvk. í KR
- Skemmti mér í hitabylgjunni í góðra vina hópi á Austurvelli
- Reið villta folanum Þór í brjáluðu hvassviðri um allan Svarfaðadal
- Sigldi á kanó niður Svarfaðadalsá
- Gleymdi mér í berjamó
- Talaði við vindinn
- Eignaðist ungan sænsk/íslenskan aðdáanda
- Náði markmiði mínu í jólaprófunum
- Fékk hlutverk í Herranótt
- Stóð mig ágætlega í handboltanum
- Stóð mig ágætlega í fótboltanum
- Vann píptest (ég er sorgleg)
- Eignaðist leynivin
Ég keppti um daginn í fótbolta. Ég var búin að gleyma hvað það er gaman að þeysast upp völlinn. Ég var búin að gleyma hvað það er gaman að gefa langar hnitmiðaðar sendingar. Ég var búin að gleyma hvað það er gaman að snúa mann af sér, en ég var líka búin að gleyma hvernig ætti að skora mark!
Í nótt sat ég á gólfinu inni í stofu með eldgömul headphones á hausnum og gramsaði í dótinu sem pabbi og mamma geyma inni í skáp, gamlar blaðaúrklippur og bréf. Ég komst að ýmsu sem ég vissi ekki áður um pabba minn. T.d. að milli þess sem pabbi minn stúderaði rafmagnslínur í Danmörku sat hann fyrir sem gleraugnamódel! Pabbi minn er líka blóðheitur og rómantískur og kann að skrifa eldheit ástarbréf. Ég fór a.m.k. hjá mér þegar ég las eitt í gær. Í morgun sýndi ég mömmu það og hún varð létt undirleit, kyssti pabba og kjassaði, hann fór hjá sér og sagði að það yrði að geyma svona bréf á góðum stað - ekki þar sem hver sem er gæti lesið þau. Nú stendur pabbi ber að ofan yfir humarssúpu og biður mig að smakka, hann er sætur, mér þykir vænt um hann, ég ætla að segja honum það áður en ég smakka á súpunni svo hann haldi ekki að það sé bara matarást. Sæti pabbi!
Hrós fá fallegu feministarnar þeir Atli Gísla og Gunnar Hersveinn. Þeir eru klárir og góðir menn. Atli sagði í sjónvarpinu í fyrradag að árið 2004 hefði verið ár íslensku karlrottunnar. Hann hefur rétt fyrir sér. Gunnar Hersveinn er svo eini karlmaðurinn sem skrifar reglulega um jafnréttismál í Moggann.
You are Simone de Beauvoir! You spent years with
Sarte, who was more famous than you at the
time, but came into your own as you got older.
Your seminal feminist work "The Second
Sex" is a book that is still
controversial, but many of us can't figure out
why. You kicked the early 20th century's ass,
though!
Which Western feminist icon are you?
brought to you by