Símþrá!
Saga: Hæ, pabbi, ég er að fara að keppa á eftir en fer fyrst á Herranæturæfingu, getur þú sótt mig upp í Tjarnarbíó og keyrt mig út á Nes?
Pabbi: Já, áttu ekki að mæta klukkan hálf átta?
Saga: Jú, en ég fæ að mæta klukkan átta svo ég geti verið lengur á leikæfingu!
Pabbi: Er mamma þín hjá þér?
Saga: Já, en hún er í gemsanum!
Pabbi: Skilaðu kossi!
Saga: Ok!
Pabbi: (löng þögn) ... blautum!
Saga: Ha?
Pabbi: Ha? Uhhh... Ekkert, ekkert, ég var bara að grínast!
Saga: Ok, við sjáumst bara.
Pabbi: Já, gerum það!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim