Einu sinni tapaði ég í ræðukeppni og samdi um það ljóð:
Það að tapa!Ég tapaði!
Ég var tekin í ósmurðan analinn!
Mig langaði hvort eð er ekkert að vinna þessa asnalegu keppni!
Ég er tapsár!Í gær tapaði ég ekki í ræðukeppni, nema þá kannski innanliðsræðukeppni. Ég samdi ekki neitt ljóð um það.
Á furðumannabóinu í gær hvarf jakkinn minn og allt sem í honum (veski, penni, blað o.fl.) og á honum (fínasta næla) var. Sökum kulda fékk ég leyfi hjá aðalkonunni til að taka e-n rónajakka, sem hafði verið skilinn eftir, til að verða ekki úti á leiðinni heim. Rónajakkinn, sem er stór og svartur, undirstrikar ekki kvenlegan vöxt minn né dregur fram bláa litinn í augunum. Þetta er augljóslega hið versta mál svo ef e-r veit um svarta kvenlega jakkann minn má sá og hinn sami láta mig vita og ég skal borga honum í epli eða eplum, fer eftir skapi.
Í dag stakk ég fingrunum óvart í innstungu og fékk raflost. Það var óstuð. Svo settist geitungur á hálsinn á mér þegar ég var að fá mér sallat. Það var ósuð.
Í dag stakk ég fingrunum óvart í innstungu og fékk raflost. Það var óstuð. Svo settist geitungur á hálsinn á mér þegar ég var að fá mér sallat. Það var ósuð.
P.s. Ef e-r saknar svarta risajakkans síns er óvitlaust að spjalla við mig.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim