Fyrir þá sem eru í nöldurneyð: Þetta er rosalega langt morfísblogg. Uppfullt af hroka og meinfýsnum athugasemdum. Það eina rétta í stöðunni er skilja eftir sig löng komment sem eru ekki síður uppfull af hroka og meinfýsnum athugasemndum.
Fyrir ykkur hin: Seinasta vika var full af gleði og góðu fólki. Ég er ekki frá því að hún hafi fyllt á andlega bensíntankinn.
Harmsögur Sögu
Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)
Um mig
- Nafn: Harmsaga
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.
föstudagur, janúar 27, 2006
mánudagur, janúar 02, 2006
Gleðileg tár
(þetta er farið að gerast óvenju reglulega)
Um daginn horfðum ég, Herdís og mamma hennar á Love Actually. Mér og Herdísi hefði þó nægt að hlusta á nákvæma og greinargóða lýsingu móður hennar undir myndinni. Eftir sjónvarpsgláp fórum við upp í bólið hennar Herdísar. Þar blótaði Herdís upphleyptu-kláða-kalkúns-ofnæmis-útbrotunum sínum og ég blótaði Keiru Knightly. Ásgeir hafði víst e-n tímann sagt að hún væri sæt. Að lokum áttuðum við okkur þó á því að útbrotin hyrfu ekki eftir pöntun og lítið þýddi að etja kappi við Hollywoodstjörnu í fegurð.
Ég verandi listamaður og tilfinningavera ætla nú að tjá mig í ljóðinu; ,,maðurinn sem skríður fullur upp í"
Maðurinn sem skríður fullur upp í
lyktar af áfengi,
tekur mikið pláss
og mikla sæng
sofnar strax
en tekst þó
á undraverðan hátt
að vera ekkert allt of óþolandi
Túlkun:
Ljóðmælandi dregur hér upp líkingu af ástinni í formi karlmanns sem vitjar hennar í draumi sem ófús gestur en vinnur sér þó sess í hjarta hennar þrátt fyrir illan daun og lítið líkamlegt úthald. Ljóðið er óhefðbundið í póst-módernískum stíl og ber keim af svokallaðri sjokk-hendu þ.e. óvæntum endi eða lausn sem ljóðmælandi virðist nokkuð sátt við.
Um daginn átti víst að vera partístuð niðri í bæ. Ég og Herdís ákváðum að reyna að hafa fé af fullu fólki.Við settum upp löggugrímu, flugunet, hatt og hirðfíflahatt, tókum húllahring, badmintonspaða, tösku og gettóblaster og héldum niður í bæ. Við komum okkur fyrir hjá Kodak, stilltum töskunni upp fyrir framan okkur, settum græjurnar í botn og dönsuðum eins og okkur einum er lagið. Takmarkið var að græða eina krónu hvor. Háfleyg markmið. Eftir hálft lag vorum við 116 krónum ríkari og allt stefndi í stórgróða.
Í þeim svifum kom lögregluubíll aðvífandi og um það vil sem lögreglumennirnir voru að stíga út greip okkur paník og við tókum á rás. Með útvarpið enn á fullu. Flótti undan lögreglunni - ég sagði ykkur að ég væri töff. Eftir það héldum við í subbupartí eða ,,harkpartí" eins og Herdís kýs að kalla það. Þar var okkur boðin rönd og dauði af óbeinum reykingum. Ég er samt viss um að ef við hefðum staldrað þar lengur við hefðum við dáið ótímabært úr lélegri tónlist.
Um daginn var enn og aftur tebó. Þar var stelpa að dansa svona nudda-klof-og-brjóst-og emja-dans. Takk popp-tv.
Í fyrradag var svo fótboltamót. Ég hafði ekki mætt á fótboltaæfingu lengi svo ég vissi ekki einu sinni hvað nýi markmaðurinn héti. Í e-m æsingnum kallaði ég hana Narniu. Hún heitir víst Natasha og var ekki sátt. Hún hefði vel mátt kalla mig Aslan.
Og ef e-n tímann er kjörið að hafa svona ,,ársins" þá er það nú
Vonbrigði ársins: Götuleikhúsið
Ævintýri ársins: fyrsta nóttin okkar Herdísar í Danmörku, danski róninn og flóttinn undan íslensku lögreglunni.
Gaman ársins: að vera ástfangin, leika Ellu Buddu í krumpugalla í Herranótt og vinna FSU í morfís.
Ferð ársins: Danmerkurferðin með Herdísi. Fleir góðar ferðir voru Snæfellsnesjarferð með Ásgeiri og Kingilsárranaferð með mömmu og umhverfisfasistum sem vildu bara ganga í þögn. Allt (gegngdi engu máli hvað) var alveg YNDISLEGT. Ísafjarðarferðin með fótboltanum var líka skemmtó.
Þjálfari ársins: Jóhannes Þór. Kannski af því að hann hefur aldrei sett mig í píptest eða látið mig hlaupa í gönur.
Uppgötvun ársins: crossant
Bók ársins: Harry Potter og Blendingsprinsinn (apa-endir!)
Ergelsi ársins: Að vera aldrei á Ítalíu.
Ævintýramynd ársins: Narnia
Ljón ársins: Aslan
Ljón allra ára: Múfasa
Svo er komið að kitli tvö
Sjö staðir sem mig langar á:Narnia (já, ég er undir miklum áhrifum myndarinnar)
Galapagos
Inkastígurinn
Suður-amerísku regnskógana
Í Ungverjalandsheimsókn til Sigrúnar
Berlín
Ljósulanda (Lion King)Farin að kveikja í og sprengja. Rokk og jól.