Já, jólaskapið verður ekkert endilega til þó það sé tekið til!
Harmsögur Sögu
Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)
Um mig
- Nafn: Harmsaga
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.
föstudagur, desember 24, 2004
laugardagur, desember 18, 2004
,, Nei, nei, nei, þetta síjast ekkert inn! Einu sinni enn; samsetning fallanna f og g er fallið f°g með formengi Dm(f) og forskrift... og forskrift, djísus mér er þetta ekki tamt! Út með þig lata dýr! Farðu út að hlaupa! Já, það ætla ég að gera, jájá mikið gott það! (fer út) Ahhh þetta er nú gott. Hvað er líka verið að láta mann læra svona eins og páfagauk, ég er enginn páfagaukur. Nei, Saga ekki hugsa um stærðfræði, ekki núna, núna ertu að hlaupa og endurhlaða þig! Mikið er ég nú klár að fara út að hlaupa í gallabuxum, brjóstahaldara já og strigaskóm! Ég varð bara að komast út! Lausar reimar, æði! Nei, ég skal skal ekki stoppa til að reima, það eru bara aumingjar sem stoppa! Akkiles hefur samt eflaust stoppað e-n tímann til að reima. Nei, hann var í sandölum. Alveg rétt. Lína! Lína, hefði stoppað til að reima er það ekki annars? Jú, hlýtur að vera hún átti uppreimuð stígvél. Það er bara ekki hægt að hlaupa með lausar reimar og brjóstahaldara sem hefur sigið niður á maga! Okei, þú stoppar BARA til að reima, já og til að laga brjóstahaldarann! Svona, nú getur ekkert stöðvað mig. Tjörnin, Iðnó, MR, Iða, ahhh góða tónlist. Café Paris, ætli maðurinn af persnesku ættunum sé þar, sá sem Herdís sagði að hefði fylgst með mér um daginn? Nei, ojj, Saga, hann er kall! Okei ef hann væri sautján árum yngri. Nei, ég hef ekkert með hann að gera! Þú hefur ekkert með kærasta að gera, þú ert í prófum. Kærastar eru bara vandamál og auka áhyggjur! Jesús, ég er bitur! Nei, ég vil ekki heim. Heim þýðir f°g..."
Svona hugsaði ég í prófunum! Gott að vita!
Annars brennur það mér helst í brjósti hvað þjálfarar eru skemmtilegar skepnur. Þeir, búa yfir þeim einstaka hæfileika að búa til nýtt orð yfir það sem þeir muna ekki, þeir sletta inn mörgum orðum á ensku og beygja eftir eigin höfði:
- fótboltaþjálfari: Stelpur, sko gefur Íris svona djengu út á kantinn og þá skalt þú, Saga, vera tilbúinn...
Ég: Ha? DJENGU?
Fótboltaþjálfari: Uuu, já svona, fast með fótunum út á kant.
Agnes: Föst sending?!
Fótboltaþjálfari: Já, einmitt, en eins og ég var að segja... - Handboltaþjálfari: Það er bara ekki hægt að mæta ekki á æfingu án þess að láta vita, ég meina það er ekkert mál að hringja bara í coutchinn!
- Fótboltaþjálfari: Gefið svo boltann til Ólöfar og…
- Handboltaþjálfari: Þið takið bara ykkar horn og keeperinn sitt!
Pabbi er skondinn. Við vorum að horfa á fréttir þar var talað um einelti á vinnustað:
Ég: Hafið þið nokkurri sinni lent í einelti á vinnustað?
Mamma: Nei!
Pabbi: Já, ég!
Ég (full vorkunnar): Ha? Í alvöru af hverjum? Hvenær?
Pabbi: Í fyrra þá var ég og vinur minn sem sat við skrifborðið við hliðina á mér lagðir í einelti af konu!
Ég (létt): Hahaha, það er ekkert einelti. Hún ein getur ekkert lagt ykkur tvo í einelti!
Pabbi: Jú, víst, hún heilsaði okkur hvorki né kvaddi!
Ég: Já, en minnihluti getur ekki lagt meirihluta sem stendur saman í einelti! Ég meina, tveir strákar gætu til að mynda ekki bara tekið sig til og lagt heilan samstæðan bekk í einelti. Þeir væru ekkert að leggja neinn í einelti, þeir væru bara leiðinlegir, hún er þá bara leiðinleg!
Mamma: Garðar, þessi kona er að öllum líkindum veik á geði.
Pabbi, fullyrti líka við morgunverðarborðið að smjatt myndi verða mér að falli! Já, smjatt! Nú hef ég smjattað síðan ég var lítil, með lokaðan munn, og finnst mér það mjög leiðinlegur og ódannaður vani, en ekki hélt ég að hann af öllum heimsins möguleikum myndi verða mér að fótaskorti. Nei, nú mun ég hætta að smjatta, ekki ætla ég að láta smjatt verða minn banabiti!
Mig langar að gefa út ljóðabók, svona ljóðabók með ömurlegum, tilfiningaþrungnum angistarljóðum. Eftirfarandi ljóð er tekið af vefsíðu óharnaðs unglings í sálarkreppu og er tilvalið í bókina mína, reyndar gæti það verið eins konar titilljóð bókarinnar:
Dauðinn
Er óumflýjanlegur
Hvers vegna
Reynum við samt?
Tilgangsleysið
Er allsráðandi
Hjá manninum
Hvers vegna að lifa
Og jafnvel fjölga sér
Fyrst að við munum öll deyja?
Höfundur
Ásamt öllum ljóðum sem byrja á þessa leið:
Í dalsmynni hugar míns brýst um stórfljót
þar sem skip hugsjóna minna reka á land…
Það fer rosalega í taugarnar á mér þegar sagt er að e-ð fari í pirrurnar á e-m.
Tónlist er falleg, í raun svo falleg að ég þori ekki að lýsa henni nánar. Fólk sem gefur góða tónlist er fallegir gleðigjafar. Sætfríður Fallega og Maðurinn Til Hægri eru falleg… að innan.