Ég vil vara þá lesendur sem eru enn heilir á geði að lesa ekki færslu dagsins. Hún er leiðinleg, full af sjálfsvorkun og leiðir eflaust til þunglyndis.
Ég er einmitt í ægilegri fýlu út í sjálfan mig. Í sannleika sagt þá ætla ég að gefa veiðileyfi á mig. Þá geta allir þeir sem ég hef skemmt eitthvað fyrir t.d. bæði handbolta og fótboltafélagar mínir náð sér niður á mér að eilífu.
Á innanhúsmótinu á Akranesi var ég klúðrari klúðraranna þ.e. drottning eins og sumir myndu kalla það *Valdi* klúðraranna þar átti ég augljóslega að skora en sendi boltan á ótrúlegan hátt ca. hálfum km. fyrir ofan markið. Þessi mistök leiddu til þess að ég var óviðræðuhæf og leiðinleg í rútunni á leiðinni heim alveg að springa úr sjálfshatri og ekki varð það betra þegar ég frétti að þjálfarinn minn hélt að ég væri í fýlu út í hana því ég var ekki inná allan tíman!
Núna í dag var ég svo algjör frekja og leiðindar drusla við bekkjarbræður mína og mig mundi ekki undra ef þeir væru skelfdir við mig til dómsdags! Seinna þennan dag fór ég síðan að keppa í handbolta og þótt ótrúlegt meigi virðast þurfti ég ekki einu sinni að vera komin inn á völlinn til að gera mig að fífli en það veit Eva þjálfari betur en flestir aðrir. Í leiknum sjálfum var ég verri en nokkurru sinni fyrr ef það er þó hægt enda var þjálfarinn fljótur að sjá aum á mér og kippti mér útaf. Á þessu augnabliki er ég bálill út í sjálfan mig og sé ekki fram á að það muni breytast nema að ég fái góða einkunn í stærðfræði sem ég efast þó um þar sem lítið var lært undir það....
Ég ætla að taka upp dálkinn fífl dagsins. Ójá mikið rétt fífl dagsins er Saga Garðarsdóttir fyrir endalausa vitleysu og rugl hvar sem er. Í rauninni er fífl of vægt orð!
var að lesa færsluna yfir og að mér læðist sá grunur að ég sé haldin unglingaveiki af verstu sort eða með votta af Evu-Drafnar-syndrome!
Harmsögur Sögu
Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)
Um mig
- Nafn: Harmsaga
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.