Haldið ekki að mín sé búin að safna í mottu!
Harmsögur Sögu
Sá sem segir sögur, stjórnar heiminum. (HOPI)
Um mig
- Nafn: Harmsaga
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Ég get drukkið tvo lítra af vatni á einni og hálfri mínútu og ekki ælt.
föstudagur, mars 12, 2010
mánudagur, janúar 04, 2010
Vá langt síðan seinast!
Margt hefur á daga mína drifið. Lífið hér í Eþíópíu er ekki eins spennandi og skemmtilegt eins og ég ímyndaði mér. Ég er mjög skuldug og skítug. Það er þó heitt. Nú er ég búin með tvær annir í Listaháskólanum við Addis Ababa en annirnar eru miðaðar við regntímabilin. Ég er orðin ansi vel að mér í frumbyggjadansi og tjáningu ýmissi. Ég hef verið blessuð með barni en bölvuð með barnsföður. Hann sinnir mér lítið og eyðir mestum tíma sínum í spilakofa og í hverfi rauðu pappakassana. Trygglindi negra er lítið.
Ég efast um að einhver lesi þetta lengur en mig bráðvantar peninga svo skiljið eftir kóment eða hringið og ég gef ykkur upp nauðsynlegar bankaupplýsingar!
laugardagur, júní 21, 2008
miðvikudagur, júní 18, 2008
Ég er hætt að nenna að nenna ekki að blogga. Nýkomin heim frá Ungverjalandi, nýkomst inn í leiklistaskólann og nýkomandi ferðalag um Ísland í vændum. Læt ykkur vita. Í alvöru. Bráðum.
laugardagur, mars 22, 2008
Hér er blogg sem er búið að vera á desktoppinu mínu í þrjá mánuði. Ekki af því að ég er búin að vinna svo vel að því heldur einfaldlega því ég og blogger skiptumst á því að vera fokkerar. Njótið:
Jæja pæja, í gær gekk ég í gegnum seinustu þrekraun vetrarins, 1/5 úr Ironman (700m sund, 36 km hjól og 8,4 km hlaup). Járnkallinn gekk það vel að ég lenti í fjórða sæti á eftir þeim:
Arthur, 26 ára pólskur þríþrautakappi sem vinnur við að kenna börnum á öllum aldri víkingaleiki hér í skólanum. Hann rústaði okkur öllum. Hann er með sundaxlir, hjólarass og hlaupalæri dauðans. Ansi heitt!
Pjotrek, 25 ára pólsk hjólakempa með meirapróf í sundbjörgun. Hann lítur út eins og þýskur nasistaforingi úr seinni heimstyrjöldinni og er með sérsmíðað hjól og sérsólaða járnskó sem skjóta gneistum. Við erum að tala um að ég varð bókstaflegan undir járnhæl nasistmans. Eða þúst skillurru...
Bolek, ljúflingurinn og herramaður. Hann marði mig með einni mínútu. Ég einfaldlega gat ekki haldið aftur í við hann í endasprettinum. Hann á stórt klapp á bakið skilið enda kom hann sér sjálfum og okkur öllum á óvart. Ég skal samt alveg viðurkenna að ég græt að hafa ekki gefið meira í!
Eftir mér komu svo átta strákar og á eftir þeim sjö stelpur.
Eftir það fór ég ásamt ævintýraklaninu að línuskauta á römpum. Það var sársaukafullt fjör. Þar var við mig sagt: ,,þú ert afskaplega þorin svona miðað við hæfileika þína á línuskautum". Hæfileikalaus glanni er mitt millinafn. Í kvöld syntum við svo í sameiningu hálft ólympíusundmaraþon eða um 21 km. Bújakasa! Hér er svo sundflokkurinn minn:
fimmtudagur, febrúar 07, 2008
Ég er ekki dauð. Ég er bara of upptekin að reyna að skrifa skemmtilegan texta í umsókn og fyrir skólablaðið. Við þær skriftir hef ég uppgötvað að ég er búin með skemmtilega kvótann. Hann kláraðist um leið og nýja árið rann í garð. Frá og með árinu 2008 er ég leiðinleg. Megi ég minnast sem hin ég og hvíla í friði.
föstudagur, desember 14, 2007
Jæjja, ég held að blogger og þráðlausa internetið séu að reyna að gefa mér hint. Mér væri kannski hollast að halda mig frá súkkulaðinu verandi chockaholic EN þar sem ég er jaðarsportisti og villidýr læt ég allar aðvaranir sem vind um eyru þjóta. Hana hér er þriðja bloggið. Það bíður ykkar lengra, fegra og innihaldsríkara blogg sem herra Blogger vill af e-m ástæðum ekki taka við. Kannski bíður honum við málfræðinni. Ég kíki á þetta og reyni svo aftur á morgun.