Beztí Heimi
Ég er ekki bílaklár. Herdís þóttist vera ótrúlega bílaklár í gær. Hún er það ekki:
Herdís: Hvort er bíllinn þinn Golf Land Rover eða Mitsúbitsí Landrover?
Ég: Hann er Land Rover.
Herdís: Já en hvort er hann Golf Land Rover eða Mitsúbitsí Landrover?
Ég: Uuu, ég veit ekki bara Land Rover.
Herdís: Hahaha, týbískt þú Saga að vita ekkert um svona. Bíllinn þinn er ekkert bara Land Rover hann er e-ð Landrover! Ford Land Rover, BMW Land Rover eða til
dæmis Mitsúbitsí Land Rover!
Annað kom í ljós. Pabbi fullvissaði okkur um að hann væri BARA Land Rover allavegna ekki Mitsúbitsí Land Rover né Golf Land Rover.
Hafandi tekið þátt í allri þessari Jón-Ben-dýrkun er mér orðið það ljóst að það tekur enginn mark á manneskju sem notar bara eitt nafn. Þess vegna ætla ég að taka upp nafnið: Saga Beztí Heimi. Betri er þó styttingin Beztí Heimi. Hvort hljómar til dæmis trúanlegra?
Ég veit allt í heimi ég er nefninlega Saga
eða
ég veit allt í heimi ég er nefninlega Beztí Heimi?Asnalegur strákur sem notar ábyggilega bara eitt nafn!
1 Ummæli:
شركة رش مبيدات بالدمام
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim